Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Frá egói til hjartans I 

 

Jeshua miðlað af Pamela Kribbe

Fjögur stig í vitundar umbreytingu

Í fyrri köflum, höfum við lýst sögulegu ferðalagi ljósbera frá egói til hjarta vitundar. Þessi hluti er tileinkaður einkennum sálar við þessa umbreytingu. Við höfum skipt þessu ferli upp í fjögur ferli, eða stig, sem við höfum tekið saman til frekari útskýringa.

  1. Að sætta sig ekki lengur við það sem egó miðuð vitund hefur fram að færa, löngun í „eitthvað annað,“ upphafið af endinum.
  2. Meðvituð/meðvitaður um tengsl þín við egó miðaða vitund, að þekkja og  sleppa  tilfinningum og hugsunum sem fylgja henni: komin hálfa leið.
  3. Að láta gömlu egó miðuðu orkuna innra með þér deyja, kasta af þér varnarhjúpnum, verða hin/hinn nýja þú; endirinn á endanum.  
  4. Vöknunin á hjarta miðaðri vitund innra með þér sem runni er úr rótum ástar og frelsis; hjálpar öðrum að komast í gegnum umskiptin.

Fyrsta stig: Egóið fullnægir ekki lengur.

Umskiptin úr egó miðaðri vitund til hjarta miðaðrar vitundar hefst með upplifun af innra tómi. Hlutir sem venjulega eiga alla þína athygli eða aðstæður sem þú varðst algjörlega upptekin af, skilja þig eftir í tómarúmi, eða áhugaleysi. Einhvern veginn virðast hlutirnir hafa misst sitt venjulega gildi og tilgang.

Áður en þetta tóm er upplifað, er vitundin í greipum ótta og meðfylgjandi þörf fyrir endurtekna staðfestingu á sjálfu sér. Það er stöðugt verið að leita að ytri sönnun þess að það sé ekki tilbúið til að takast á við undirliggjandi ótta við höfnun og einmanaleika. Þessi djúpi ótti og þörf fyrir ytri sönnun getur hafa verið dulinn lengi sem hin raunverulega ástæða fyrir mörgu af því sem þú gerir. Það getur verið að allt þitt líf hafi verið byggt á honum án þess að þú værir meðvituð/meðvitaður um það. Kannski ertu meðvituð/meðvitaður um óljóst eirðarleysi og innri spennu. En oft þarf stórar uppákomur svo sem sambandsslit, dauða ástvinar, eða atvinnumissi til þess að þú farir raunverulega að skoða hvaðan spennan, eða óróinn er komin.

Þegar egóið er þungamiðja tilveru þinnar, þá er vitund þín og tilfinningalíf í stöðugum hnút. Þú hriprar þig saman í ótta og í þeirri stöðu átt þú stöðugt undir högg að sækja (í varnarstöðu). Þegar þú ert á egó stiginu þá upplifir þú alltaf skort, þörfina fyrir meira. Grunn hugsanir þínar, tilfinningar og aðgerðir eru svarthol, tóm sem aldrei er hægt að fylla alveg. Það er óttagat, staður sem er hulinn með skugga, þar sem þú snýrð vitundinni frá honum. Í skugganum er tóm sem þú ert óljóst meðvituð/meðvitaður um, en þú vilt ekki að fara þangað.

Á þessu stigi, er samband þitt við Guð eða „allt-sem-er“ markað af tilfinningu um aðskilnað. Djúpt innra með þér finnst þér þú vera ein/n og yfirgefin/n. Þér finnst eins og þú sért brotin/n, tilgangslaust brot í tilgangsleysi. Og þar sem þú breiðir yfir óttann við þetta, þá upplifir þú þetta bara óbeint, eins og skugga.

Fólk er dauðhrætt við að horfast í augu við innra tómið með fullri vitund. Það er dauðhrætt við að mæta sínu innra myrkri afdráttarlaust og skoða það. Hins vegar ef þú horfist ekki í augu við það, þá verður það þarna áfram og þú þarft að þróa "viðbrögð við langvinnum verkjum" til þess að gera lífið bærilegra. Egóið sækist eftir að takast á við vandamálin á jaðrinum, í stað miðjunnar. Egóið leitast við að leysa vandamálin með því að snúa vitund þinni út á við. Það reynir að draga úr innri sársauka með því að næra þig með ytri orku. Orkan sem það er sérstaklega hrifið af eru viðurkenning, aðdáun, vald, athygli og þess háttar. Á þennan hátt, skapar egóið að því er virðist svar við djúpri þrá sálarinnar fyrir einingu, öryggi og ást.

Þessi löngun er í sjálfu sér alveg gild og góð. Þetta er Guð að kalla á þig. Það er þitt eigið eðli að kalla á þig. Þú ert Guð! Guð er orka einingar, öryggis og ástar. Allir þrá skilyrðislausa ást og að umvefjast orku sem þú kalla Guð. Í raun er þessi löngun, þrá eftir því að vera algerlega meðvituð/meðvitaður og þar með að vera eitt með þínu eigin guðlega sjálfi. Þinn eigin guðdómleiki er inngangur þinn að skilyrðislausum kærleika. Þú getur aðeins fundið hann með því að fara í gegnum óttann og myrkrið sem umkringir hann og það gerir þú með því að snúa inn á við, í stað þess að snúa út á við. Þú gerir það með því að nota vitund þína sem ljós sem rekur skuggana í burtu. Vitundin er ljós. Þess vegna þarf hún ekki að berjast við myrkrið; það eitt að vitundin er til staðar leysir það upp. Kraftaverk munu öruggleg gerast þegar þú snýrð vitund þinni inn á við.

Eigi að síður stefnir egóið algjörlega í gagnstæða hátt. Það mælir þörfina fyrir ást og öryggi, en það stefnir að því að svara þessari þörf án þess að horfast í augu við innra myrkur og ótta. Til þess að ná þessu, beitir það ákveðnu "bragði:" það umbreytir þörfinni fyrir ást í þörf fyrir samþykki og viðurkenningu frá öðrum. Það umbreytir þörfinni fyrir einingu og jafnvægi í þörfina fyrir að skara frammúr og að vera betri en aðrir. Þegar þú heldur að það vera elskuð/elskaður sé um að vera dáð/ur vegna árangurs þíns, þá þarft þú ekki lengur að fara inn á við til að finna ást; þú þarft einfaldlega að vinna meira! Á þennan hátt, leitast egóið við að halda lokinu á ótta pönnunni.

Upphafleg löngun þín í ást og vellíðunar einingu hefur nú brenglast í löngun til viðurkenningar. Þú ert stöðugt að leita að ytri viðurkenningu sem færir þér svolitla tímabundna huggun. Vitund þín er í raun og veru með athyglina á hinni ytri veröld. Þú treystir á skoðun annarra og þú ert mjög viðkvæm/viðkvæmur fyrir því hvað fólki finnst um þig. Þetta er mjög mikilvægt fyrir þig, þar sem sjálfsálit þitt ræðst af því. Í raun sekkur tilfinning þín fyrir sjálfsmati þínu lægra og lægra, þar sem þú ert að gefa vald þitt burtu til utanaðkomandi afla sem dæma þig fyrir þína ytri frammistöðu, ekki hina/hinn raunverulegu þig.

Meðan djúpstæð tilfinning um að vera yfirgefin og einmana er ekki upprætt verður það í raun verra, vegna þess að þú neitar að skoða það. Það sem þú vilt ekki skoða verður „skugga hliðin þín.“ Ótti, reiði og neikvæðni geta reikað þar um og haft áhrif á þig og eflst vegna þess að þú neitar að fara innan á við. Egóið getur verið mjög þrjóskt þegar kemur að því að bæla ákveðnar efasemdir, hugboð og tilfinningar; það mun ekki gefa stjórnina auðveldlega eftir.

Það sem þú skynjar sem "illt" í þínum heimi er alltaf afleiðingin af því að halda fast í persónulegt vald. Það er afneitunin að gefa eftir stjórnina og samþykkja innri ótta og myrkur.

Fyrsta skrefið til uppljómun er að gefast upp fyrir „því sem er.“ Uppljómun þýðir að þú hleypir öllum þáttum tilveru þinnar inn í ljósið sem er í vitund þinni.  Uppljómun þýðir ekki að þú sért að fullu meðvituð/meðvitaður um allt innra með þér, heldur að þú sért tilbúin að takast á við alla þætti meðvitað.

Uppljómun jafngildir ást. Ást þýðir að þú samþykkir þig eins og þú ert.
Innra myrkrið, þessi tilfinning sem þið óttist öll í djúpi sálar ykkar að vera yfirgefin er tímabundin. Þetta egó stig er bara eitt skref í stórri þróun og útvíkkun vitundar. Á þessu stigi, er fyrsta stökkið tekið í átt að einstaklingsbundinni guðlegri vitund.

Fæðing einstaklings vitundar, fæðing þín sem „aðskilin sál,“ fellur saman við reynsluna af því að vera yfirgefin, að því að vera aðskilin frá móður /föður. Það er sambærilegt við áfallið sem verður við fæðingu inn í efnisheiminn. Í móðurkviði, upplifir barnið flæðandi tilfinningu fyrir einingu við móður. Þegar það fæðist, verður það að einingu í sjálfu sér. Vegna þessa fæðinga áfalls - tölum nú um fæðingu sálarinnar - sálin tekur með sér tilfinningu um að vera rifin í sundur; hún þurfti að skilja við allt sem hún tók sem sjálfsögðum hlut.

Nýfædda sálin þráir að fara aftur í hálf-vitundar ástand einingarinnar þaðan sem hún kom og sem hún telur vera heimili sitt. Vegna þess að þetta er ekki mögulegt, upplifir sálin mikinn ótta og tilfinningu um tómleika og efa. Þessi innri sársauki og ráðaleysi mun smám saman verða að jarðvegi fyrir upptöku mátt egósins. Sálin þarf að takast á við ótta og sársauka og egóið lofar að finna lausn. Egóið heldur í yfirsýnina  á valdi og stjórn á sálarvitundinni. Sálinni finnst hún vera valdalaus og týnd, hún gefur eftir og leyfir egóinu að stjórna.

Egóið er sá hluti sálarinnar sem snýr að efninu, ytri heiminum. Í kjarnann er egóið verkfæri sálarinnar til að raunbirta sig sem líkamlega veru innan tíma og rúms. Egóið býður upp á vitund með fókus. Það gerir vitundina afmarkaða en ekki flæðandi, „hér og nú“ í staðinn fyrir „út um allt.“ Egóið túlkar innri hvatir inn í sérstakt efnisform. Það er sá hluti af þér sem brúar bilið á milli hins óáþreifanlega andlega hluta af þér og líkamlega hlutans.

Fyrir sálina sem óáþreifanlega andlega veru, er það algjörlega óeðlilegt að vera með athyglina í tíma og rúmi. Sálin er í raun óháð öllu efnislegu formi. Þegar þig dreymir að þú sért að fljúga um þá ertu í tengingu við þennan sjálfstæða og frjálsa hluta af þér. Egóið, á hinn bóginn, bindur og heldur í vana. Það gerir þér kleift að virka í líkamlegum veruleika. Sem slíkt gegnir egóið mjög mikilvægu hlutverki sem hefur ekkert að gera með „gott“ eða „slæmt.“ Þegar það vinnur við aðstæður þar sem jafnvægi ríkir er egóið hlutlaust og ómissandi tól fyrir sálina sem dvelur í líkama á jörðinni.

Hins vegar þegar egóið byrjar að stjórna sálar vitundinni, í stað þess að gegna hlutverki hennar sem verkfæri, þá fer sálin úr jafnvægi. Þegar egóið setur sálinni skilmála (sem er aðalsmerki egó miðaðrar vitundar), mun egóið ekki bara túlka innri hvatir í efnislegt form, heldur mun það stjórna og með vali bæla þessar hvatir. Egóið úthlutar þér þá með brenglaðri mynd af veruleikanum. Egó í ójafnvægi er alltaf að leita eftir mætti (power) og stjórnun (control) og það mun túlka allar staðreyndir sem jákvæðar eða neikvæðar í því ljósi.

Það er mjög lærdómsríkt að afhjúpa þína eigin máttar miðuðu (power based) og stjórn miðuðu (control based) hvatir í þínu daglega lífi. Reyndu að taka eftir því hversu oft þú vilt sveigja hluti eða fólk að þínum vilja. Hversu oft verður þú gröm/gramur vegna einhvers sem fer ekki eins og þú vilt? Það er mikilvægt að átta sig á því að undir þörfinni fyrir stjórnsemi er alltaf ótti við að missa stjórn. Þannig að spyrðu sjálfa/n þig: hver er áhættan við að sleppa stjórninni, að sleppa þörfinni fyrir að vita hið ófyrirsjáanlega? Hver er minn dýpsti ótti?

Verðið sem þú greiðir fyrir að halda hlutum „undir stjórn“ er að afstaða þín til lífsins er spennt og heft.

Þegar þú þorir að lifa út frá innsæinu og að gera aðeins það sem færir þér gleði, mun það skapa eðlilega og sanna reglu í lífi þínu. Þú munt finna þig afslappaða/afslappaðan og hamingjusama/hamingjusaman án þess að þurfa að móta flæði lífsins. Þetta er að lifa án ótta: að lifa í fullu trausti á því sem lífið mun færa þér. Getur þú gert það?

Fyrir unga sál, er gryfja egó miðaðrar vitundar næstum óhjákvæmileg. Egóið býður upp á leið út úr vandamálinu sem tengist ótta og aðskilnaði; það dregur athygli þína frá því „sem er hið innra“ til þess  „sem þú getur fengið frá umheiminum.“ Þetta er ekki alvöru lausn á vandamálinu, en það virðist vera lausn um tíma. Að beita valdi og stjórnun yfir umhverfinu getur gefið þér tímabundna ánægju eða „kikk.“ Það er stutt tilfinningu um að vera elskuð/elskaður, dáð/dáður og virt/virtur. Þetta sefar sársaukann þinn í smá tíma. En það varir ekki lengi og þú þarft að leggja þig fram aftur til að standa upp úr, að vera jafnvel enn betri, almennilegri, eða hjálplegri.

Hafðu það í huga að undir flaggi egósins, getur þú bæði verið elskuleg/elskulegur og illgjörn/illgjarn, gjafmild/gjafmildur og móttækileg/móttækilegur, bæði ríkjandi og undirgefin/undirgefinn. Mikið af því sem virðist vera gefið af óeigingirni er ómeðvitað ákall eftir athygli, ást og viðurkenningu frá þeim sem móttekur gjöfina. Þegar þú ert alltaf með umhyggju fyrir öðrum og að gefa öðrum, þá ert þú einfaldlega að fela þig fyrir sjálfri/sjálfum þér. Svo til þess að skilja hvað egó yfirráð þýða, þarft þú ekki endilega að hugsa um grimma harðstjóra svo sem Hitler eða Saddam Hussein. Hafðu það einfalt; horfðu á sjálfa/n þig í daglega lífinu. Það er hægt að þekkja ítök egó yfirráða á þörfinni fyrir að stjórna hlutum. Dæmi um þetta er að þú vilt að ákveðið fólk hagi sér með ákveðnum hætti. Til að láta þetta gerast, sýnir þú ákveðin hegðunar mynstur. Þú ert til dæmis eftirlát/eftirlátur og vingjarnleg/vingjarnlegur og reynir alltaf að komast hjá því að særa tilfinningar annarra. Það er þörf fyrir stjórnun á bak við þessa hegðun. „Vegna þess að ég vil að þú elskir mig, mun ég ekki fara gegn þér.“ Þessi hugsana lína byggist á ótta. Það er ótti við að standa á þínu, ótti við að vera hafnað og yfirgefin. Það sem virðist vera vingjarnleiki og almennilegheit eru í raun ákveðin sjálfs-afneitun. Þetta er verk egósins.

Á meðan egóið stjórnar sálinni þinni, þarft þú að næra þig með orku annarra til að líða vel. Þú virðist þurfa að verðskulda viðurkenningu frá öðru fólki, frá einhverju yfirvaldi fyrir utan þig. Hinsvegar er heimurinn í kringum þig ekki fastur eða stöðugur. Þú getur aldrei treyst á varnalega hollustu á einhverju sem þú reiðir þig á, hvort sem það er maki, yfirmaður eða foreldri. Það er þess vegna þú þarft að „vinna“ allan tímann, vera alltaf á varðbergi til að "hluti af samþykki" komi á þinn hátt. Þetta útskýrir spennu og taugaspennu hugans sem allir eru stöðugt fastir í sem eru á egó stiginu.  

Egóið getur ekki veitt þér sanna ást og sjálfstraust. Lausnin sem það býður upp á vegna aðskilnaðar áfalls er í raun botnlaus pyttur. Hið sanna hlutverk ungrar sálar vitundar er að verða foreldrið sem hún hefur misst.

Hafðu það í huga að uppbygging jarðlífsins, sem þýðir að ferlið sem hefst með því að vera hjálparvana barn sem þroskast upp í það að verða sjálfstæður einstaklingur á fullorðins árum býður þér oft upp á að gera nákvæmlega það. Hversu oft liggur lykillinn að alvöru hamingju í lífi þínu í þessu: að þú verðir þinn eigin faðir og móðir og gefir sjálfri/sjálfum þér þá ást og skilning sem þú hefur tapað og þig vantar frá öðrum. Á hærra frumspeki stigi sem við höfum verið að tala um, þýðir þetta: fáðu þann skilning að þú ert Guð, ekki einn af litlu týndu sauðunum hans. Þetta er skilningurinn sem mun koma þér heim. Þetta er skilningurinn sem mun færa þig í hjartað sem þú ert, sem er ást og guðlegur máttur.

Endalok egó stigsins er í augsýn þegar sálin gerir sér grein fyrir að hún er að endurtaka sömu aðgerða hringrásina og hugsanir aftur og aftur. Egóið missir yfirráð sín þegar sálin er orðin þreytt og leið á að berjast endalaust fyrir viðsjálum fjársjóði. Sálina fer þá að gruna að loforðin í leiknum sem hún er í séu fölsk og að það sé í raun ekkert þar fyrir hana að vinna. Þegar sálin er orðin þreytt á að reyna og vera ofan á allan tímann, lætur egóið aðeins af stjórnuninni.

Þegar minni orka fer út til þess að hafa stjórn á hugsunum og hegðun, þá opnast orkulegt rými sem gerir ráð fyrir nýrri og annarskonar reynslu. Í fyrstu þegar þú hefur náð þessu stigi, getur þér fundist þú vera mjög þreytt/þreyttur og tóm/tómur að innan. Hlutir sem þú taldir mikilvæga áður virðast alveg tilgangslausir núna. Einnig getur komið upp ótti á yfirborðið sem hefur engar skýringar eða afgerandi orsakir. Það kann að vera óljós ótti við dauðann eða ótti um ástvinamissi. Einnig getur komið upp reiði í tengslum við starfið þitt eða hjónaband. Allt sem virðist sjálfgefið ertu núna í vafa um. Það sem egó miðuð vitund setti fram til að koma í veg fyrir, gerist um síðir.

Smám saman er lokinu lyft af pönnunni, og alls konar óviðráðanlegar tilfinningar og ótti skýst út og inn um vitund þína, dreifandi efa og rugli inn í líf þitt. Fram að þeirri stundu, hefur þú að miklu leyti verið á sjálfstýringu. Margar hugsanir og tilfinninga mynstur innra með þér gerðust sjálfkrafa; þú lést þær fara framhjá án þess að spyrja. Þetta gaf einingu og þol í vitund þína. Hins vegar þegar vitundin þín vex og víkkar, mun persónuleiki þinn skiptast í tvennt. Einn hluti af þér vill halda í gamlar leiðir; hinn hlutinn efast um þessar leiðir og horfist í augu við óþægilegar tilfinningar eins og reiði, ótta og efa.

Vitundar víkkunin sem á sér stað í lok egó stigsins er því oft upplifuð sem gleðispillir, óvelkomin boðflenna sem spillir gleði leiksins. Þessi nýja vitund kemur öllu úr jafnvægi sem virtist augljóst áður og það vekur tilfinningar innra með þér sem þú veist ekki hvernig á að takast á við. Þegar þú byrjar að efast um egó miðað mynstur hugsana og athafna þá mun alveg ný hlið af þér birtast í vitund þinni. Það er hluti af þér sem elskar sannleikann í stað valdsins.

Að lifa í samræmi við fyrirmæli egósins er mjög þvingandi. Þú ert að þjóna litlum óttaslegnum einræðisherra sem keppist við að ná völdum og stjórnun, ekki bara yfir umhverfi þínu, heldur sérstaklega yfir þér. Hinu óvænta flæði tilfinninga og innsæis er haldið í skefjum af þessum einræðisherra. Egóinu líka ekki við hið óvænta. Það heldur aftur af þér við að tjá tilfinningar þínar frjálslega, þar sem líðan og tilfinningum er ekki hægt að stjórna og þær eru óútreiknanlegar, egóið lítur á þær sem hættulegar. Egóið vinnur með grímur.

Ef egóið gefur þér fyrirmæli, „vertu elskuleg/elskulegur og tillitssöm/tillitssamur, til þess að vinna samúð fólks“, þá muntu markvisst bæla tilfinningar vanþóknunar og reiði innra með þér. Ef þú byrjar að efast um hagkvæmni þessara fyrirmæla, munu þessar bældu tilfinningar koma upp á stundinni. Tilfinningum er ekki eytt með því að bæla þær, þær lifa af og öðlast kraft því lengur sem þú bælir þær.

Þegar sálin upplifir tómleika og efa sem er svo einkennandi í lok egó stigsins, þá er mögulegt að mæta og takast á við alla líðan og tilfinningar sem voru áður faldar í myrkrinu. Þessar innilokuð tilfinningar eru inngangs hliðið að æðra sjálfinu þínu. Þú endurheimtir frumkvæði og heiðarleika, þann hluta sem einnig er kallað "innra barnið" með því að kanna aðra staði en ætlast er til af þér. Þegar þú kemst í samband við þína sönnu líðan og tilfinningar kemstu á veginn til frelsis. Hjartamiðuð vitund hefur þá opnast.

 

Efst á síðu

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband