Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Karl - og kvenorkan endurvakin í líkamanum


Pamela Kribbe - miðlar jörðinni

Kæru vinir, ég er móðir þín, jörðin sem ber þig. Ég flæði stöðugt í gegnum þig og ég vil næra og fylla þig með orkunni minni. Við tilheyrum hvort öðru, við dönsum saman.  

Líf í líkama, sem karl eða kona, er samspil á milli sálarinnar og sögu jarðarinnar. Heiðraðu fallega líkamann þinn, líkamann sem ég hefi gefið þér. Hann er birting á kven - eða karlorku, svo finndu fegurðina í því. Virtu hann fyrir þér innan frá. Upplifðu hina öflugu orku í líkamanum: tilfinningar, skynjanir, ástríður og langanir. Þetta eru öflug orka sem þú streitist stundum á móti. Reyndu eigi að síður að finna hina hreinu fegurð líkamans í smástund án þess að reyna að stjórna henni. Finndu fyrir kraftinum sem þú ert sem líkamleg vera.

Þú tekur stöðugt á móti upplýsingum frá líkamanum og þú hunsar oft það innlegg vegna þess að þú heldur að hugurinn viti hvað er best fyrir þig, eða rangt fyrir þig. Þú hunsar oft líkama þinn, þessa gjöf frá mér. Ég bið þig þess í stað að beina athygli þinni niður til jarðarinnar undir fótum þínum, þeim grundvelli sem þú stendur á í þessu lífi og fara aftur til þíns helga líkama - bústaðs sálar þinnar. Semdu frið við líkama þinn og hættu að streitast á móti þeirri orku sem er þarna – virtu hana. Sál þinni er boðið að dansa við orku jarðar, með orku þess að vera kona, með orku þess að vera maður, að vera saman.

Leyfðu okkur að gera þetta í dag. Reyndu að sleppa viðhorfunum á því hvað er rétt og hvað er rangt, viðhorfum um hvað má og hvað ekki. Reyndu að sleppa þeim hugmyndum, að öllu leyti. Láttu orkuna tala sínu máli. Ef þú lítur í kringum þig í náttúrunni, þá sérðu endalausa orkuleiki og krafta: í vindinum, í vatninu, í hitastiginu, í árstíðunum, í veðrinu. Allt er á stöðugri hreyfingu, en hefur náttúrlegt eðli til að ná ákveðnu samræmi og jafnvægi þegar hlutunum er leyft að fara sína leið. Yfirþyrmandi þörf á því að stjórna og skipuleggja, leiðir að lokum til ójafnvægis, röskunar á jafnvægi. Og þetta gerist líka í þínu eigin mannlega eðli, því að þú ert hluti af hinu jarðneska eðli. Hættu að reyna að stýra og stjórna öllu. Líta á það hver þú ert, hér og nú, á þessum tíma. Leyfðu óskum þínum að vera til staðar og „tala“ til þín.

Þið sem eruð hérna þráið öll ást. Ást í samböndum við aðra og ást fyrir ykkur sjálf. Að gefa ást og taka við ást, og það er eins og það ætti að vera, vegna þess að þessi löngun er einlæg. Jafnvel þó þú hafir þessa sterku löngun, þá er hluti af þér óttaslegin í skugga. Þessi hluti gerir þig hrædda/hræddan við ást. Þannig að þó að einum hluta af þér langi og teygi sig í ást, þá lokar annar hluti óviljandi á það að þú gefir og takir við ást.  

Þið eruð brautryðjendur nýrra tíma, þið eruð frumkvöðlar. Þið eruð að taka skref á nýjum vettvangi, á ókönnuðu yfirráðasvæði. Þið viljið lifa út frá hjartanu og út frá sálinni og þið viljið kynnast því hvað ást er í raun og veru. Ekki sú ímynd af ástinni sem er sýnd í fjölmiðlum, heldur ást sem er miklu stórfenglegri og víðtækari. Ást sem leyfir báðum aðilum að vera algjörlega eins og þeir eru. Ást eins og náttúran ætlaði henni að vera.

