|
Flæðið sem laðar til þín í lífinu
Pamela Kribbe - miðlar Jörðinni
Kæru konur og menn,
ég er jörðin. Ég heilsa þér með hjarta mínu, hjarta sem slær innra með þér. Ég flæði í gegnum líkama þinn, ég er með þér og ég vil styðja þig og gefa þér það sem þú þarft. Þú ert tengd/ur við mig í og gegnum líkamann og ég sendi þér tákn um heimboð hverja stund. Hlustaðu á mig - ég er að tala við þig í gegnum líkama þinn. Sestu niður í smá stund og slakaðu á svo þú getir fundið nærveru mína í þér.
Vitund þín er ljós og þú getur séð hana fyrir þér sem nokkurs konar geisla. Þessi ljósgeisli getur einbeitt sér á ýmsa vegu svo ljósið getið skinið í gegn. Vitund þín er samansafn af verund sem er hlutlaus í sjálfu sér, vegna þess að það er engin hugsun innan hennar, í þeirri merkingu að dæma eða skipuleggja. Hún er frekar hlutlaus, þar sem takmarkið er að vera og þú ert sú vitund.
Sú vitund hefur komið niður í líkamann sem þú hefur núna, þann sem þú dvelur í. Fylltu líkamann af vitund þinni, með því að byrja á fótunum. Leyfðu athyglinni að flæða í gegnum fæturna, án væntinga eða tilefnis. Fótunum finnst þessi athygli yndisleg, þeir baða sig í vitund þinni. Finndu ljósið renna niður í iljarnar, inn í tærnar og hælana. Finndu hvernig ljósið færir þér slökun. Láttu það ferðast upp, um leið og þú beinir athyglinni á ökklana, kálfana og hnén, upp í gegnum lærin, mjaðmirnar og mjaðmagrindin. Láttu ljósið flæða inn á kviðarsvæðið. Taktu þér tíma til að gera þetta, þannig að þú finnir að þú akkerist í líkamanum. Finndu ljósið í vitund þinni flæða mjúklega, liðast í gegnum fæturna og kviðinn. Finndu hvernig hugurinn róast og vertu full meðvitaður um að þú ert vitund - þú ert ljós.
Ef hugsanir koma upp, taktu þá eftir þeim á sama hátt og þú myndir taka eftir hljóðum sem koma utan frá, eins og gelti í hundi fyrir utan. Þú ert ekki gelt í hundi og þú ert ekki hugsanir þínar. Þú ert vakandi vitund. Finndu opna rýmið sem vitundin er. Þú ert það rými, bilið á milli hugsana þinna, milli hinna mörgu skynjana og áreitis í höfðinu og líkamanum. Finndu hversu frjáls þessi vitund er. Hún horfir á allar þessar skynjanir og hefur glettin samskipti við þær. Þegar ljósið þitt er orðið óþvingað og frjálst, þegar það tengist af einlægni við líkama þinn, þá nærist jarðneski hlutinn af þér. Það er ekkert ljós eins heilandi fyrir þig og þetta ljós, ljós þinnar eigin sálar, þinnar eigin vitundar. Þetta ljós hefur heilandi orku, leyfðu því að flæða á staði í líkamanum sem geyma spennu, staðinn sem þú kannast sem auma blettinn í líkamanum. Leyfðu ljósinu að flæða hlutlaust að þessum stað án þess að dæma. Það er svona sem jafnvægi kemst á.
Núna, vil ég tala um flæðið sem laðar til þín í lífinu. Dýpsta form þess að taka á móti, er að taka þér eins og þú ert. Þú horfir á þitt mannlega eðli, skynjanir, tilfinningar, ótta eða þrjósku með ljósinu sem í þér er. Þú umvefur þetta eðli með þessu blíða og óhlutlæga ljósi. Það er þá sem þú hefur skapað hinn frjóa jarðveg sem þarf til þess að taka á móti. Dýpsta löngun hverrar manneskju er að vera vel tekið, að vera tekið af ástúð, að vera viðurkennd, að vera umvafinn örmum móður sem elskar skilyrðislaust. Það gefur öryggi og ró. Í því öryggi, í þeirri friðsældar hvílu, byrjar þú að geisla. Þú ert það sem þú ert í eðli þínu, eins og blóm sem springur út. Þegar jarðvegurinn er frjósamur, heldur blómið áfram og fer að blómstra á eðlilegan hátt með sínum eigin ljóma.
