Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Sálin

 

Skilaboð frá Maitreya –miðlað af Margaret McElroy

Hvað er sálin? Sálin er summa alls sem þú ert. Það er fortíð, nútíð og framtíð - eins og þú þekkir hana. Það er núið! Sálin býr í hjarta þínu, ekki í höfðinu. Sál þín finnur, andar og lifir á meðan hún er í jarðneskum líkama sem hluti af þér. Þú ert líkami, hugur og sál. Andlegi hlutinn er sálin.

Það er tilgangur hverrar sálar - eins og sáðfruman sem reynir að finna eggið - að leita eftir þroska í þessu lífi, frelsi frá jörðinni og áframhaldandi tilverulotu sem hún gengst undir. Sálin mun leiða þig til kennara, bóka og alls kyns leiða til að losa þig frá jörðinni. Oft hlustar þú ekki. Þú hlustar ekki vegna þess að þú óttast breytingar – óttast að horfa á sjálfan þig – sem er mjög mikilvægur hluti af því að halda áfram. Þú sérð að þú ert með sjálf. Það er áfast jörðinni, vill ekki sjá þig ná upprisu og vill ekki að þú vaxir. Sjálfið mun gera allt sem í þess valdi stendur til að stoppa sálina í að vaxa. Þú – líkaminn og hugurinn – eruð venjulega ekki meðvituð um þetta.

Það er sálin. Horfðu til hjarta þíns, ekki höfuðsins. Það er ekki rökfærsla, heldur hjartað. Það finnur að það er hinn sanni hluti af þér, sá hluti sem þú munt snúa aftur með til andlegra sviða. Finndu sálina og þú munt hafa fundið yndislegasta hlutann af þér. Rökfræði mun binda þig í hnúta með útskýringum.


 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur