|
Skilyrðing
12. maí 2009
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Oft heyri ég fólk segja: „Æ, ég hef losnað við skilyrðingarnar mínar,“ en í raun hefur það ekki gert það. Skilyrðingar eru nefnilega ekki aðeins það sem hefur verið þvingað upp á okkur af foreldrum, vinum og samfélaginu. Þær liggja einnig djúpt í undirmeðvitundarkerfum okkar.
Allt ykkar líf hafið þið verið mötuð af hugmyndum um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Mjög sjaldan hafið þið fengið raunverulegt svigrúm til að taka ykkar eigin ákvarðanir.
Þetta kallast skilyrðing. Þið voruð mötuð á henni frá því augnabliki sem þið voruð fær um samskipti og líklega er enn verið að mata ykkur á henni, á einn eða annan hátt.
Þegar þið eruð orðið fullorðin hafið þið tekið inn fjölda undirmeðvitundar skilyrðinga sem þið voruð ekki meðvituð um. Þetta gerðist einfaldlega með því að hlusta ómeðvitað á fólkið í kringum ykkur, sérstaklega foreldra og forráðamenn.
Einn daginn, þegar ég var úti með miðlinum mínum, brá mér að heyra konu kalla í dóttur sína á niðrandi hátt. Þegar barnið svaraði ekki kallinu, þar sem hún var í sínum eigin litla heimi, kallaði móðirin hana „Dúmbó“. Barnið hlýtur að hafa verið kallað þessu nafni oft, því hún svaraði samstundis.
Hún mun ekki átta sig á mikilvægi slíks orðs fyrr en hún verður eldri og þá mun skaðinn þegar hafa átt sér stað. Barnið skilur ekki að verið sé að lítillækka það, en í hvert sinn sem hún er kölluð þessu nafni (rétta nafnið hennar er Lucy) festist það í undirmeðvitund hennar.
Móðirin var mjög æst kona og þar sem barnið er stöðugt í návist hennar er afar líklegt að hún gleypi í sig orku móðurinnar. Hún mun jafnvel taka inn æsinginn og spennuna, án þess að verða meðvituð um það, því þetta gerist á undirmeðvitundarstigi.
Þannig er mögulegt að þið verðið ykkar eigin móðir, faðir eða forráðamaður vegna þess að hugsanakerfi þeirra verður að ykkar, ótti þeirra verður ykkar og neikvæðni þeirra færist yfir á ykkur.
Skilyrðing er djúpt inngróin. Hún verður til vegna þess að sálum er oft hvorki leyft né gert kleift að vera þær sjálfar, taka eigin ákvarðanir og fara sína leið. Þegar þið fáið tækifæri til þess og nýtið það í raun þá finnið þið sál án skilyrða, sál sem er í sönnum samhljómi við alheiminn.
Það er dásamlegt að hreinsa skilyrðingar úr sálinni. En hvað með allan undirmeðvitundar óttann, efasemdirnar og mynstrin sem hafa verið grafin þar inn? Það er einmitt það sem þið þurfið að verða meðvituð um.
Þegar þið öðlist þessa meðvitund getið þið sannarlega orðið þið sjálf.
Maitreya.
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|