Það eru umbreytinga tímar á jörðinni. Fleira og fleira fólk þráir dýpt í samböndum sínum, raunverulega tengingu við aðra manneskju, og það er þangað sem leiðin þín leiðir þig. En það er ekki bara leið sem leiðir þig að hátindi, það er líka leið sem getur leitt þig inn í dýpt, því það er á þessari leið sem þú mætir þínum eigin ótta, fordómum foreldra þinna og forfeðra, og sársauka kynslóðanna sem voru á undan þér. Það er það sem þú kýst þegar þú velur samband á þessum nýja tíma. Þú velur þá aðra leið til að vera. Þú velur af hreinskilni og einlægni sem fer að þeim kjarna sem þú ert og þar með að því ögrandi viðfangsefni sem þar kemur í ljós, frá allri sálinni þinni, þeim hluta af þér sem ennþá leynist í myrkrinu.

Leyfðu okkur að líta í dag í hreinskilni og án dóms á það sem á enn eftir að koma í ljós innra með þér. Hvaða sársauki, hvaða ótti er þarna? Hvað hindrar þig í því að elska sjálfa/sjálfan þig og aðra? Leyfðu okkur að líta fyrst á fortíðina og hvernig karl - og kvenorka hefur þróast um aldir. Við sjáum þá að karlorkan hefur verið ríkjandi um aldir og að bæði kynin, hafa þjáðst vegna þess. Karlorkan sem var ríkjandi í sögunni þinni var að miklu leiti orka hugans sem vill stjórna og ákveða jarðneskt og mannlegt eðli. Þetta orkuform vill hefta og stjórna, oft vegna löngunar í vald.

Í öllum lögum samfélagsins, hefur þessi orka verið til staðar. Í ríkisstjórnum, trúarbrögðum og daglegu lífi. Kvenorkan, tilfinningar og innsæi var bælt. Afleiðingin hefur orðið sú að konum finnst þær vera óæðri. Kvenkyns eiginleikar voru minna metnir, eða alls ekki metnir. Það var hin ríkjandi ímynd. Konur voru taldar annars flokks borgarar, minni mannverur og það var almennt litið á kvenkyns orku sem grunsamlega.

Ef þú ert árásargjarn/árásargjörn og þú leggur áherslu á stjórnun, vald, og stýringar út frá huganum þá verður hið kvenlega brátt óvinur þinn, vegna þess að það er í eðli sínu flæðandi, sveigjanlegt og meira í tengslum við eiginleika tilfinninga og skynjunar. Hið kvenleg er uppspretta alls innblásturs. Það skapar brúna að sálu þinni. Sálin þín flæðir í gegnum kvenorkuna. Karlorkunni er ætlað að styðja við þennan innblástur, og gera það mögulegt að hann nái að festa sig inn í efnisheiminn.

Það er þannig sem það væri ef hið karlega og kvenlega myndi vinna vel saman, en í gegnum söguna hefur eðlilegt samstarf brotnað og karlar og konur hafa orðið eins og bláókunnug þar sem þau standa andspænis hvert öðru. Og þetta hefur ekki aðeins gerst á yfirborðinu á milli karls og konu, heldur einnig hið innra í hjörtum þeirra. Karlar hafa fjarlægst sínar eigin tilfinningar, sett slagbrand á þær og konur fóru í auknu mæli að finna sig óöruggar um það hverjar þær eru og hvað þær geta gert. Hjá báðum kynjum, hefur karla drottnun skilið eftir sár.
 
Mig langar til þess að þú takir þátt í æfingu með mér í leiddri sjónsköpun. Ímyndaðu þér að þú sjáir karl og konu sem standa hlið við hlið. Mig langar til að þú teiknir mynd af karl - og kvenkyns sál á samvitundar stigi. Mjög frjálslega mynd, svona almenna mynd, en eitthvað sem þú kannast við, eða sem þú gætir þekkt.

