Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Tilgangur sálarinnar

 


Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Ég var spurður að því um daginn af hverju það væru engar bækur skrifaðar um andlegan þroska. Það eru til bækur í heiminum í dag um þetta efni, en margar af þeim eru ekki lesnar vegna þess að sjálfið mun gera sitt besta til  þess að hindra að þið lesið þær.

Tilgangur sálarinnar á jörðinni er að vaxa.
Sálin hefur lifað mörg líf og er að vinna að því losa sig út úr viðhengjum, löngunum, græðgi – öllum þeim tilfinninga böndum sem binda mörg ykkar við jörðina. Það er um trú, það er um traust, það er um að gefast upp gagnvart æðri mætti. Já, það er um að sleppa sjálfinu. Æðra sjálfið mun ávallt leiða ykkur til þess örugga og má ég segja, til betra lífs og betri aðstæðna. Það vill ekki að þú lifir á neikvæðan hátt. Það stjórnar ekki heldur, en það bendir á æðri leið.

Æðra sjálfið hefur öll svörin, en sjálfið heldur áfram að vera í veginum. Tilgangur sálarinnar er að vinna bug á sjálfinu þannig að maður geti upplifað þá kyrrð og friðsæld sem er algjör kærleikur frá hinu guðlega og að allt sem þú þarfnast muni koma til þín.  Það er verður engin barátta, engin ótti, engin þrá - bara fullvissa um að allt sem þú þráir verði þarna. Oftast verður til ennþá meira en þú þráir.

Það er ekki auðvelt að gera þetta og leiðin er grýtt og hörð. Þeir sem munu gera það munu finna yndislega leið lífsins.  Þeir hafa einnig þá vitneskju að það verði ekki fleiri endurfæðingar, að tíma þeirra á jörðinni sé lokið.

Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur