Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hindranir í kynlífi kvenna

 

Jeshua miðlað af Pamela Kribbe

Ég mun nú fjalla um orku hindranir á sviði kynlífs sem gilda sérstaklega um konur eða karla. Hjá konum, eru það svæðin í fyrstu og annarri orkustöð (rófubein og naflastöð) sem eru verst farin og særð vegna kynferðislegrar kúgunar og ofbeldis í gegnum aldirnar. Í árþúsundir hafa konur mótast af undirgefni á næstum öllum sviðum samfélagsins og þetta gerist enn á mörgum stöðum á jörðinni. Hvað varðar kynlíf þá kemur þessi ójöfnuður fram sem nauðgun, árásir og niðurlæging í miklu mæli. Sem afleiðing af þessu hafa margar konur, þar með talið samvitundar kvensálinni þjáðst ofboðslega. Það eru djúp tilfinningaleg sár sem þurfa tíma, ást og fyllstu nærgætni til að heilast.

Konur finna til löngunar í kynlíf sem þrá hjartans eða sem andlega tilfinningu. En þegar þær eru komnar í líkamlega nánd getur þeim fundist sem þær geti ekki tjáð kynorkuna á frjálsan hátt vegna orku hindrana í fyrstu og annarri orkustöð. Í þeim orkustöðvum eru (sálar) minningar um kynlíf sem var neytt upp á þær og olli þeim niðurlægingu. Þessi reynsla var svo sársaukafull að konan dró orkuna, vitund sína frá magasvæðinu. Þegar líkamleg nálgun verður aftur á þessum hluta líkamans á kynferðislegan hátt, þá herpast vöðvarnir ósjálfrátt saman eða tilfinninga líkaminn gefur sjálfkrafa merki um mótstöðu. Frumur líkamans eru meðvitaðir um áfallið og flytja ekki svo auðveldlega boð um að dansa. Þær vilja loka fyrir og búa til hindrun til að vernda frá frekari yfirgangi. Þessi viðbrögð eru algjörlega skiljanleg og ætti alltaf að takast á við þau með hinni mestu virðingu. Með því að beita einskonar konar valdi/afli til að losa viðnámið er verið að brjóta gegn orkustöðvunum aftur.

Þegar þú hefur þessar tilfinningar sem kona, þá er mjög mikilvægt að verða fyllilega meðvituð um þær; það getur verið reiði þarna, mótstaða eða ótti gagnvart líkamlegri nánd. Og allar þessar tilfinningar eru oft eldri en sambandið sem þú ert í, jafnvel eldri en þetta líf. Þetta geta verið mjög gömul áföll í þessum lægstu orkustöðvum sem hafa orðið að djúpum tilfinningalegum örum.

Sérstaklega myndi ég ráðleggja konum sem þekkja þennan sársauka að kynna sér líftíma sem þær voru hinn brotlegi/gerandinn (andstæða fórnarlambsins). Eða ef þér finnst það erfitt að fara í fyrri líf, að komast í samband við "orku gerandans eða hina kraftmiklu konu" innra með þér. Þetta gæti hljómað mjög undarlega en ástæðan er þessi. Þegar þú hefur verið fórnarlamb kynferðisglæpa þá hefur það valdið mikilli reiði í orkusviðiðinu þínu. Það kann að vera reiði þar frá nokkrum lífum. Þessi reiði blokkerar þig og heldur þér í fangelsi í tilfinningu vonleysis og fórnarlambs. Til að losa þessa reiði þarft þú skilning. Þú þarft að skilja hvers vegna og fyrir hvað; þú þarft að sjá stóru myndina. Þegar þú getur ímyndað þér þig sem kraftmikla konu sem gæti verið miskunnarlaus og grimm gagnvart körlum og finnst innst inni að þetta sé einnig hluti af þér, þá getur reiðin farið að leysast upp. Betri skilningur getur skapast, þar sem þú veist það innra með þér  að þú ert hluti af stærri karma sögu þar sem þú spilaðir bæði hlutverk brotamanns og fórnarlambs. Það er næstum ómögulegt að losa tilfinningar sársauka, tilfinningar vanmáttar og fórnarlambs án þess að skoða líka hina hliðina á þér,  "dökku hliðina."

Þú þarft ekki endilega að fara aftur til fyrri lífa til að viðurkenna þennan dökka hluta innra með þér. Þú getur einnig orðið meðvitaðri um það með því að horfa á lífið þitt dags daglega. Þegar þér finnst þú finna þessa orku (t.d. vilja til að beita valdi eða særa aðra), getur þú fundið að þú hefur ekki aðeins verið hið hjálparvana fórnarlamb ytri aðstæðna. Það er karma jafntefli milli brotamanns og fórnarlambs; bæði hlutverkin endurspegla þætti í þér.

Um leið og þú þekkir og viðurkennir dökku hliðina á þér, getur þú horft á eigin innri sár á annan hátt og byrjað að fyrirgefa. Þegar það er skilningur, getur reiði losnað upp og þú getur komist í tengingu við undirliggjandi tilfinningalög: depurðarinnar, sorgarinnar, sársaukans sem er þar á mörgum sviðum, einnig í líkamanum sjálfum.

Það er mjög mikilvægt fyrir konur að viðurkenna brotamanns þáttinn í sjálfri sér og vinna með það. Þegar það er hatur og gremja í þér með tilliti til kynlífs, áttaðu þig á að því að því meira hatur og reiði sem þú finnur, því betur sem þú þekkir hlutverk fórnarlambsins því meira rænir það þig frelsinu þínu. Reyndu að finna innra með þér að á vettvangi kynlífs er karma leikur í gangi þar sem þú hefur uppfyllt bæði hlutverkin, góða gæjann og eins slæma strákinn. Þaðan er hægt að koma af stað fyrirgefningu - fyrirgefa sjálfum sér og einnig öðrum. Það er ástæða fyrir öllu. Ofbeldisverk og kúgun virðast tilgangslaus, en það er alltaf saga á bak við það. Og þegar það er um kynferðislegt ofbeldi að ræða þá skilur það djúp spor eftir sig á öllum fjórum stigum mannlegrar tilveru.

Hindranir í kynlífi karla

Hvað varðar reynslu karla af kynlífi, þá eru blokkeringar sem myndast að mestu leyti á hjartasviðinu eða höfðinu. Á þessum sviðum getur verið ótti við að gefa eftir, ótti við djúpa tilfinningalega nánd. Oftast nær þessi ótti lengra aftur en þið getið munað. Það tengist tímaskeiðum þar sem konur réðu yfir körlum. Þetta gerði leikinn um kynferðislegt aðdráttarafl, sem í upphafi var saklaus og óundirbúinn, ógnandi. Karlar lærðu að það væri hættulegt að sýna tilfinningar sínar opinskátt og opna hjarta sitt fyrir maka sínum.

Innra með körlum er djúpstæður ótti um að gefa sig að tilfinninga hlið sinni og þessi ótti þarf ekki endilega að birtast á líkamlega sviðinu. Þeir geta tekið þátt í líkamlegri athöfn kynlífs á meðan þeir halda tilfinningum sínum aðskildum. Svo að karlinn getur verið kynferðislega til staðar á líkamlegu stigi en tilfinninga eðli hans er (að hluta til) fjarverandi. Tilfinningar hans eru lokaðar inni vegna ótta við að opna fyrir og verða viðkvæmur fyrir höfnun aftur. Þetta eru endurminningar gamallar sálar að vera yfirgefin og tilfinningalega særð.

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim