|
Virðing fyrir öllum trúarbrögðum
Maitreya -miðlað af Margaret McElroy
Það eru mörg trúarkerfi á jörðinni sem tengjast guði, hvert þeirra er það sem fólk þarf á að halda á þeim tíma í lífi sínu. Það eru sumir sem hylja líkama sinn frá toppi til táar í svörtu, að undanskildum augunum til þess að sjá; til eru þeir sem lifa lífinu án rafmagns og eru sniðgengnir í samfélagi sínu þegar þeir fara í burtu úr því samfélagi og trúarbrögðum. Það eru sumir sem hafa margar konur; það eru sumir sem biðjast fyrir á öðrum degi en flestir hinna kristnu og það eru einnig margir söfnuðir í kristinni kirkju.
Það er sama á hvaða hátt þau biðjast fyrir þetta er þeirra leið til þess að eiga samskipti við guð eins og þau trúa að sú orka sé. Hver og einn hefur mismunandi sýn á guð. Engin tveir/tvær sjá sama guðinn, en þau fylgja kenningum trúar sinnar og gera það besta sem þau geta í sínu trúarkerfi. Vegna þess að þau tilbiðja á annan hátt en þú ætti ekki að valda þér áhyggjum, það er þar sem þau eru stödd í lífi sínu, sum munu breyta trúnni í þessu lífi eins og miðillinn minn, aðrir munu halda í sína trú til dauðadags, en hvað sem þau gera, þá hafa þau trú. Já, það eru til þeir sem hafa trú sem hefur brenglað orðum guðs, eða spámanna sinna en þeir eru líka þar sem þeir þurfa að vera.
Að hafa trú gerir líf manns auðveldara, því að það er traust á guði og þátttaka í samfélaginu. Það þarf ekki að óttast guð! Mörg trúarbrögð hafa þó þá trú það eigi að óttast guð; guð þarf ekki að óttast! Orkan sem er guð er ekki um tilbeiðslu, né að óttast, það er orka sem sér allt, skilur allt og veit hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Það er skilyrðislaus ást á þér, miskunnsemi við þjáningar þínar. Hann/hún dæmir ekki eða gagnrýnir, og honum/henni þykir vænt um þig.
Þegar þú hefur líflínuna, og trúna og hefur trú á þeirri líflínu, þá er eins og að þú hafir vernd þrátt fyrir alskonar þjáningar sem þú ferð í gegnum. Þú velur þá þjáningu sem hluta af lífsáætlun þinni, þú velur það að læra og vaxa í gegnum aðstæður sem þú þarft til að læra af, eða frá fyrri lífsreynslu sem enn er ólærð. Ef þú ert með trúkerfi, og trúir á guð, þá hefur þú uppsprettu huggunar. Auðvitað mun sjálfið gera allt sem það getur til að letja þig, en sjálfið dvelur ekki lengi. Það vinnur sitt verk við eyðileggingar og limlestingar og síðan fer það og skilur ykkur eftir til að vinna í gegnum vandamálið. En yfirleitt mun, guð, orkan, skapa aðstæður til að koma þér aftur til þinnar trúar.
Miðillinn minn varð fyrir því að vera svívirt í fjölmiðlum og það varð til þess að nokkrir vinir hennar sniðgengu hana. Sjálfið hennar kom inn og sagði henni að hún væri á rangri leið, hún ætti hún að hætt við það sem hún trúði á og fara nýja leið. Daginn eftir sendi alheimurinn til hennar tölvupóst frá fólki sem hún hafði hjálpað. Einhver sendi henni blóm; hún gat þar með séð þá frábæru vinnu sem hún var að gera og ákvað að gera það sem hún var að gera þrátt fyrir mikinn þrýsting sem hún fann fyrir á þeim tíma. Hún vissi að sú leið sem hún hafði valið var rétt!
Undanfarin 30 jarðar ár höfum við sent ykkur kennara, skilaboð og samskipti sem hafa sagt ykkur að sleppa sektarkennd, ótta, efa og skömm og að vera meðvituð um að guð elskar ykkur, sama hvað þið hafið gert. Þú ert sú/sá eina/eini, eða ætti ég að tilgreina sjálfs hlutann af þér sem dæmir og gagnrýnir. Guð vill sjá þig áorka og vaxa. Sama hvaða trúarkerfi þú hefur, skilja og virða viðhorf annarra. Þau sem tilbiðja á annan hátt eru þar sem þau þurfa að vera á þeim tíma, þó það sé ekki það sem þú óskar þér. Þið eruð öll á leið, á andlegu ferðalagi, jafnvel þó að þið séuð trúleysingjar; lifið ykkar eigið ferðalag og leyfið öðrum að lifa sínu án þess að dæma eða óttast!
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|