|
Tímahugtakið
3. maí 2003
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Þið sem búið á jörðinni eruð svo upptekin af tímanum. Þið eruð alltaf að fylgjast með tímanum allt ykkar líf. Það að vera alltaf að fylgjast með tímanum er svo alvarlegt að það kemur í veg fyrir að þið njótið lífsins eins og það ætti að vera. Ímyndið ykkur bara ef það væri engin tími. Sérhver sál myndi falli inn í hrynjanda líkams klukkunnar, hinum náttúrulega hrynjanda líkamans/sálarinnar væri leyft að blómstra og sýna sínu réttu eiginleika. Það voruð þið sem funduð upp á tíma, ekki við í andlega heiminum, vegna þess að í andlega heiminum er í raun engin tími. Sérhver sál fylgir eigin hrynjanda og finnur með því jafnvægi hið innra.
Reyndu að lifa einn dag í tímaleysi, þú verður undrandi á hversu miklu meiri tíma þú hefur! Fótónu orkan, er ekki bara að skapa breytingar á tíma eins og við þekkjum hann, það er líka að gera okkur meðvituð um tíma og er að neyða okkur til þess að breytast. Líkaminn hefur sinn eigin hrynjanda, þið völduð þennan hrynjanda fyrir ykkar einstöku orku. Einstaklingseðli ykkar.
Þú getur breytt venjum þínum með því að horfa ekki svona oft á klukkuna, með því að leyfa líkamanum að fylgja eðlilegu flæði. Reynið það þegar þið hafið smá frítíma, eða eruð í fríi, þið munið taka eftir breytingu.
Maitreya.
Kennsla
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|