|
Samþykki
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Einn mikilvægasti lærdómur andlegs þroska er um að SAMÞYKKJA. Raunverulegt samþykki kemur frá hjartanu, án dóms eða gagnrýni, án skilyrðinga, fordóma, tilfinningatengsla og / eða stolts. Samþykki er einfaldlega um að samþykkja alla eins og þeir eru og allt eins og það er. Samþykki er líka um að þú þurfir að samþykkja þig fyrir það sem þú raunverulegt ert. Sönn andleg manneskja skilur að allir hlutir eru fullkomnir í alheiminum, það eru engar tilviljanir. Sérhver sál er guðlegur andi. Það er fæðingarréttur hverrar manneskju. Samþykki krefst þess að þú hafir opið hjarta sanna samúð og samþykkir algjörlega að lífsferlið fyrir allt og alla sé fullkomið, eins og það er á þessari stundu. Samþykki snýst einnig um að hafa fulla trú og traust á ferli lífsins, jafnvel þó að þú skiljir ekki alltaf eða vitir ástæðuna á bak við það sem er að gerast.
Á hverju æviskeiði mun sérhver maður fara í gegnum hamingju og gleði, sorg og sút, allt er það ætlað til að hjálpa sálina að vaxa andlega og hækka í tíðni. Oft getur mótlæti stafað af einhverju sem varð til í fyrra lífi eða vegna þess að sál hefur valið þennan tíma til að vaxa. Það eru engir tilviljanir, allt er fullkomið í alheiminum. Það sem þú lendir í er það sem þú skapaðir, þú velur það allt áður en þú fæddist. Ef þú efast um þetta, líttu bara á stjörnukorts afstöðuna þína, það er allt þar.
Sérhver sál er einmitt þar sem hún þarf að vera, burtséð frá trú hennar, menningu, kynþætti, húðlit, útliti, kyni, kynhneigð, eða hvort hún fylgir þeirri lífsleið sem hún ætlaði sér, eða ekki. Það eru ekkert sem heitir rétt eða rangt, allir eru nákvæmlega þar sem þeir þurfa að vera. Fangi er þarna vegna þess að hann hefur valið það, betlarinn, milljarðamæringurinn, konungurinn, og forsetinn, og hver og einn er að læra lexíur á lífsleiðinni sinni. Þú og þú einn/ein velur, hvaða leið þú ferð, hvort þú lærir lexíuna, eða geymir hana til annars tíma eða annarrar jarðvistar. Jafnvel þeir sem þjást, upplifa harðræði, erfiðleika, veikindi eða svartnætti, þeir hafa valið þessa reynslu á sálarsviði til aðstoðar við þroskann. Þú getur ekki dæmt neinn eða neitt út frá því hvernig það lítur út á yfirborðinu, vegna þess að enginn veit hvaða lærdóm, karma eða fyrri lífa aðstæður önnur sál hefur kosið að fara í gegnum. Lífið snýst um að læra lífslexíur til að ná hærri vitund. Tilgangur sálarinnar á jörðinni er að vaxa og víkka, til að klifra enn hærra og að losa sig að eilífu af jörðinni. Ef allir væri í stöðugri sælu og hamingju án átaka eða vandræða, þá væri ekkert nám, vegna þess að það ástand leyfir ekki að lærdómur eigi sér stað. Allt sem þú lendir í er tækifæri til að breyta, til að fara út úr aðstæðum sem er staðnaðar, eða halda áfram til stærri og betri verka. Já, allt sem kemur í formi erfiðleika er blessun, bara ef þú getur séð það sem slíkt.
Reyndu að láta ekki mótlæti draga þig niður þegar þú ert að upplifa erfiðleika. Þegar það er erfiður tími, líttu á það sem vini sem geta gefið þér stiklu-steina inn í betri aðstæður. Það eru engar tilviljanir, það gerist ekkert af ástæðulausu. Það kann að vera leiðinlegt að skilja við hlutina, að halda áfram, að fara í gegnum erfiðleika (eins og þið sjáið það), upplifa vonbrigði í lífinu, en öll þessi vandamál eru að leyfa þér að vaxa, ef þú leyfir breytingunum að gerast. Eftir því sem þú berst meira gegn breytingum og lærdómi í lífinu, því meiri erfiðleikum munt þú standa frammi fyrir.
Mannkynssagan er uppfull af hvetjandi sögum þar sem einstaklingar standa frammi fyrir alvarlegum erfiðleikum og snúa þeim upp í mjög jákvæðar umbreytingar. Næst þegar þú upplifir erfiðleika eða þrengingar, í stað þess að segja: "Hvers vegna ég?" Spyrðu þá sjálfan/sjálfa þig: "Hvaða dásamlega niðurstaða mun koma út úr þessu?" og láttu það gerast. Jákvæð niðurstaða mun gerast! En, þú þarft að stíga til hliðar og leyfa því að gerast. Einfaldlega samþykkja fólk sem kemur inn í líf þitt sem blessun og samþykkja að allt sem þú lendir í sé frábært tækifæri fyrir sálarþroskann. Ef þú getur gert þetta, þá getur þú í raun og veru séð í gegnum blekkinguna og opnað andlegu augu þín.
Þegar þetta kort birtist í lestrinum þínum, er alheimurinn að gefa þér skilaboð um að líta í kringum þig og sleppa því sem er að angra þig. Einfaldlega með því að samþykkja manneskjuna eða aðstæðurnar eins og þær eru, án dóms eða gagnrýni. Hafa trú og treysta því að allt sé fullkomið og allt muni fara vel.
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|