Það er í þessu lífi sem þú ætlaðir að fara að finna skilyrðislausa ást fyrir þig. Þetta er mikil áskorun, vegna þess að það er rótgróin vani hjá mannfólkinu að leita að ást hið ytra. Ótti og óvissa drífur þig áfram við að leita út fyrir sjálfa þig/ sjálfan þig. Þú reynir að næra sjálfa/sjálfan þig með utan að komandi orku, til þess að vera ánægð/ur, til þess að finnast þú vera samþykkt/samþykktur, til þess að finnast þú tilheyra. En leiðin þín er öðruvísi. Þitt dýpsta og allra heilagasta er að samþykkja sjálfa/sjálfan þig burtséð frá öllum utan að komandi áhrifum, að umvefja þig með því elskandi ljósi sem ert þú. Og það nær út yfir hin djúpu og dökku lög sem þú vilt ekki að sjáist eða upplifa. Verkfærið sem þú getur elskað með, samþykkt og umvafið þig með er nú þegar innra með þér. Það er ljósið sem ég talaði um hér að ofan, vitundin sem ert þú. Finndu það eitt augnablik djúpt í kviðnum þínum. Það er ljós sem er handan þessa heims og það er ekki bundið af tíma, rúmi eða formi. Það er eilíft ljós sem er algjörlega þitt eigið og einstakt. Finndu þitt eigið ljós.
Þú hefur leyft ljósi vitundar þinnar að streyma í gegnum fæturna og inn í mjaðmasvæði þitt og kvið. Ég bið þig um að taka nú ljósið hærra, að sólarplexus svæðinu, sem liggur í gegnum magann. Leyfðu ljósinu að flæða hér í gegn hlutlaust og rólega. Sólarplexus er mjög mikilvæg orkustöð. Fyrir nokkrum dögum, talaði ég um það hvernig þú ert eins og milliliður á milli krafta himins og jarðar, flæðið á milli sálarinnar og líkamans. Sólarplexus er bókstaflega miðja þeirra samskipta. Á vissan hátt er hann milligöngumaðurinn. Jarðneski persónuleikinn sem þú ert, finnur grunnin sinn hérna.
Mig langar að segja ykkur frá hinum jarðneska persónuleika. Í einum skilningi, er jarðneski persónuleikinn eins konar siglingafræðingur sem þarf að takast á við mörg mismunandi áhrif, sem verður að samþætta á yfirvegaðan hátt, innblásturinn að ofan frá sálinni við tilfinninga orkuna frá innra barninu. Jarðneski líkaminn þarf að taka þetta allt inn, ásamt utanaðkomandi áhrifum: fólk, aðstæður, áskoranir.
Síðast þegar ég talaði, ræddi ég um tvenns konar áhrif sem geta komið þér úr jafnvægi og valdið truflun. Annað var ótti og hitt var stjórnun, að vilja ráðskast með/stjórna. Ef þú horfir nú á miðjan sólarplexus þá getur þú ímyndað þér að þetta sé aðsetur egósins, sá hluti af þér sem þarf að miðla málum á milli allra þessara áhrifa og flæðis og grípa til aðgerða í þessum heimi tíma og rúms í efninu. Ég sé ekki egó sem eitthvað slæmt. Ég sé það sem nauðsynlegt, í ljósi þess að þörf er á því í þessum heimi í því skyni að fá mismunandi orkuflæði í jafnvægi þannig að þú getir tjáð þig hér í þessu jarðneska umhverfi. Það gerir þér kleift að gefa og þiggja.
Það eru um það bil tvær gildrur fyrir egóið, sem eru staðsettar í sólarplexus. Egóið getur annaðhvort gert sig of lítið, eða það getur gert sig of stórt. Ef það gerir sig of lítið, þá hörfar það orkulega inn í sólarplexusinn og fer í spennu, ótta, kvíða og áhyggjur. Það hugsar stöðugt að það "geti ekki", að það sé ekki nógu gott, að þú þurfir aðra og að þú sért valdalaus. Líttu inn á við og sjáðu hvort þú þekkir þessa tegund af egói. Sjáðu helstu áhrifin sem þú verður fyrir í lífinu - sálar orkuna, tilfinningalega áskorun innri barnsins, þrýstinginn frá umheiminum - þú hefur það oft á tilfinningunni að þetta sé allt of mikið fyrir þig. Sjáðu hvort egóið þitt vekur upp ótta og vill fara í felur, eða ef þú átt erfitt með að fá persónulegt rými, eða ef þú leitar eftir afsökunum eða leiðum til að flýja þessa staðreynd. Þetta er formið sem kemur upp þegar egóið er of lítið og það stjórnast af ótta, eða er jafnvel í losti.
Nú það er líka möguleiki á of stóru egói. Það má einnig finna í sólarplexus. Of stórt egó er nokkuð uppblásið og nauðugt - það vill of mikið. Of stórt egó ofmetur getu sína við að setja hlutina í sínar eigin hendur, til að móta og stýra heiminum. Það hugsar stöðugt: " Ég þarf að skipuleggja þetta, ég vil útkljá þetta, eða hlutirnir munu ekki ganga upp án mín." Það vill vera við stjórn og á þennan hátt takmarkar það sína eigin möguleika. Vegna þess að þegar egóið vill beita of mikilli stjórnun, lokar það endanlega á óvænta flæðið frá sálinni. Þú getur sagt að það sé ákveðin blinda eða “tunnel vision” rörsýni, þegar þú vilt stjórna hlutum of mikið út frá of stóru egói. Stórt egó hefur oft litla tengingu við innri barnið. Tilfinningar og tilfinningaleg merki sem koma frá barninu eru oft hunsuð eða talin of íþyngjandi. Egóið vill halda áfram að ná markmiðum sínum. Það heldur þér fastri/föstum í “tunnel vison” í sinni rörsýni. Líttu inn á við til að sjá hvort þú kannast við þessi einkenni. Taktu eftir því hvort það hafa komið tímabil í lífi þínu þegar þú hangir á markmiðum egósins og ert hrædd/hræddur við að sleppa.
Yfirleitt má finna báða þessa þætti hjá flestum. Stundum er það tilfellið að hjá einni manneskju er meiri áhersla lögð á þátt of lítils egós, en fyrir aðra er það of stórt egó sem er að hrjá hana. En í báðum tilfellum munt þú verða úr tengingu við hjartað þitt, sálina þína og tilfinningar. Leiðin til að komast aftur inn í miðjuna, að leyfa jafnvæginu að komast á og opna fyrir farveg til sálarinnar og innri barnsins, er fólgin í því að horfa á þig af ástúð og fylgjast með á hlutlausan hátt, hvað þú ert að gera. Ert þú að næra þig sjálf/sjálfur með niðrandi og kúgandi hugsunum? Ert þú að gera lítið úr sjálfri/sjálfum þér? Þú býrð þá til sögu í kringum þá hugmynd að hlutirnir geti ekki verið öðruvísi og að það sé allt í lagi þannig.
Kannaðu söguna í smáatriðum. Líttu vandlega á hana og sjáðu hvernig þessari sögu er stjórnað af ótta, af egóinu sem þorir ekki að búa til persónulegt rými, að treysta sjálfu sér og sínum eigin styrk. Umvefðu það egó með ást, skilningi og blíðu.
Þegar egóið þitt fer of mikið í aðra áttina, þegar það neitar að sleppa og krefst þess að ákvarða og ráða öllu, vertu þá meðvituð/meðvitaður um sannfæringa kraft þess, en gerðu það með blíðu og skilningsríkum augum. Hlæðu að því hvernig þú klúðrar hlutunum þegar þú af þvermóðsku og þrjósku heldur fast við “tunnel vison” rörsýnina. Leyfðu sjálfum/sjálfri þér að koma þér þægilega á óvart með nýjum möguleikum. Mundu að það er oft dyggð að vita ekki eitthvað, að vera móttækileg fyrir því nýja.
Af hverju er ég tala um bæði þessi form ójafnvægis í egóinu í dag? Vegna þess að það er lykillinn að því að geta tekið á móti því sem lífið vill gefa þér. Þú aftengst flæðinu að taka á móti með því að gera sjálfa/sjálfan þig annað hvort of litla/lítinn eða of stóra/stóran. Með því vera meðvituð/ meðvitaður um þessa tilhneigingar hjá þér og brosa að þeim, þá kemstu aftur á náttúrlegan hátt inn í miðjuna þína. Finndu það um stund. Sjáðu fyrir þér að á bakvið þig, eða við hliðina á þér sé sálin þín og fyrir framan eða við hliðina á þér standi innra barnið þitt. Finndu hinn mikla og vitra kraft sálarinnar, sem veit svo miklu meira en mannlegur hugur þinn. Treystu henni! Treystu því.
Ímyndaðu þér að í sólarplexus búi lítil fígúra, karl eða kona, sem er fígúran sem stendur fyrir egóinu þínu og horfðu á hana af hlutleysi. Er þessi fígúra að reyna að komast í gegn og reyna að skipuleggja allt? Eða er hún að draga sig til baka vegna þess að þetta er allt of mikið, of yfirþyrmandi og dregur upp of mikinn ótta? Sjáðu hvað egóið freistast til að gera, fer það áfram eða aftur á bak. Að lokum, ímyndaðu þér að egóið þitt sé í jafnvægi og að þessi fígúra í sólarplexus sé, í uppréttri standandi stöðu. Hún er tengd við sálina þína og himinninn fyrir ofan, við líkama þinn og við jörðina fyrir neðan. Finndu hversu styðjandi og frelsandi það er fyrir egóið þitt, fyrir persónuleika þinn. Allt verður frjálsara og í meira flæði. Það er milt flæði óskilyrts kærleika. Leyfðu þessu flæði að gerast og leyfðu því að uppörva þig.
Miðlað af Pamela Kribbe
Efst á síðu
Ýmislegt
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband |
|