Máttur orða
„Áttar þú þig á því að þú hefur vald til að skapa jákvæða eða neikvæða orku á jörðinni með orðum þínum? ” „Ertu meðvitaður/meðvituð um að með því einfaldlega að láta í ljós skoðun þín, þá getur þú hindrað örlög annarra, eða aftrað þeim í að njóta einhvers? ” ~ Maitreya frá Maitreya Quotes App
Ég hafði satt að segja ekki uppgötvað þetta fyrr en ég byrjaði að búa með Margréti og Alan árið 2006. Fyrir þann tíma hafði ég starfað á vísindasviðinu nánast alla mína tíð. Þannig var ég vitsmunaleg, rökföst og vinstri heilamiðuð. Þegar ég var að vinna við greiningarefnafræði voru öll gögn dæmd og gagnrýnd til að vera akkúrat og nákvæm. Þar af leiðandi ræktaði ég þann vana að vera dómhörð og gagnrýnin. Mitt ósjálfráða svar við sjónarmiðum annarra var „ertu viss? ” „af hverju? ” „hvernig stendur á því? ” “það meikar engan sens”... Aðrir fundu tón raddar minnar á meðan ég var að tala með gagnrýnum, dómhörðum, réttlætandi og ströngum tón. Ég var algjörlega ómeðvituð og óafvitandi um neitt af þessu. Ég var svo skilyrt til að skoða hluti hvað varðar svart á hvítu, og rétt og rangt. Fyrir mig var ekkert grátt svæði eða miðjuleið. Þar af leiðandi var hugur minn alvarlegur, og hugsun mín var ósveigjanleg. Ég þrjóskaðist við mitt sjónarmið, án þess að vita að orð mín voru að skera og særa fólk og að þau hefðu neikvæð áhrif á sjálfstraust annarra og sjálfsvirðingu þeirra.
Ég mundi þegar ég var í háskóla, að ég bjó með 7 öðrum stelpum í einu svefnherbergi á stúdenta heimavist fyrir kvenkyns nemendur. Við vorum með 4 kojur fyrir 8 nemendur. Eins og þið getið ímyndað ykkur þá var svefnherbergið troðfullt enda ekki bara fyrir 8 stelpur að sofa heldur líka í námi. Það var ein stelpa sem var ekki mikið í námi, en meira í því að finna kærasta. Hún tók ekki þátt í neinu hópastarfi og eyddi öllum sínum tíma í stefnumót. Hún fór oft í rúmið á miðnætti þegar allir aðrir voru í fastasvefni. Þannig lét hún mikið í sér heyra. Þessi hegðun hennar olli reiði hjá hinum stelpunum, en henni var alveg sama þangað til ég sagði eitthvað, og hún brotnaði strax niður og fór að hágráta. Ég var í sjokki og skildi ekki hvernig orð mín höfðu haft áhrif á hana á svona djúpan hátt. Ég get ekki munað hvað ég sagði við hana, ég mundi hins vegar að ég reifst ekki við hana. Ég virkaði sem valdskona og tónninn í rödd minni var strangur. Þetta gerðist fyrir tæpum 50 árum, en enn þann dag í dag man ég eftir þessu atviki.
Þegar ég flutti til að búa hjá Margréti og Alan sem persónuleg aðstoðarmanneskja þeirra í byrjun árs 2006, Maitreya, upprennandi meistarinn Margrét var í djúpri transmiðlun, fór að hjálpa mér að breyta fast mótuðum lífsvenjum mínum. Einn daginn, við vorum að tala um kvikmynd sem ég horfði á við matarborðið okkar, sagði Margaret að hún vildi gjarnan sjá myndina þar sem hún virtist svo áhugaverð fyrir hana. Ég gerði strax neikvæða athugasemd við myndina og sagði þá skoðun mína að hún myndi ekki hafa gaman að henni. Svo hún og Alan ákváðu að fara ekki. Nokkrum mánuðum síðar var þessi mynd í sjónvarpi og hún horfði á hana fyrir tilviljun og hún naut hennar í botn. Seinna sagði hún mér að hún elskaði myndina mjög mikið. Maitreya greip þá inn og hann notaði þetta atvik til að veita mér fræðslu um hvernig skoðanir okkar sem við gefum öðrum geta komið í veg fyrir að þeir upplifi eitthvað og geti hindrað þá í að finna sinn eigin sannleika. Svo, af kennslunni hans, lærði ég að segja fólki ekki hvað það ætti að gera eða ekki gera út frá eigin forsendum, heldur hvetja það til að fara eftir eigin innsæi og finna eigin sannleika úr sinni lífsreynslu.
