Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

Peningar

 

12. febrúar 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Þið sem eruð á jörðinni haldið svo fast í það sem þið kallið peninga. Þeir hafa orðið að ykkar Guði. Þið óttist þá, öfundist yfir þeim, þráið þá, en samt gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að þeir eru fyrir alla ef þið þekkið reglurnar um það hvernig á að eignast þá.  

Það eru margir sem eru á andlegri braut sem segja, "Það er ekki andlegt að taka við peningum." Hvers vegna er það ekki andlegt? Ættu allir í heiminum að ganga um eins og búdda munkur með betli skálina sína? Skaparinn gaf ykkur öllum nægar orkubirgðir, en þið eruð ekki að nota orkuna rétt og þess vegna eru margir í vanda.

Umfram allt, þá takmarka margir sig með huganum. Þið segið aftur og aftur, "ég mun aldrei eiga nóg af peningum" eða einhverjar álíka neikvæðar staðhæfingar. Með því að segja þessi orð og staðfesta þau, þá eruð þið að skapa með þeim. Mörg ykkar berið með ykkur neikvæð forrit foreldra ykkar. Ótti eða áhyggjur foreldra ykkar við peninga getur orðið ykkar.

Ég hef sagt það mörgum sinnum að „verkamaður er verðugur launa sinna." Allt mannkyn er verðugt launa sinna, en margir vita ekki hvers virði þeir eru. Fyrir nokkrum árum síðan ráðlagði ég miðlinum mínum að verðleggja sig. Hún var að vinna fyrir mjög lág laun. Hún var ekki ánægð og fannst hún ekki vera að fá greitt í samræmi við það sem hún verðskuldaði. Hún nam frumspeki í mörg ár, greiddi stórar fjárhæðir fyrir bækur (sem við leiddum hana að), sem urðu síðar kennslu verkfæri.

Hún gat ekki séð þennan þátt í starfinu, vegna þess að hún valdi að upplifa gagnrýni og neikvæðni á yngri árum til þess að fá hjálp við að stjórna egóinu sem hafði verið vandamál hjá henni í mörgum jarðvistum. Faðir hennar hafði gert líf hennar erfitt með því að segja henni margoft að hún væri einskis virði, bjáni, fáviti og auli. Hún hafði ekki gott sjálfsmat. Með okkar hjálp og meistaranna auk eiginmanns hennar - tókst okkur loksins að leysa hana undan þessari vanmáttar tilfinningu og þá fyrst gat hún verðlagt vinnuna sína.

Skaparinn gaf ykkur öllum hæfileika. Það er hægt að nota þá hæfileika til að vinna fyrir sér, samt vita margir ekki hvar þessir hæfileikar liggja. Þið sjáið ekki einu sinni að þið séuð þess verðug að hafa þá. Mörgum finnst hugmyndin um að vinna fyrir góðum launum og eiga mikið af peningum ógeðsleg. Þau tala um kapítalisma, græðgi og aurasýki. Samt sem áður er hægt að leggja mat á borðið, greiða reikninga, kaupa nauðsynjar og borga ferðakostnað með peningum. Þeir er skiptimynt fyrir orku annarra hvort sem sú orka er efnisleg, huglæg, eða andleg.

Ég hef margoft sagt við fyrirspyrjendur, „ef þið hafið góðar tekjur greiðið þá tíund til einhvers sem þið hafið trúið á.“ Það gæti verið námsstyrkur til nemanda sem hefur ekki efni á að vera í skóla, eða stuðningur við barn í landi þar sem fátækt er mikil. Það gætu verið uppáhalds félagasamtökin þín eða bara að gefa þeim sem þér finnst þörf á, en gefið nafnlaust. Þannig heldur maður andlega þættinum í fyrirkomulagi hlutanna.

Verið ekki hrædd við peninga vegna þess að þeir er kjarninn í öllu lífi. Þið megið vita að mannkyn getur skapað allt sem það þarf og meira til. Hins vegar þurfið þið að biðja skaparann, vegna þess að skaparinn veit ekki hvers þið þarfnist fyrr en þið biðjið. Þið getið ekki vænst þess. Sleppið þegar þið hafið beðið, þið þurfið bara að biðja einu sinni. Hins vegar, ef þið eruð að gera þetta þá verðið þið að hafa jákvæðar hugsanir um peninga. Ef þið haldið áfram að segja, "ég mun aldrei fá peninga," þá munið þið skapa þann raunveruleika. Ef þið segið, „ég hef auðlegð í lífi mínu hvern dag," þá skapið þið auðlegð í lífinu.

Engin sál ætti að þurfa að lifa á velferðarkerfinu, á takmarkaðan hátt, eða þurfa að lifa á götunni nema þær kjósi það. Það er gnægð fyrir alla. Það er bara spurning um að biðja og svo að hafa þolinmæði til þess að sjá það verða að veruleika. Prófaðu það- þú verður undrandi á því sem gerist.

Hættið að hugsa "fátækt." En hvað ef foreldrar ykkar voru fátækir? Þið þurfið þess ekki! Þið getið átt eins mikla auðlegð í lífinu eins og þið skapið á hverjum degi með hugsunum ykkar, tilfinningum og orðum - í framtíðar veruleika ykkar. Farið að skapa það jákvæða í stað þess neikvæða. Skapið ykkar eigin auðlegð frá og með þessum degi.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
ork