|
Skólinn
1. júní 2011
Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Þið hafið komið á jörðina til þess að sækja skóla. Já, jafnvel þó að þið séuð fullorðin, jörðin er skóli og þar eru kennslustofur og kennarar. Það er kennslustund í sérhverri skólastofu. Í stað þess að þið lærið stærðfræði og ensku, vísindi og íþróttir, eru lexíurnar í skólanum, þolinmæði, að sleppa ótta, skilningur, samúð, o.s.frv. Þið eruð öll nemendur að læra um lífið sjálft og hvernig á að spila leikinn, vegna þess að lífið er leikur og þegar þið hafið lært hvernig á að spila þessa leiki, þá verður lífið miklu auðveldara.
Það sem þið lærið í þessum skóla er það sem þið hafið valið áður en þið fæddust. Hver einstaklingur hefur mismunandi lexíur, það lærir engin það sama. Kennararnir eru fólkið sem kemur inn í líf ykkar og með nærveru sinni sýna þau ykkur eitthvað sem þið viljið kannski ekki sjá eða hluti sem þið viljið forða ykkur frá. Ef þið hlaupist á brott frá kennaranum vegna þess að ykkur líkar ekki við þá eða óttist þá, þá munu koma aðrir kennarar inn í líf ykkar, vegna þess að það er ekki persónan sem er mikilvæg, heldur lexían. Stærsta lexían sem maður getur lært er aðskilja sig frá því efnislega og takast á við vandamálin. Hvort sem það eru börn, foreldrar, vinir, eða hlutir, þá er aðskilnaðurinn lykillinn að því að ná lexíunni. Maður getur ekki lært um lífið þegar maður er tilfinningalega flæktur í sínum eigin eða annarra vandamálum. Þegar maður hefur aðskilist og er laus við tilfinningar þá og aðeins þá getur maður öðlast meira innsæi og fengið svörin við þeim vandamálum sem maður gat ekki séð áður.
Þið sjáið oft ekki kennarana í lífi ykkar vegna þess að þið eruð ekki þjálfuð til þess að taka eftir þeim. Miðillinn minn hafði marga kennara sem voru með sól í vatnsbera og í mörg ár gat hún ekki séð að þeir voru með henni til þess að kenna henni að aðskilja sig tilfinningalega. Það var móðir hennar, fyrsti kærasti og fyrsti eiginmaður hennar var vatnsberi og vatnsberi var rísandi merki hjá eiginmanni hennar númer tvö. Það var ekki fyrr en hún var með manni númer tvö sem hún gerði sér grein fyrir að hann var kennari fyrir hana. Hún gat ekki séð það fyrr en eftir meira en 50 jarðar ár. Hvernig fólk heldur þú áfram að laða inn í líf þitt? Hvaða sólarmerki virðast þú laðast að? Taktu eftir því hvað sólarmerkið táknar og þú munt sjá eina af lexíunum þínum.
Það eru líka fleiri menntaðir kennarar. Þetta er fólk sem hefur lært stjörnuspeki og hefur jafnframt innsæi. Þau hafa fengið ákveðna þekkingu til þess að gera ykkur kleift að læra um ykkur sjálf og lífsáætlun ykkar og það getur hjálpað ykkur að fara hraðar í gegnum lærdóminn. Það er fullt af fólki sem fæðist og deyr án þess að vita um skólann og kennarana. Þið hættið aldrei að læra. Frá fæðingu til dauða, lífið er skóli. Sumir þurfa að endurtaka ákveðin viðfangsefni aftur og aftur, oft þurfa þau að gera þetta á mörgum mannsöldrum áður en þau klára þann lærdóm sem þau koma með. Það er ekki auðvelt, en þegar maður hefur lært það, þá þroskast maður og þegar búið er að ná lexíunni þá er hún mjög sjaldan endurtekin.
Spurðu sjálfa/n þig: "Hverjar eru mínar lexíur á þessari jörðu? Hvað er ég að læra hérna? "Þegar þú hefur svörin, þá og aðeins þá getur þú snúið aftur heim til þíns sanna heimilis með okkur. Það er þekkt af mörgum sem himnaríki, andlegi heimurinn "annar heimur," en hvað sem þú kallar það, þá kemur þú heim og þarft aldrei að fara aftur á jörðina. Það er þess virði að læra og þurfa aldrei að fara aftur.
Maitreya
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|