|
Missir og sorg
30. maí 2005
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Það er svo sorglegt að sjá sálir þegar þær snúa aftur til andlega heimsins eftir ferðalag sitt á jörðinni, hvað þær eru niðurbrotnar og hryggar vegna þess að þær höfðu ekki sagt einhverjum að þeim þætti vænt um þá og elskuð þá. Þær höfðu unnið of mikið og vanrækt þá sem þær elskuðu. Það þarf að sjá þetta til þess að trúa því.
Þið gerið ykkur ekki grein fyrir þeirri óhamingju sem skapast hjá sálum sem segja ekki hvað þær vilja gera þegar þær eru á jörðinni. Þið eruð svo upptekin í sjálfinu, í ykkar eigin lífi að þið hugsið aldrei um að tjá ykkur við aðra, hugsið aldrei um að segja þeim hversu mikið þið elskið þau og gerið ykkur ekki grein fyrir hversu mikið þau þurfa á því að halda að vera sagt það sem þið sögðuð aldrei. Það er of seint þegar þið hafið snúið aftur heim. Það er of seint þegar þið eruð farin, vegna þess að þið getið ekki snúið til baka og breytt því sem þið hafið gert með því segja ekki ykkar sannleika.
Hversu oft hafið þið viljað segja eitthvað við einhvern en hafið verið ófær um það vegna þess að sjálfið, ótti ykkar við höfnun, að verða að athlægi, eða skortur á sjálfstrausti hindraði ykkur í að segja ykkar sannleika. Við erum alltaf að sjá þessar sálir. Dauðinn kemur mjög oft óvænt og þegar það gerist þá gefur hann engin tækifæri á huggandi eða kærleiksríkum orðum. Sál getur farið á hæglátan hátt en tjáir samt ekki orðin sem hún vildi sagt hafa. Sjálfið leyfir það ekki.
Látið líf ykkar vera ánægjulegt - ekki vera hrædd við að segja orðin sem þið viljið segja. Tjáið tilfinningar ykkar áður en þið farið yfir. Geymið það ekki þar til þið hafið farið yfir og sjáið þá eftir því. Við leyfum mörgum sálum að koma aftur til að segja fyrirgefðu við ástvini sína, við þá sem þær hafa ekki tjáð væntumþykju sína við.
Lífið er mjög stutt. Það getur virst langt, en einn daginn munið þið verða okkar megin við blæjuna og ef þið hafið ekki tjáð tilfinningar ykkar við þá sem eru í kring um ykkur þá gætuð þið orðið ein af þeim sem óska eftir að koma í gegnum miðil til að segja að ykkur þyki leitt að hafa ekki tjáð ykkur. Viljið þið vera ein af þeim? Ef þið viljið það ekki, tjáið þá tilfinningar ykkar, látið fólk vita hversu vænt ykkur þykir um þau, jafnvel þó að þau geri ekki slíkt hið sama við ykkur, það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að tjá ykkar sannleika hljóðlega svo að þið getið snúið heim til okkar og verið sátt. Það er það sem skiptir máli.
Maitreya.
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|