Önnur reynsla er að ég horfði á Alan borða hafragrautinn sinn og nota mikinn hvítan sykur. Hann setti þykkt lag af hreinum sykri ofan á hafragrautinn og borðaði hann rólega. Ég ólst upp með engan sykur eða sætindi, svo ég gat ekki trúað því sem ég sá. Í ofanálag vissi ég að Alan væri með magavandamál og ég fann að sykur ofát myndi ekki hjálpa til. Einn morguninn þegar ég horfði á hann setja sykurinn á hafragrautinn gat ég á endanum ekki annað en sagt við hann: „Þú borðar of mikinn sykur, það er ekki gott fyrir magann á þér. ” Alan bjóst ekki við að ég myndi segja þetta við hann. Hann horfði á mig með undrun. Á sekúndubroti kom Maitreya inn og miðlaði beint til mín: „Sem andleg manneskja ætti maður aldrei að dæma eða gera athugasemdir við aðra; hvað þeir gera eða hvað þeir ættu ekki að gera. ” Alan var glaðhlakkalegur á því augnabliki sem hann heyrði í Maitreya, og mér fannst ég skammast mín. Síðan, hélt Maitreya áfram, „Ef hann vill drepa sig, þá er það hans val. ” (Lol).
Af þessum atvikum lærði ég að orð mín hafa vald. Það sem ég segi getur auðveldlega haft jákvæð eða neikvæð áhrif á aðra manneskju eða annað fólk. Orð eru öflug orka og kraftur. Ef við erum ekki meðvituð og kærulaus með orðum okkar, þá getum við sært fólk auðveldlega og djúpt; við getum líka skapað karma ekki bara fyrir okkur sjálf heldur einnig stoppað aðra í að læra. Maitreya fræddi mig til að vera meðvituð um mátt orða minna. Hann kenndi okkur að miðla og segja okkar sannleika án þess að bíta í tunguna eða bæla orkuna, og að segja sannleikann okkar hljóðlega og skýrt með kærleika. Hann sagði oft við okkur: „Það er ekki það sem þú segir, heldur hvernig þú segir það. ” Svo, eftir margrar ára lærdóm með kennslu Maitreya, lærði ég að segja áður en ég tjáði minn sannleika við aðra: „Það sem ég ætla að segja er minn sannleikur eða það sem mér finnst. Þú þarft að fylgja þínum eigin tilfinningum. Það er allt í lagi ef þú ert ekki sammála mér. ” Það er mikilvægt fyrir aðra að finna sinn eigin sannleika og fylgja sinni eigin rödd þó við höldum kannski að þeir muni gera mistök, eða þau hafi rangt fyrir sér. Við erum öll að læra af okkar eigin reynslu. Með því eflum við okkur sjálf.
Orð eru lifandi orka og kraftur. Það er gjöfin sem skaparinn gefur hverju okkar til að nota til samskipta og til sjálfstjáningar. Þannig þurfum við að vera meðvituð um að nota orðin okkar skynsamlega. Við ættum alltaf að sýna varkárni við að koma með athugasemdir eða gefa öðrum skoðanir okkar, og minna okkur alltaf á að nota orð okkar til upplyftingar, hvatningar og huggunar.
„Ef þú vissir bara hvernig orð þín geta stundum verið beitt og valdið særindum þá myndir þú hugsa þig tvisvar um hvað þú segir og hvernig þú segir það, því stundum er það ekki það sem sagt er, heldur HVERNIG það er sagt. ” ~ Maitreya frá Maitreya Quotes App
https://www.maitreya.co/articles/words-have-power/...
Jean Luo
Kennsla Maitreya
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |