|
Treystu jörðinni
8. janúar 2014
Treystu jörðinni - miðlað af Pamela Kribbe
Kæru vinir,
Ég er rödd jarðarinnar. Finndu nærveru mína innra með þér og undir fótum þínum. Ég er til staðar í líkama þínum, ég flæði í gegnum allar frumur þínar. Gegnum líkama þinn sem er tengdur við náttúruna, við það sem vex í kringum þig, lifir og andar. Verið meðvituð um lifandi nálægð náttúrunnar allt í kring um ykkur hér á þessari stundu. Finnið fyrir trjánum í kringum þessa byggingu, landinu sem byggingin stendur á.
Finnið plönturnar fuglana og trén. Ef þið skoðið þetta ennþá betur, þá getið þið líka fundið hvernig nærvera ykkar hefur áhrif á þessar lifandi verur. Það eru ekki bara þið sem skynjið þær, þær skynja ykkur líka. Jafnvel þessi bygging er lifandi vegna þess að allt sem hún var byggð úr í upphafi er komið úr orku jarðar. Það er vitund í öllu sem er í kringum ykkur. Allt efni er lifandi vitund. Finnið orkuna, vitundina, í þessari byggingu, söguna sem hún hefur að geyma og hvað þið færið henni. Þið vanmetið oft þau áhrif sem þið hafið bara með því að vera til staðar.
Kafið nú dýpra inn í líkamann. Fylgist nú með umhverfi ykkar í gegnum líkamann rétt eins og þið gerið í gegnum vitundina; finnið höfuðið, hálsinn, brjóstkassann. Farið dýpra inn í magann og finnið orkuna mína - ég mun leiða ykkur. Ég gleðs þegar þið gerið þetta. Ég er líka lifandi og hef mína eigin vitund. Finnið hvernig ég aðstoða ykkur með því að draga ykkur dýpra inn í líkamann eins og þið sökkvið niður eftir hryggnum alveg niður í rófubeinið. Finnið nærandi orkuna mína, vegna þess að ég er móðirin. Finnið fyrir mér í lærunum, hnjánum, kálfunum, ökklunum, og í gegnum fæturnar.
Í dag munum við halda áfram niður í þennan hluta líkamans. Í huga fólks er greypt sú saga að innblástur komi að ofan, að djúpur andlegur skilningur sé komin frá tengingu við hið himneska, frá alheiminum, því sem er fyrir ofan ykkur. En í dag ætla ég biðja ykkur um að veita því athygli sem er fyrir neðan ykkur, jörðinni undir fótum ykkar, hinni lifandi jörð.
Mörg ykkar hafa upplifað sársauka, vonbrigði, djúpa sorg, eða einmanaleika, sem hefur fest sig í lægri orkustöðvunum. Þess vegna, hefur þekking ykkar risið, ásamt vitund ykkar - hún hefur horfið úr líkama ykkar ef svo má segja - vegna þess að allar tilfinningar sem þið hafið haft á jarðneska stiginu voru of sársaukafullar til að upplifa þær. Ég skil það og ég skil líka hversu erfitt það er að fara að fullu inn í svæði líkamans sem eru svona ofur viðkvæm. Það krefst þess að gefa algjörlega eftir, að treysta lífinu algjörlega.
Það er mjög mannlegt að byggja upp verndandi brynju í hvert skipti sem þið hafið orðið fyrir áföllum. En slík brynja heldur ykkar frá lífinu, hún rænir ykkur, ykkar dýpsta styrk. Og þið getið ekki lifað þannig, vegna þess að það þrengir að ykkur eins og fangelsi. Hins vegar er flæði lífsins, kraftur sálarinnar, alltaf sterkari en þau fangelsi sem þið byggið innra með ykkur. Frá sál ykkar, er alltaf ákveðin þrýstingur, drifkraftur í þá átt að opna og gefa eftir inn í lífið, til alls sem er.
Tilfinninga sárin sem þið hafið orðið fyrir eru sár sem hafa orðið til hér á jörðinni. Þau gætu haf orðið til í þessu lífi, eða í fyrri lífum, en vegna þess að þau urðu til hér á jörðinni, þá eru þau í sálar minninu ykkar, það hefur orðið til þess að þið hafið farið að líta á jörðina sem átaka stað, stað sem er grófur, ógnvekjandi og veldur óröyggi. Þegar þið komið hér aftur í líkama og heyrið kall sálarinnar – vegna þess að sálin er óstöðvandi og mun hvað eftir annað knýja á dyrnar - þá eruð þið eflaust fær um að opna fyrir kallinu á vettvangi hjartans. En þegar þið farið dýpra inn í líkamann, þá veldur það oft svo miklum ótta að þið dragið vitundina til baka frá þeim hluta líkamans. Og þar með aðskiljið þið ykkur. Partur af ykkur segir "já" og vill halda áfram þar sem hann finnur útgeislunina, boð nýrra tíma. En sá partur sem er fyrir neðan hjartað, lægri orkustöðvarnar þora ekki að taka þátt, þannig að þær halda áfram að vera lokaðar.
Í dag, langar mig að bjóða ykkur leið til að endurheimta traust ykkar á þessum hluta ykkar. Mig langar til að benda á að óttinn sem þið berið með ykkur á rót að rekja að mestu úr samfélagi manna fortíðar, úr þeirri orku sem ríkti þá, þar sem þið hafið upplifað höfnun og að vera óvelkomin. En munið að þið eruð líka tengd við jörðin sjálfa – við mig - óháð öllum mannlegum hugsanamynstrum og samvitundar orku sem umlykur jörðina. Mig langar líka til þess að losna við þessa neikvæðu orku.
Ég er líka á leið innri vaxtar, þróunar og endurfæðingar. Ég er á leið inn í nýja tíma þar sem verður meira samræmi milli manns og náttúru. Það hjálpar okkur ef þið minnið ykkur á hver ég er í raun og veru, ef þið minnið ykkur á lifandi kjarna minn. Með því að tengja við mig, við vitundina sem er svo fús að bjóða ykkur velkomin hér, eyðið þið minningum um sársauka fortíðarinnar.
Gefið því tækifæri. Leyfið lægri orkustöðvunum, þeim sem eru í maga og fótum að vera fylltar af krafti jarðar. Mig langar að bjóða ykkur, í stutta leidda ferð, til að hjálpa ykkur að finna þá orku betur. Það eru margvísleg konungsríki náttúrunnar í kringum ykkur, ríkulega búin af fjölbreyttum verum sem búa á jörðinni. Hvert þeirra leggur til sitt framlag sem hluta af heild. Ég bið ykkur nú um að hugsa um tré, sterkbyggt, breitt tré sem er með miklar rætur og hefur staðið í langan tíma.
Kóróna þess nær til himins, en ræturnar ná djúpt inn í jarðveginn. Tengið ykkur við kjarna þessa trés, með léttri og leikandi tilfinningu. Ímyndið ykkur einfaldlega að þið sitjið inni í trénu og finnið með vitund ykkur, þögn þess, stöðugleika og jarðtengjandi krafta. Farið niður í ræturnar. Finnið hvernig þessi vera býr, vex og geislar orku sinni á jörðinni. Finnið hvað tréð hefur að gefa ykkur, hvaða orkuþættir þess höfða mest til ykkar.
Látið orkuna flæða í gegnum ykkur og takið á móti henni, og finnið hvað tréð vill fá frá ykkur, vegna þess að það eru orkuskipti í öllu. Það finnur fyrir nærveru ykkar, rétt eins og þið finnið fyrir nærveru þess. Tréð er einnig lifandi orka og er líka meðvitað um ykkur. Takið eftir því hvernig það upplifir heimsókn ykkar.
Mig langar til að segja ykkur meira frá þessu. Þið sjáið ykkur oft sem hina miklu ræningja á jörðinni, þá sem menga jörðina og koma náttúrulegu jafnvægi hennar í ójafnvægi. Það er að nokkru leyti rétt, vegna þess að það er mikið ójafnvægi á milli manns og náttúru á þessum tíma. En ég vil minna ykkur á að ég, jörðin og öll mín konungsríki, bjóða ykkur velkomin. Þið eruð velkomin á jörðina. Við njótum og höfum gagn af nærveru ykkar og orku.
Þið komið hingað til að koma með eitthvað nýtt og óvenjulegt: að deila stjörnubirtu ykkar og alheims visku. Í vissum skilningi eruð þið gestir hér. Með annan fótinn, sem hluta af jörðinni, líkamlegar verur alveg eins og dýrin og plönturnar. En samt á sama tíma, þá komið þið til jarðarinnar til að koma með eitthvað annað, alveg nýja leið til að vera. Þið hafið frelsi, frjálsan vilja. Þið getið þróast, þið getið miðlað ljósi til jarðarinnar, eitthvað sem gefur nýjan hvata til alls lífs á jörðinni.
Finnið, um stund, samspil manns og náttúru innan þessa trés. Finnið að tréð nýtur og er spennt í nærveru ykkur. Það fer eitthvað á hreyfingu, sem er einfaldlega flæði kærleikans. Það sem þið raunverulega eruð, hefur mestu áhrifin á tréð. Þið getið séð það með venjulegum hætti í umhverfi ykkar, í garðinum ykkar, á gæludýrunum ykkar. Þegar þið hafið náin samskipti við þau, þá gefa þau eitthvað í staðinn.
Ég bið ykkur nú um að velja dýr sem vill koma til ykkar til að segja ykkur eitthvað. Leyfðu því að birtast með ímyndunaraflinu. Dýrið vill koma til ykkar til að hjálpa ykkur að líða vel og vera örugg á jörðinni og vera vel tengd við jörðina, svo þið séuð reiðubúin að vera í öryggi og velmegun. Dýrið þekkir það öryggi, það skjól. Það er í eðli sínu eitt með jörðinni, og það hefur engar efasemdir um rétt sinn til að vera til. Það einfaldlega er, lifir, andar og vex.
Farið með vitund ykkar inn í þetta dýr. Leyfið ykkur að sameinast því, auðveldlega. Finnið eitt augnablik hvernig þið eruð laus við hugsanamynstur ykkar. Dýrið er ekki plagað af endalausum hugsun eins og mannfólkið. Finnið hvernig náttúran rennur áreynslulaust í gegnum dýrið.
Takið við því sem þið þarfnist, hvað sem það er sem snertir ykkur í þessu dýri. Finnið hversu nálægt það kemur ykkur til jarðarinnar. Finnið hreinleikann, heilnæmi þessa. Sjáið hvað dýrið skynjar um komu ykkar hingað, og hvernig þið sameinið orku ykkur með orku þess. Finnið að orkan ykkar er velkomin, að það snertir eitthvað í dýrinu, gerir því gott, og veitir því uppörvun. Það er samspil ykkar beggja.
Það sem dýrið biður ykkur um að gera er að kynnast orku náttúrunnar þannig að ykkur fari að líða eins og þið eigið heima hér á jörðinni og þið vitið að þetta sé staður hér fyrir ykkur. Og til að setja það í sterkari orð, að konungsríki náttúrunnar er að bíða eftir ykkur. Við viljum vera innblásin af þeirri orku sem þið komið með. Í staðinn, viljum við taka á móti ykkur, svo þið getið orðið hluti af heilbrigði okkar. Þið eruð svo velkomin hér.
Ég er svo þakklát fyrir hugrekki ykkar og þrautseigju. Við erum að fara inn í nýja tíma á jörðinni. Á þessum nýju tímum er nauðsynlegt fyrir menn og náttúru að vinna aftur saman í gegnum innri tengingu. Allt er vitund og vill vinna saman. Það er þannig sem því er ætlað að vera.
Sérhverri náttúrulegri veru finnst hún vera hluti af heildinni. Dýpsta óskin mín er sú að þið vitið það líka að þið eruð hluti af heildinni hér á jörðinni. Að þið upplifið hana sem heimili ykkar, að þið séuð ekki einungis upprunnin úr alheiminum heldur að þið upplifið að vera með hinum lifandi verum í kringum ykkur. Fagnið lífi með öllu sem er hér. Það er mikilfenglegt verkefni sem er framundan hjá mannkyninu í dag. Sem mun verða til þess að jörðin nær að uppfylla það að þið verðið innblásin og skemmtilegar verur.
http://www.jeshua.net/
Efst á síðu
Ýmislegt
Heim
|
|