Þegar þú horfir á það hvernig karl horfir sögulega á sársauka sem hann hefur orðið fyrir, þá sérðu mann þar sem tilfinningum var ekki leyft að flæða nægilega. Menn hafa samsamað sig með huganum, að gera, að vinna, en tengingin við hjartað þeirra er brotin, eða þá að það er erfitt að finna hana. Ef þú horfir á mynd af manni, þá getur þú séð að hann lifir að hluta til inn í skel, eða herklæðum. Þessi brynja gefur honum tilfinningu fyrir öryggi annars vegar, en á sama tíma takmarkar hún hann, því að hjarta hans er stíflað. Þú getur séð flæði ástríðna hans og ástar en sá straumur rennur ekki mjög frjálslega í gegnum herklæðin, það eru þrengsli og blokkeringar innan þeirra. Menn geta ekki tjáð tilfinningar sínar auðveldlega, því að þeir þurfa að glíma við gömul herklæði sem passa þeim í raun ekki lengur og þú getur skynjað að það eru nú þegar komnar sprungur í herklæði þessa dæmigerða karlmanns.

Menn berjast gegn þessu forna herklæði, vegna þess að þeir vilja fá að tjá tilfinningar sínar meira út á við. En innan þessarar takmörkunar, sem er afleiðing dóma fortíðarinnar, er það samt þannig, að þú sem karl, getur ekki tjáð ákveðnar tilfinningar út frá hjartanu þínu og þú getur í raun og veru ekki tengt við aðra. Út frá sjónarhóli þessara takmarkana verður þú að gefa frá þér ákveðið öryggi þegar þú sleppir hömlunum og það er hættulegt og ógnvekjandi.

Leyfum okkur nú að líta á þessa ímynd út frá því hvernig konan kemur út eftir langan sársauka og bælingar sem hafa átt sér stað í langan tíma. Ef þú lítur á þessa dæmigerðu konu, þá er það fyrsta sem þú sérð að það vantar eitthvað. Konan er ekki alveg til staðar, vegna þeirrar kúgunar og kynferðislegs ofbeldis sem hún hefur upplifað á síðustu ár þúsundum. Einhverju hefur verið lokað, einkum innan magasvæðisins í neðri orkustöðvunum.

Sársaukinn frá ofbeldinu hefur verið of þungur til að vinna úr því. Og það sem fólk gerir, ef áföll eru of stór til að lifa þau af, er að flýja frá þeim á einhvern hátt. Þær hafa reynt að yfirgefa líkama sinn og eru ekki lengur nægilega jarðtengdar og þar með ekki lengur tengdar við sinn innri styrk, því það er of sárt að vera algjörlega til staðar í líkamanum. Þannig hefur það verið um allan heim fyrir konur.

Leyfðu þér nú að tengjast í þykjustunni báðum þessum teiknuðu myndum, og leyfum okkur að byrja á manninum. Ímyndaðu þér að þú farir með vitund þína inn í manninn. Finndu fyrir sársaukanum sem þar býr og einnig löngun hans til að vera fær um að skynja aftur, að lifa í hjartanu. Taktu eftir hvort þú kannast líka við innra með sjálfri/sjálfum þér eitthvað af þessum heftandi herklæðum. Að hve miklu leiti berð þú þau einnig innra með þér, þessa brynju sem virðist gefa þér vissu fyrir því að þú sért við stjórn, en hindrar þig samt sem áður við að leyfa sál þinni að geisla á jörðinni? Sjáðu hvort þú getur sagt manninum og þar með einnig sjálfri/sjálfum þér, að þú getir lagt þessi herklæði niður, stykki fyrir stykki, losað þau meira og meira. Þú getur sleppt því sem er umfram og þú hefur ekki lengur þörf fyrir. Gerðu það núna, en gerðu það ekki með valdi. Taktu eftir því hvað getur dottið af þér, af sjálfu sér.

Fylgstu með hvernig þú upplifir þig frjálsari í orkusviðinu og í tilfinningum þínum, og hvert orkan sem losnaði getur flætt. Kannski er einhver staður í líkamanum sem hún rennur sjálfkrafa til. Samt getur það verið að hluti af brynjunni sé enn til staðar eða neiti að láta undan. Ef svo er, láttu það bara vera, það þarf ekki allt að fara í einu. Á þennan hátt, hefur þú nú hjálpað sjálfri/sjálfum þér, sem og einnig á breiðara sviði, þar sem öll karlorkan á jörðinni umbreytist á þessar stundu, vill breytast. Stígðu nú út úr myndinni af þeim manni sem þú varst að sjá fyrir þér.

Farðu nú með vitundina á annan fókus, hættu að horfa á myndina af manninum og líttu til konunnar. Taka eftir því hvernig þú sérð teiknuðu myndina af konunni, óvissuna og óöryggið, brotnu sjálfsmyndina og viðkvæmnina í henni og að þora ekki að vera hér að fullu. Farðu þangað um stund með vitund þína og leyfðu þér að fara niður í vitund hennar og inn í líkama hennar. Þú getur tengt við ótta hennar og viðnám við að vera hér að fullu, að stíga niður inn í þessi viðkvæmu svæði í kvið og móðurkvið.

Ég, móðir Jörð, er með þér þegar þú gerir þetta, þannig að þú ert örugg/öruggur. Ég mun styðja þig, svo ekki vera hrædd/hræddur. Vertu til staðar í orkunni innra með konu ímyndinni. Láttu hana vita að þú ert til staðar fyrir hana, að þú munt taka á móti henni. Segja henni hversu falleg hún er, hversu velkomin hún er í þessum heimi á jörðinni. Við þurfum innsæis gjafir hennar og tengslin sem hún skapar með sálinni, við innri þekkingu hennar og þá fegurð sem hún kemur með til lífsins. Við þurfum hana aftur á jörðina.

Ímyndaðu þér að einhvers konar stigi birtist af himni og hin alheila og ekta kvenorka komi hægt og rólega niður á við og gerðu þetta fyrir þig og einnig fyrir alla kvenorku á þessum tíma. Hún þarf að finna að hún er velkomin á jörðina, vegna þess að hún hefir dregið sig í burtu frá jörðinni, vegna árásargirni og sársauka sem hún hefur upplifað.

Þessi sársauki er til staðar í ykkur öllum, hvort sem þið eruð núna kona eða karl. Það er þess vegna sem það er svo erfitt að leyfa tilfinningum þínum að hafa frelsi til að koma út og að þora að vera sú/sá sem þú ert í djúpum sálar þinnar. Taktu eftir því hvort þú nærð árangri við að toga hana nær niður eftir stiganum, en gefðu henni frelsi til að gera það eins og hún vill, hún þarf ekki að koma niður alla leið í einu. Yfirgefðu nú þessa ímynduðu mynd af konu og komdu aftur til sjálfrar/sjálfs þín, inn í líkamann, hér og nú.

Þú getur séð fyrir þér að þú sért inn í þríhyrningi með þessum tveimur fígúrum, karlorkunni og kvenorkunni. Þetta eru ímyndir sem hafa með þig að gera, með líf þitt sem einstaklings og á sama tíma hafa þessar myndir líka farið út fyrir einstaklings líf þitt, vegna þess að þær eru kraftar sem gegnsýra samfélagið í heild.

Með því að viðurkenna sár fortíðarinnar gegnum þessar ímynduðu fígúrur í þessari sjónmyndun, heilar þú líka part af þér, og þú verður frjáls undan fortíðinni. Þú getur aftur orðið innblásin, tilfinninga maður og kraftmikil, sjálfsörugg, innsæis gædd kona. Á þennan hátt, losar þú sjálfa/an þig undan sársauka fortíðarinnar, auk þess sem þú heilar samvitundina.

Þakka þér fyrir þá vinnu sem þú vilt gera fyrir þetta umbreytingarferli. Þú ert brautryðjandi nýrra tíma.

Miðlað af Pamela Kribbe

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim