Sársauki
Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroyÞú grætur hástöfum yfir þjáningu og sársauka og þú segir: „Guð, af hverju gerir þú mér þetta, ég er góð manneskja,sem reyni að hjálpa öllum og vera góð." Samt veist þú ekki hvað þú hefur gert öðrum í öðru lífi og ef svo er, þá getur þetta verið tími endurgjalds. Allt sem þú sáir, munt þú á endanum uppskera. Það var einu sinni maður sem gerði fólki skelfilega hluti í lífinu sínu. Hann græddi fé, borgaði ekki skatt og deildi gróðanum ekki með öðrum. Hann bar fólk út af eignum sínum af því honum líkaði einfaldlega ekki við það. Hann kom fram við eiginkonu sína sem þræl, og aðra fjölskyldumeðlimi lét hann vinna eins og uxa sem draga plóg. Hann iðraðist ekki og sýndist ekki þjást í því lífi. Hann efnaðist vel og dó mjög auðugur. Jafnvel áður en hann dó hafði hann gert ráðstafanir til þess að fjölskylda hans myndi ekki fá auðinn. Í næsta lífi fannst honum hann vera mjög fátækur, hann var marg borin af landareignum sem hann leigði. Komið var fram við hann og fjölskyldu hans verr en dýr þegar þau voru að vinna og gat hann ekki skilið af hverju. Hann kallaði að lokum á Guð og spurði: „Af hverju þjáist ég og fjölskylda mín á þennan hátt? Ég reyni að vera góð manneskja, en ég get ekki þolað meira af þessum sársauka og þjáningu.” Hin guðlega sál sýndi honum í draumi hvaðan sársaukinn og þjáningin voru upprunnar og hann skammaðist sín. Hann sá öll verk fyrra lífs síns og var harmi slegin að sjá að það sem hann var að upplifa í núverandi lífi, var það sem hann hafði efnt til í því síðasta. Þetta er þó ekki eina ástæðan fyrir sársauka og þjáningu. Margar sálir kjósa að þola sársauka, missi, hryggð, veikindi og aðra sársaukafulla hluti til að gera sér kleift að þroskast eða læra af þeirri reynslu til að geta hjálpað öðrum. Sál getur verið betri vímuefna ráðgjafi af því hann hafði verið eiturlyfjaneytandi sjálfur og hefur þjáðst vegna þess. Allt það sem þú þjáist útaf og er sárt, er vegna þess að þú valdir að ganga í gegnum það. Þú ert annað hvort að endurgreiða karma, eða að læra lexíur til að hjálpa sjálfum þér og öðrum. Þegar þér finnst þú þjást spurðu sjálfa þig af hverju það er? Leyfðu sjálfum þér að vera í næði svo að þú heyrir svarið. Vertu viss, ÞÚ valdir þetta, engin lætur þig upplifa þetta. Þetta er þitt eigið val. Allur sársauki og þjáning er orsök og afleiðing. Ef þú lítur á það jákvæða í sársauka þínum og þjáningu, þá virðast þetta ekki vera svo miklar byrðar að bera. Þegar þú byrjar að líta á það jákvæða þá finnur þú að vandamálið mun hverfa eða minnka. Við, lávarðar karmans, upprisnu meistararnir, hjálpum hverju ykkar að velja endurfæðingu ykkar. Við ásamt skaparanum/guðlegu sálinni hjálpum ykkur að velja lexíur fyrir það líf sem þið eruð að hefja með því að sýna ykkur skýrslu af verkum ykkar sem þið þurfið að takast á við. Stundum segjum við, við ykkur, „þér mun finnast þessar aðstæður of erfiðar, þér gæti fundist að þú komist ekki í gegn um það.” En þið virðið okkur að vettugi og finnið ykkur svo í skelfilegum sársauka og þjáningu, grátandi á hjálp af því að ykkur finnst þetta of erfitt. Guð skaparinn/guðlega sálin er ekki ábyrgur fyrir sársauka ykkar og þjáningu, þið eruð það. Þegar þið hafið gert ykkur grein fyrir því, þá verður þetta ekki eins mikil byrði og það líður fljótt hjá. Það eru engar tilviljanir. Allt sem þú gerir er þitt val. Aðeins þegar þú hefur endurgoldið skuldir þínar og lært lexíur þínar, ert þú laus við sársauka og þjáningu. Það er hægt að gera í einni endurfæðingu, eða mörgum. Þú getur byrjað núna með því að líta yfir aðgerðir þínar og fara að lifa lífi þar sem þú skapar ekki neikvætt ástand, en vinnur aðeins að því æðsta besta í öllu sem þú gerir. Þitt er valið.
Maitreya
Beint á síðu http://maitreya.co © Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|
|||||||||||||||||||||