Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Sannleikur

 

22. mars 2009

Boðskapur Maitreya - miðlað af Margaret McElroy


Viðfangsefni sannleikans er mjög áhugavert efni vegna þess að það spyr margra spurninga. Til dæmis „hvað er sannleikur?“ Bara orðið „sannleikur“ getur haft mismunandi merkingar í orðabókum. Sannsögli þýðir að tala ekki lygi og hvað er lygi? Lygi getur verið sannleikur eins manns. Þetta kann að hljóma eins og kínversk þraut en það sem eykur talsvert á vandann er að mannkynið hefur ekki grandskoðað, merkingu „sannleikans.“

Hver einstaklingur hefur sinn sannleika. Sannleikur Margretar sem miðlar mér er bara hennar og getur verið frábrugðin sannleika Alans eiginmanns hennar. Ef þetta er svona, hvaða sannleikur er þá réttur? Sannleikur þeirra beggja er réttur, vegna þess að þau sjá bæði sannleikann, en hvert á sinn hátt. Það er mikilvægara að vera heiðarlegur en vera sannsögull því þegar maður er heiðarlegur er maður sannur sjálfum sér.

Þið getið hvert og eitt horft á mynd á vegg og ekkert ykkar sér sömu mynd og aðrir. Einn horfir kannski á myndina og talar um að ljósið í myndinni sé of skært. Annar tjáir sig um skygginguna, eða að olíulitirnir séu ekki réttir. Þú sérð myndina eins og ÞÚ sérð hana - ekki eins og aðrir sjá hana - og þar liggur munurinn.

Engin manneskja á jörðinni getur haldið því fram að hún viti sannleikann vegna þess að sannleikur eins karls eða konu getur verið heimska í augum annarra. Engin  manneskja getur alltaf haft rétt fyrir sér því hún hefur rétt fyrir sér eins og HÚN sér það, ekki eins og önnur manneskja sér það. Ef önnur manneskja er sammála þessum sannleika þá er það gott, en það er ekkert rangt að sjá eitthvað á annan hátt. Ef þú heimtar að einhver manneskja taki við þínum sannleika, þá ertu með yfirgang við hennar frjálsa vilja. Hún verður að sjá viðfangsefnið sjálf og taka sínar eigin ákvarðanir. Ákvörðunin getur verið að samþykkja ekki þinn sannleika. Þið eruð orðin sauðir á jörðinni og viljið ekki fylgja ykkar eigin sannleika heldur taka sannleika annarra sem ykkar eigin.

Það er ásetningur okkar með hærri orkutíðni á jörðinni að gera þér kleift að fara að verða þú sjálf/sjálfur, að sjá þinn eigin sannleika. Þó að einhver annar trúi því kannski ekki, þá er það þinn sannleikur. Þegar maður samþykkir sannleika annarra, þá klippir maður á innsæis virkni og einnig á sinn EIGIN sannleika. Þegar þú samþykkir þinn eigin sannleika, þá verður þú sá einstaklingur sem þér er ætlað að vera.

Svo miklar deilur og stríð hafa orðið vegna þess að ein manneskja stendur á sínum sannleika! Hversu oft hefur þú valdið vinum þínum og fjölskyldu sorg vegna þess að þú heldur fram þínum sannleika? Hvers vegna geturðu ekki sætt þig við að þið eruð öll einstaklings tíðni?  Hvert og eitt ykkar er öðruvísi en aðrir. Jafnvel eineggja tvíburar eru ekki eins heldur hafa mismunandi persónuleika og tíðni. Þegar þú samþykkir þinn eigin sannleika og viðurkennir annarra sem þeirra - án rökstuðnings eða ágreinings - þá verðurðu uppljómaður/uppljómuð vegna þess að þú lyftir þér upp fyrir sauðina. Aðeins með því að gera þetta og aðskilja sig frá sannleika annarra getur maður sannarlega breytt jörðinni.

Maitreya

 

 

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur