Skilyrðislaus ást
Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Skilyrðislaus ást

 

 

29. desember 2008

Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Hvað er ást? Ég hef skrifað um það áður á þessari vefsíðu, en það var um ást einnar manneskju til annarrar. En hvað um manneskju sem elskar þig en þú aftur á móti finnur enga tengingu við þá sál? Þetta er að gerast á hverjum degi hjá æ fleiri sálum.

Maður heldur að vegna þess að maður hefur engar minningar, skynjar ekkert og engar tilfinningar eru til staðar, að það sé ekkert þarna að takast á við. Eiga að síður, þarf eitt að vera á hreinu. Allar sálir snúa aftur til jarðarinnar til þess að takast á við fyrri lífa orku. Sumar sálir, sem eru á þeim enda sem njóta athyglinnar, hafa eigi að síður unnið þessa orku út áður en þær komu inn í lífið - kannski í öðrum lífum eða áður en hún hitti sálina sem hefur tilfinninguna fyrir þessu. Manneskjan hefur auðvitað magnaðar tilfinningar til þess sem hún hefur samband við, í sumum tilfellum er hún ástfangin upp fyrir haus, lætur kjánalega og gerir kjánalega hluti og veit ekki af hverju hún gerir það. Hin manneskjan getur ekki fundið neitt og hefur engar tilfinningar eða minningar um neitt.  Það getur verið mjög pirrandi fyrir sálina sem í hlut á.

Venjulega er lexían bara um að vera í orkunni og halda síðan áfram, kannski til þess að endurgreiða karmaskuld eða til þess að hjálpa sál. Það er allt tengt fyrri lífum. Sá sem sækist eftir þessu hefur tilfinningu fyrir því að það sé eitthvað þarna, hann/hún hefur MAGNAÐAR tilfinningar, þó að það séu engin viðbrögð frá hinum aðilanum. Oft er lexían fyrir þann sem hefur frumkvæðið að læra að elska óskilyrt og að losna út úr aðstæðunum. Ef hin manneskjan myndi bregðast við þá gæti þau ekki lært þá lexíu.  Það er þess vegna sem þau velja hvort sinn hluta í jöfnunni áður en sambandið hefst.

Þetta er allt um lexíurnar, ekki persónuna. Maður getur ekki elskað óskilyrt ef maður heldur í mjög sterkar tilfinninga frá fyrri kynnum, því það er að þarfnast. Sönn ást er nærgætin, gerir ekki kröfur, vill ekki hefna, er ekki reið, getur farið í burtu átakalaust og er fyrst og fremst algjörlega óskilyrt. Það er oft hægt að læra lexíuna miklu hraðar og auðveldar í gegnum sálina sem þau eru að hafa samskipti við, þegar engar tilfinningar eru til staðar yfirhöfuð. Ef ekki, þá myndi orkan aðeins halda áfram að endurtaka sig og engu verða ágengt. Þannig er fyrri lífa orka, þannig er lægra sjálfið sem reynir svo mikið að draga ykkur til baka inn í gömlu orkuna. Þetta ER orka, ekkert annað. Þegar sál hefur einu sinni tekist á við hana, þá er hún ekki þarna lengur, hún er farin.

Ekki örvænta þó að sá/sú sem þið elskið, svari ekki í sömu mynt.  Það er bara þannig að sálin er að gefa ykkur tækifæri til að losa orkuna frá ykkar sál svo að þið getið líka haldið áfram. Ekki láta sjálfið draga ykkur til baka með tilfinningum og ótta. Skiljið á milli og sjáið hver tilgangur þessarar upplifunar er.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur