Þunglyndi
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory Hvað er þunglyndi? Þunglyndi er aðferð líkamans til þess að takast á við breytingar, bældar tilfinningar og streitu. Það er algjörlega eðlilegt að finna til depurðar og maður ætti að reyna að komast í gegnum þessar tilfinningar þegar þær koma upp. Hinn mennski líkami er vanur því að gera hlutina á ákveðinn hátt en þegar breytingar verða geta þær breytingar valdið verulegu uppnámi. Það sama á við um bældar tilfinningar, líkaminn þarf að takast á við þær þegar þær koma upp á yfirborðið. Oft er þörf á því að gráta, en það er bælt niður vegna þess að það er ekki „eðlilegt.” Það kemur stundum fyrir að líkaminn verður ofhlaðinn vegna streitu, manneskjunni finnst hún vera ósigrandi og heldur áfram að keyra sig áfram. Það kemur að því að hún verður að stoppa og þá fer allt í uppnám. Þunglyndi getur líka komið upp vegna þess að það er ekki verið að fylgja gamla mynstrinu lengur, þið eruð að ganga í gegnum breytingaferli, en líkaminn veit ekki hvernig á að bregðast við því. Óttist ekki þegar þið finnið fyrir depurð. Depurðin er þarna til þess að hjálpa ykkur að skoða líf ykkar og hvernig þið eruð. Biðjið þá í andlega heiminum að hjálpa ykkur að finna svörin, þið fáið svörin ef þið spyrjið. Leyfið öllu að koma út sem þið finnið fyrir, hvort sem það eru tilfinningar, (reiði, vonbrigði, ótti o.s.frv.) streita, eða bara losun. Óttist það ekki, vegna þess að þetta er til þess að hjálpa ykkur að hreinsa það sem þið hafið ekki lengur þörf fyrir. Ef þið notið lyf til þess að hjálpa ykkur finnið þá einhvern sem getur hjálpað til við að finna orsökina fyrir þunglyndinu. Þið getið líka hugað að náttúrulyfjum til þess að hjálpa ykkur. Munið að þetta er hin náttúrulega aðferð til hreinsunar. Maitreya.
Beint á síðu http://maitreya.co © Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
||||||||||||||||||||||