|
Að sleppa
7. febrúar 2012
Það eru ákveðnir hlutir í lífinu sem ekki er hægt að sýna, eins og hamingju, frelsi og innri frið. Margar sálir vita ekki hvernig á að komast á þann stað að geta upplifað lífið á þann hátt. Þessu markmiði má ná með því að sleppa. Að sleppa snýst um að greina og skoða gömul lífsmunstur.
Orka fortíðarinnar er að mörgu leiti svo djúpt falin að það þarf röð atburða til þess að fá hana upp á yfirborðið. Af hverju er svona mikilvægt að sleppa? Að sleppa er ekki um að fyrirgefa, það er um að skilja. Að sleppa er ferli, en það snýst ekki um að gleyma því sem kemur upp á yfirborðið, heldur að viðurkenna það og byggja upp nýtt viðhorf gagnvart því.
Þegar þú lítur framhjá liðnum atburðum, eða forðast að ræða þá, þá halda þeir áfram að hafa vald yfir þér. Með því að viðurkenna þá og leyfa öllum tilfinningum og orku að losna út, þá nærðu loksins að ná þeim stað að finna fyrir innri friðsæld.
Allt sem gerist í lífinu er til þess að kenna þér eitthvað um sjálfa/n þig. Jafnvel í dimmustu og erfiðustu aðstæðunum, er verið að kenna þér að nota eigin styrk og traust til að yfirstíga erfiðleika.
Þú getur líka lært af minnstu atburðunum í lífinu. Hvað kennir það þér um þig að bíða í röð? Kannski kennir það þér að vera eitt með umhverfi þínu, að sýna þolinmæði, eða jafnvel að meta guðlega tímasetningu þeirrar reynslu. Ef þú finnur að þú verður reið/ur eða svekkt/ur út í eitthvað í lífinu, þá er það vísbending um að þú hafir ekki ennþá sleppt því alveg.
Þegar þú heldur í eitthvað, þá getur það orðið miðpunktur þess hvernig þú skilgreinir sjálfa/n þig. Margar sálir hafa orðið fyrir harðneskjulegri meðferð annarra í þessu lífi, það er ekki óalgeng reynsla. Ef þú hefur upplifað slíka meðferð, þá væri það ekki rétt að segja að allt sé gott og fullkomið í þínu lífi. Þannig er það samt sem sumir ákveða að takast á við sársauka. En til þess að láta það fara þá þarftu að byrja á því að koma þér út úr þeirri afneitun og segja, „já þessi manneskja gerði mér þetta, eða þetta,“ það er fyrsta skrefið í að viðurkenna.
Næsta skref er að fara inn í tilfinningarnar sem þú fannst fyrir og finnur enn fyrir í sambandi við þessa atburði, eða aðstæður. Leyfðu þér að skilja og tjá þessar tilfinningar. Það eru margar öruggar og heilbrigðar leiðir til þess að gera þetta, að skrifa um þær, hreyfing/æfingar, listmeðferð, hugleiðsla, jóga, tala við vin, persónulegan þjálfara, eða ráðgjafa. Finndu samsetningu réttrar heilbrigðrar tjáningar fyrir þig til þess að leyfa tilfinningum og orku að fara út á öruggan máta.
Þegar þú gefur þér ekki tíma fyrir þetta síðasta skref, endar þú í raun á því að grafa þessa orku ennþá dýpra innra með þér og það er þá sem það getur orðið að líkamlegum sársauka eða sjúkdómi, ef ekki er brugðist við. Þegar orkan er algjörlega farin þá getur þú sannarlega sagt að þú hafir sleppt henni.
Það hefur verið spurt hvort það sé til styttri leið til þess að losa þessa orku út, bara með því að óska þess að hún sé farin. Það er ekki þannig sem tilfinninga líkaminn virkar. Ímyndaðu þér ef allar sorgar tilfinningarnar í öllu lífinu þínu væru skrifaðar niður með blýanti á pappír. Einn daginn kemur einhver og segir "þú þarft ekki að upplifa þetta aftur, vegna þess að ég hef þetta töfra strokleður." Svo að þú strokar og strokar út orðin, en þér líður samt ekkert betur. Það er vegna þess að töfra strokleðrið getur ekki útrýmt þeirri stimplun sem þessi orð skildu eftir sig.
Til þess að losna við þessar tilfinningar þá þarftu að vera fær um að sleppa þeirri tengingu sem þú hefur við orðin, að fá upp allar tilfinningar sem fylgja orðunum alveg þangað til farið hverfur algerlega. Þýðir það að orðin fari? Nei, þau munu alltaf vera þarna. Með því að fara í gegnum ferlið við að sleppa þá verður þú fær um að líta á þessi orð á annan hátt. Og einn daginn muntu verða fær um að taka þennan pappír upp og upplifunin verður eins og frelsi, í stað örvæntingar.
Allir hafa átt augnablik sem skilgreina þá í lífinu, sum góð sum slæm. En ekki láta þau augnablik hafa vald yfir þér lengur. Hvort sem þau eru góð eða slæm þá standa þau ekki fyrir þeirri heildarmynd sem þú ert og ef þú ert að skilgreina sjálfa/n þig með fáum upplifunum úr lífinu þá er sýn þín á sjálfum þér í raun mjög takmörkuð.
Þú ert sannarlega ótakmörkuð/ótakmarkaður og því meira sem þú leysir upp sár fortíðar og leyfir þeim að heilast, því frjálsari verður þú í því að stilla inn á núið: núið þegar sköpunin og birtingarmyndin hefst, augnablikið þar sem þú getur alltaf valið hvað þú gerir og hvernig þér líður með það. Ekki láta Sjálfið þitt þig draga þig aftur inn í það sem einhver annar sagði um þig, notaðu þessi í stað staðhæfingar til að finna nýja möntru.
Þú getur verið endurnýjaður/endurnýjuð hverja stund, svo hvers vegna ekki sleppa þeim hlutum sem halda í tilfinningar fortíðarinnar. Það er kominn tími til að þú losir akkeri, ótta, efa og kvíða og skiptir þess í stað sjónarmiðum þínum yfir í friðsamlegan skilning á því hversu sterk/ur þú ert í raun og hversu mikið þú ert fær um að gera. Þú ert vissulega ótrúleg/ur.
Love, Aurora
Efst á síðu
Aurora
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|