|
Snerting og náin samskipti
27. janúar 2010
Skilaboð frá Maitreya miðlað af Margaret McElory
Mörg ykkar hafið engin persónuleg tengsl, húð ykkar eða líkami er aldrei snertur af öðrum. En líkaminn þráir að vera snertur, faðmaður, haldið utan um, elskaður. Flestir hafa orðið svo fastir í því að hleypa engum nálægt sér, þið hafið gleymt þeirri tilfinningu að vera snert.
Maður getur snert aðra án þess að það sé kynferðislegt. Maður getur snert aðra án þess að það sé ásetningur á bak við það. Snerting er mikilvægasti hluti lífsins. Það að vera snert af öðrum hvort sem það er í nuddi, af maka, eða vini, er svo nauðsynlegt til að þið lærið að snerta hvort annað. Þið getið ekki haldið áfram á lífsleiðinni ef þið lærið ekki að sleppa öllum hömlum eða ótta sem lúta að persónulegum tengslum og því að snerta aðra. Þið staðnið eins og laug með gömlu vatni, orkan verður óhreyfð innra með ykkur og staðnar og deyr.
Snerting er hluti af vígsluferli andlegs þroska. Þegar þú leyfir öðrum að snerta þig, þá opnar þú hjartastöðina þín og það er hægt að upplifa tilfinningar og skynja. Hvort sem það tengist vináttu, ást, eða kynferðislegu sambandi, þá er það grundvallar þáttur lífsins og það tengist líkams orku ykkar. Sá ekki er snertur verður eins og blóm sem er án vatns. Blómið biður alla sem fara framhjá um vatn, en enginn vökvar það. Það er það sem líkami ykkar gerir, hann grátbiður um að vera snertur og samt neitið þið honum um það vegna ótta, eða vegna þess að þið óttist að verða særð, eða þá að ykkur finnst rangt að snerta aðra, sérstaklega þá sem eru af sama kyni! Þeir sem eru snertir reglulega annað hvort vegna ástar, vegna kynferðislegs sambands, nudds, eða jafnvel af vini með reglubundnu faðmlagi eru þeir sem geisla og finnst þeir vera lifandi, vegna þess að þeir hafa nært sálina sína með því að leyfa þetta persónulega samband.
Þið megið vita að meistara stig snýst ekki um meinlætalifnað, erfiðleika, eða sársauka. Allir sem sækjast eftir að ná meistarastigi þurfa að læra að sleppa óttanum vegna persónulegra samskipta og leyfa sér að snerta og að vera snert. Þá mun sálin upplifa ánægju. Nærið líkamann með nærgætni og umhyggju í gegnum snertingu, og þú ert að næra sálina.
Maitreya.
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|