Spegill
Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Speglar

 

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Þið eruð öll speglar fyrir hvort annað, það sem þið sjáið í öðrum sem ykkur líkar ekki, eða sem pirrar ykkur, er það sem þið þurfið að skoða innra með ykkur. Það er þáttur í ykkur sjálfum sem er verið að vekja athygli ykkar á, það er að segja "sko, þetta er það sem þú þarft að sjá" en oft eruð þið svo hrædd að þið annaðhvort útilokið manneskjuna úr návist ykkar, eða þið flýið frá henni.

Mörg ykkar sem eruð heilarar, kennarar, spámiðlar, meðferðaraðilar miðlið oft svo mikilli andlegri orku að þetta eykur stærð spegilsins, þið veltið fyrir ykkur af hverju ykkur líkar ekki við manneskjuna, þegar í raun og veru þá eruð það þið sem ykkur líkar ekki við. Stóri maginn þeirra á undirmeðvitundar stigi minnir ykkur á ykkar eigin. Hávær hlátur þeirra er ykkar, vandræðaleg framkoma þeirra, speglar ykkar. Þið eruð að horfa á ykkur sjálf og áttið ykkur ekki á því.

Oft hlæið þið að öðrum eða gerið grín að einhverju um þá. Þið gerið ykkur ekki grein fyrir því að þið eruð að gera ykkur sjálfum þetta. Hugsaðu um þá sem ykkur líkar ekki, hvað er það við þá sem ykkur líkar ekki? Það er það sem þið þurfið að skoða innra með ykkur.

Þar til þið getið skilið að þið eruð spegill og að í öðrum sjáið þið spegilmynd af sjálfum ykkur, munið þið halda áfram að hrasa í gegnum lífið, án stefnu, ekki meðvituð um hvað það er sem þið þurfið að skoða. Samt er það beint fyrir framan ykkur en þið sjáið það ekki – þið sjáið það ekki vegna þess að þið viljið það ekki. Samt er manneskjan sem er spegillinn að segja "horfðu á mig, ég er að reyna að segja þér eitthvað, sérðu ekki" en þú ert í ótta eða afneitun og getur ekki gert þetta.

Næst þegar þér líkar ekki eitthvað við einhvern skaltu spyrja sjálfa/n þig hvað það er sem ég vil ekki sjá í sjálfum/sjálfri mér. Þú verður þá nær uppljómun og að vera laus við jörðina að eilífu.

Maitreya



Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 


Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur