Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Spurningar

 

 

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Af hverju spyrjið þið svona mikið? Ég skal segja ykkur það. Það er lægra sjálfið sem spyr. Æðra sjálfið hefur öll svörin og munu koma með þau þegar þeirra er þörf. Samt þarf lægra sjálfið að vita hvernig, hvers vegna, hvað, hvenær. Þegar þið spyrjið, þá stoppið þið flæði innblásturs frá æðra sjálfinu. Ef þið vilduð bara halla ykkur aftur og slaka á, leyfa huganum að vera kyrrum, þá koma svörin. Hvert ykkar hefur svör lífsins hið inni með sér. Hvert ykkar hefur tengingu við almættið eða Guð eins og þið þekkið þessa orku. Þið getið hins vegar ekki fengið svörin frá uppsprettunni vegna hugans - vegna rökfærslna.

Lægra sjálfið er tengingin við sjálfs verndunina. Það elskar þægindasvæðið, það vill ekki breytast svo að það býr til fjöldann allan af spurningum til þess að hindra ykkur í þroskaferlinu. Það mun líka búa til fullt af afsökunum fyrir því að þið eigið ekki að halda áfram á þroskabrautinni og mörg ykkar hlusta og fylgja því eins og sauðir. Þegar þið eruð ekki að spyrja, heldur treystið því að alheimurinn muni leiða ykkur þangað sem þið þurfið að fara og láti ykkur vita hvað þið þurfið að gera, þá er það sönn trú. Lægra sjálfið mun hins vegar segja: „Af hverju eruð þið ekki að gera þetta?“ „Hvenær ætlar þú að gera þetta?“ „Þú hefur ekki efni á þessu.“ o.s.frv. En æðra sjálfið mun segja: „Leyfðu mér að færa þér það. Hallaðu þér aftur, slakaðu á, ekki hafa áhyggjur, það mun gerast.“ Þegar það gerist og þú leyfir því að gerast, þá ert þú sannarlega í því andlega.


Maitreya.

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur