Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

Þögn

 

Boðskapur Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Af hverju óttist þið þögnina? Þið búið í hávaðasömum heimi. Það er mjög lítið um kyrrð í lífi ykkar. Í þögninni getið þið hlustað á sálina. Í þögn getið þið talað við guð. Þetta þýðir ekki að þið þurfið að sitja þegjandi, stíf og upprétt. Nei, það er um að vera meðvituð um kyrrðina og að vera ekki hrædd við hana.

Þegar þið eruð þögul þá þurfið þið virkilega að skoða málin í kringum ykkur. Ef þið eruð á andlegri braut þá er kominn tími fyrir sálina að sýna ykkur hvað þarf að skoða, það getur verið hégómi, reiði, gremja og egó svo eitthvað sé nefnt. Þegar þið eruð þögul þá getið þið séð þetta í allri sinni dýrð.

Einu sinni átti miðillinn minn vinkonu sem gat ekki verið kyrr. Hún fann sér eitthvað til að gera hverja einustu mínútu dagsins. Hún vildi vera andleg, samt vildi hún ekki gefa sér neinn tíma til íhugunar eða að sitja róleg og leyfa sálinni að tala við sig. Einn daginn veiktist hún svo mikið að hún neyddist til að fara í rúmið. Hún gat ekki hreyft sig í marga daga og á þessum tíma var hún í þögn mest allan tímann. Í þögninni talaði sálin hennar við hana. Þetta skapaði heilun innra með henni sem stóð í marga daga, meira en hún bjóst við. Hún upplifði reiði, sársauka, særindi, gremju, en fyrir hana var þetta hreinsun, sem losaði líkama hennar við fasta neikvæða orku. Hún grét heilunar tárum.

Hún tekur núna þrjátíu mínútur á hverjum degi til að sitja þegjandi og hlusta á sál sína. Hún veit að ef hún gerir það ekki gæti hún neyðst til að leggjast í rúmið eins og áður.

Að sitja þegjandi þýðir ekki að maður þurfi að verða eins og búdda munkur eða nunna. Það er samt gott fyrir ykkur að vera í þögn. Þið getið lesið bók eða gert eitthvað á heimilinu, eða farið í göngutúr, en það þarf að vera í þögn, ekki tala við neinn heldur hlusta á það sem kemur upp í vitundina frá sálinni. Eftir því sem tíminn líður þá munið þið komast að því að sálin byrjar að tala til ykkar og upplýsa ykkur um það sem er nauðsynlegt fyrir ykkar þroska. Ef þið eruð ekki hrædd og leyfið skilaboðunum að koma, þá munu verða mikil heilun innra með ykkur.

Þegar maður situr kyrr í þögn í fyrsta sinn þá verður sjálfið óþolinmótt og mun líklega vilja hreyfa sig eða reyna að tala við ykkur. Hunsið þetta. Einbeitið ykkur að fallegu umhverfi eins og að ganga í skógi með furutrjám, þar sem er svalt og hressandi, á heitu sumarsíðdegi.  Þið getið líka siglt á bát á stöðuvatni og siglt út í eyju þar sem ríkir algjör friður. Búið til ykkar eigin senu þar sem þið getið verið í kyrrð og ró. Með því að gera þetta daglega getur maður loksins hlustað á sálina.


Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur