Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Um hvað snýst upprisan?

2. júní 2020

Jörðin og fólkið á jörðinni er að ganga í gegnum miklar breytingar. Þessar breytingar hófust snemma á áttunda áratug síðustu aldar með uppgötvun fótónu belta orkunnar og smástirnisins kírons. Breytingarnar eru að verða kröftugri. Þessi breyting er upprisuferli bæði fyrir jörðina og mannkynið. Hvað er upprisa? Til að útskýra það á einfaldan hátt, þá er upprisuferli um að hækka tíðni bæði einstaklings og samvitundarlega í hærri vitund og hærri vídd.

Í alheimi sólkerfisins eru margar víddir; hver vídd hefur sína tíðni og vitund. Eftir því sem víddin er hærri, því hærri tíðni og vitund. Jörðinni og mannkyninu sem býr á jörðinni, hefur verið gefinn kostur á því að hækka eigin tíðni og vitund svo þau geti farið upp í 5. víddina og gengið í stjörnufjölskyldu alheims bræðralagsins. Þetta er það sem upprisan snýst um bæði fyrir jörðina og mannkynið.

Allt er orka og vitund í alheiminum. Utan við efnislega líkama mannsins erum við öll hrein orka og vitund. Við erum öll tengd og það er enginn aðskilnaður þó að við virðumst vera einstaklingsbundin og aðskilin meðan við erum í líkamlegu formi. Efnis líkaminn er þéttur og er form af 3. vídd. Þannig að til þess að fara upp í 5. víddina og geta borið hærri orkutíðni þarf líkaminn að hækka tíðnina. Þetta krefst þess að DNA í líkamanum sé virkjað. Það gerir líkamanum kleift að miðla meira ljósi og kærleika, og gerir sálinni í líkamlega forminu kleift að enduróma og verða í takti við sálarkjarnann.

Hvert okkar er leiðarljós. Ljós og kærleikur er fæðingarréttur okkar þar sem við erum öll sköpuð úr ljósi og guðlegri ást. Ljós og kærleikur eru kjarninn í sál okkar. Þegar við höldum okkur í ljósi og ást þá erum við það besta í sjálfum okkur; þegar við höldum í ótta, reiði og hatur, týnumst við í því versta af sjálfum okkur. Því miður hefur mannkynið á jörðinni sofið í myrkrinu svo lengi og NÚNA er tíminn til að vakna og leyfa ljósi okkar að skína meira og bjartar innan frá. Þetta er það sem við erum öll að upplifa á þessari stundu. Okkur er gefið þetta sjaldgæfa og frábæra tækifæri til að fara úr myrkrinu og færast inn í ljós og kærleika. Kóróna vírusinn leikur stórt hlutverk í þessu ferli, þetta er hvati til að vekja okkur. Það er undir okkar frjálsa vilja hvort við kjósum að fylgja breytingunum og fara í upprisu án ótta, eða höldum okkur í myrkrinu í ótta, reiði og hatri o.s.frv.

Upprisan er ferli til að hækka tíðnina þína og vitund, það er á ábyrgð hverrar sálar og ferlið kemur innan frá. Maður getur ekki hækkað tíðnina og farið í upprisuna með því að horfa á aðra og leita upprisu utan frá, það getur aðeins átt sér stað innan frá. Þetta er áfram haldandi ferli, en ekki einhver upplifun um algleymi einnar nætur.

Hvernig geturðu hækkað tíðnina og farið í upprisuferlið? Hér eru nokkrar tillögur:

1.Horfstu í augu við óttann þinn og óöryggi, losaðu þig við og hreinsaðu allar tilfinningar sem eru fastar. Allar „neikvæðar“ hugsanir, tilfinningar, skoðanir og ástand eru lægri tíðni og þessi tíðni heldur okkur í myrkrinu og hindrar ljósið í að skína innan frá hjá okkur. Ekki leyfa ótta þínum, reiði, gremju, hatri, beiskju eða dómi að heltaka þig og stjórna þér. Æfðu þig í að fyrirgefa og sleppa og halda áfram! Þegar þú fyrirgefur og heldur ekki fast í neinar „neikvæðar“ tilfinningar, þá stígur þú upp í hærri tíðni og hærri vitund. Því meira sem þú hreinsar „neikvæðu“ orkuna, því hærri tíðni.

2. Leggðu áherslu á þig og þitt líf. Þú ert hér til að vera þú og þú ert hér til að verða meistari eigin örlaga. Með því að hlusta á og fylgja öðrum, leyfirðu sannleika annarra að verða þinn sannleikur og þú munt glata þínum. Þess vegna verður þú að vera sannur/sönn og heiðarleg gagnvart því sem býr í hjarta þínu, hlustaðu á innsæi þitt. Gerðu þér grein fyrir því sem endurómar og talar við þitt hjarta. Farðu alltaf inn í hjartastöðin þína, vegna þess að hún er sæti sálar þinnar og tenging við þitt æðra sjálf. Þú munt verða leidd/leiddur af æðra sjálfinu í þínu upprisuferli.

3. Berðu kennsla á og skildu þá sem spegla og kenna í kringum þig, sem eru að aðstoða upprisu ferli þitt með því að kalla fram tilfinningar. Ef einhver eða eitthvað gerir þig reiða/n eða kallar fram sterk tilfinningaleg viðbrögð innra með þér, reyndu að sleppa því að bregðast við með reiði, þess í stað skaltu snúa inn á við og spyrja sjálfan þig, „af hverju gerir þetta mig reiða/n?“ þú munt alltaf geta fundið svarið. Það býr innra með þér. Þá þarftu að sleppa tilfinningunni ekki bæla hana eða halda fast í hana. Þú gerir þetta sjálfur/sjálf með því að gráta, skrifa dagbók, æfa eða kýla poka; vertu viss um að henda ekki tilfinningum þínum til annarra. Farðu í gegnum þær, fyrirgefðu, gleymdu, slepptu og haltu áfram. Ef þú gerir það þá hækkarðu tíðnina og ferð í upprisu.

4. Ekki taka neitt eða neinn persónulega, alveg sama hvað aðrir segja eða gera það er ekki endilega um þig, heldur þeirra leið til þess að fá útrás fyrir eigin ótta, reiði, gremju og allar aðrar tilfinningar sem eru staðnaðar í þeim. Aðskildu þig frá þeirra tilfinningum, gefðu þeim enga orku. Þú einfaldar ástandið og ferð fljótar og betur í gegnum það eftir því sem þú gerir það oftar. Mannfólkið á jörðinni nærist á tilfinningum og mannlegu drama, frá fjölskyldum okkar og fjölmiðlum sem við hlustum á. Þegar þú hættir að leika tilfinningalegt fórnarlamb og hættir að draga þig inn í tilfinningalegt drama í kringum þig, þá ferðu að sjá raunverulega orsök og ástæðu fyrir málefnunum og ástandinu. Mundu bara að allt á jörðinni er blekking. Það sem þú sérð á yfirborðinu er ekki það sem raunverulega er að gerast í kringum þig. Það er ekki fyrr en þú hefur aðskilið þig frá tilfinningum sem þú getur séð blekkinguna og verið raunverulega hlutlaus.

5. Virðing. Berðu virðingu fyrir sannleika annarra. Sérhver einstaklingur er sérstakur með sína tíðni og sannleika. Þannig hafa allir sitt eigið sjónarmið, innsýni, skoðanir, ólík tilfinningaleg viðbrögð við sömu persónu eða atburði og það getur verið allt öðruvísi eða andstætt þínum. Það er fullkomið vegna þess að við erum öll ólík og einstök. Þegar við virðum hvort annað og sannleika hvers annars getum við samt lifað í friði og sátt. Vegna þess að við leyfum hvert öðru að vera sönn og ósvikinn við eigin persónuleika. Þegar við erum öll sönn og heiðarleg að vera við sjálf erum við í okkar bestu útgáfu af okkar sál. Ef við berum öll virðingu fyrir hvort öðru, munum við búa til yndislegt, fallegt og friðsælt mannlegt samfélag á jörðinni. Við getum öll verið ólík en lifað saman í friði og sátt, náttúran sýnir okkur þetta á hverjum degi.

6. Hafið opið hjarta. Þegar við opnum hjarta okkar, þá erum við tengd við æðra sjálfið og erum í hærri tíðni. Okkar æðra sjálf er samúð, skilyrðislaus kærleikur og algjört samþykki. Vertu því alltaf tengd/ur æðra sjálfinu þínu, ef þú gerir það, muntu hafa samúð, algjöra tillitsemi, virðingu, umburðarlyndi, skilning og þakklæti fyrir annarri manneskju jafnvel þó að hann / hún sé gjörólík þér og þú munt örugglega vera í hærri tíðni og hærri vitund.

7. Dómgreind á eigin sannleika. Það er ekkert rétt eða rangt, aðeins það sem endurómar fyrir þig. Það eru engar tilviljanir heldur. Það er ástæða fyrir öllu sem gerist í heiminum. Reyndu að blanda þér ekki í sannleika eða málefni annarra. Vertu í þínum eigin sannleika, rými og orku. Á þennan hátt muntu hafa meiri orku til að vinna í sjálfum þér.

8. Talaðu þinn sannleika hljóðlega og skýrt með ást og virðingu og án ótta. Láttu viðkomandi eða fólk vita að það er þinn sannleikur og þakkaðu þeim fyrir að hafa gefið þér tækifæri til að tala þinn sannleika, slepptu því svo. Þetta er öflugasta orkan til að sigrast á og það skapar marga árekstra og ósamkomulag. Á sama hátt, ekki þröngva þínum sannleika upp á aðra og ekki trufla líf annarra því þú heldur að þú vitir betur eða heldur að þú sért betri.

9. Þakklæti. Vertu alltaf þakklát/ur fyrir fólk, hluti, atburði og aðstæður. Það er alltaf ástæða fyrir því sem hefur gerst í lífi okkar. Versti óvinur lífs þíns gæti verið besti vinur þinn í heimi andans. Vegna þess að þeim þykir vænt um þig og þykir það vænt um þig að þeir hafa kosið að gegna erfiðasta hlutverki í lífi þínu til að aðstoða þig við að hækka tíðni þína og vitund, svo að þú getir orðið sú sál sem þú sannarlega ert.

10. Njóttu lífsins og skemmtu þér, farðu út í náttúruna, nálægt vatni og faðmaðu tré. Lífið er leikur; það er skóli og leikvöllur fyrir sálarþróun þína. Þetta snýst allt um að læra og upplifa. Reyndu að vera ekki of alvarleg/ur og auðveldlega slegin niður af hindrunum, erfiðleikum, mótlæti og áskorunum. Þetta er allt valið af þér sem tækifæri til sálarþroska. Þegar þú stígur út úr hugarfarinu um að komast af, sem kemur frá lægra sjálfinu, dýrislega hluta þínum, þá muntu geta séð raunverulega ástæðu og tilgang lífs þíns á jörðinni. Þú munt fagna lærdómi þínum og hækka þig upp yfir tilfinningar augnabliksins og blómstra.

Sérhver sál á jörðinni hefur fengið einstakt tækifæri til að hækka eigin tíðni og vitund. Sérhver sál á jörðinni er í uppljómunarferli ásamt jörðinni. Það er hins vegar frjáls vilji hverrar sálar og ábyrgð hvort hún / hann nýti sér þetta einstaka tækifæri. Þú og þú ein/n eruð ábyrg fyrir því að velja. Hvert okkar er mikilvægur hluti af því að hækka samvitundar tíðni og vitund mannkynsins í heild. Okkar eigin ákvarðanir hafa áhrif á framtíð mannkyns. Veldu því skynsamlega og veldu að vera með þínu æðra sjálfi. Þú ert skapari eigin veruleika. Vonandi veljum við öll uppljómun til hærri tíðni og hærri víddar; við munum öll velja einingu og vinna saman að því að skapa fallegt mannlegt samfélag á jörðinni með jöfnuði, friði og jafnvægi.

Sem manneskjur er hvert og eitt okkar orku máttarstöð, hvert okkar er sköpunarkarftur. Leyfðu þér að vera leidd/ur til ljóssins. Láttu ljósið skína í gegnum þig innan frá. Láttu sköpun þína vera ástina, friðinn og jafnvægið.

Jean Luo

 

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur