Andað léttar
17. Mars 2012
Á síðustu mánuðum eruð þið farin að sjá þess merki að það sé eitthvað að breytast í lífi ykkar. Þessar breytingar hafa sumar orðið til vegna þess að þið eruð að sleppa gamalli orku, aðstæðum og jafnvel fólki sem er ekki lengur að þjóna ykkar æðsta tilgangi. Sumar breytingar fara með ykkur út fyrir þægindarammann, að nýjum stöðum, nýju fólki og nýjum ævintýrum. Þessar breytingar hafa ekki verið auðveldar.
Þið munið þó fljótlega anda léttar, ekki vegna þess að breytingaferlinu sé lokið heldur vegna þess að það er eins og ykkur finnist að ykkur sé loksins að takast að ná utan um breytingarnar í lífi ykkar. Hröðun tímans heldur áfram og hvern dag líður ykkur eins og þið hafið varla komist í gegnum dagplanið ykkar, (eða jafnvel ekki náð að byrja það).
Hluti af þessum breytingum eru til þess að þið lærið að láta af stolti og tilfinningu fyrir því að vera við stjórn. Þetta tvennt er helsta verkfæri sjálfsins. Mótsögnin í þessu er að þegar þið hættið að hafa þörf fyrir að stjórna, þá eruð þið í raun með meiri stjórn! Það er auðvelt að gleyma því að þið gerðuð áætlun áður en þið fæddust inn í þetta líf, þar sem þið voruð búin að ákveða hvað þið ætluðu að upplifa í lífinu.
Þegar þið farið að lifa lífinu, þá getið þið ekki alltaf munað öll smáatriðin sem þið völduð fyrir ykkur sjálf. Og þetta "sálar minnisleysi" getur valdið ykkur tilfinningu um mótþróa út af þessu vali. Það þarf líka að berjast við sjálfið og það mun gera sitt besta til þess að reyna að hafa stjórn á vilja æðra sjálfsins. Þetta er barátta sem mörg ykkar eruð að há þessa stundina.
Sjálfið vill halda að það sé við stjórnina og notar stjórnun sem leið til þess að halda ykkur frá með ótta. (Eins og: "Ekki gera þetta, vegna þess að eitthvað slæmt gæti gerst)." Æðra sjálfið hefur ekki áhyggjur af neinu, það fylgir einfaldlega flæði lífsins, það treystir áætluninni sem þið hafið þá þegar búið til.
Breytingarnar sem þið eruð að upplifa núna í lífi ykkar eru að aðstoða ykkur við að losa orku sjálfsins, svo að þið getið gengið meira í skóm æðra sjálfsins. Ferlið sem felst í því að skipta frá einu til annars er ekki auðvelt, en þegar æðra sjálfið ykkar er staðfast við stjórnina, þá getið þið svo sannarlega byrjað að anda léttar.
Það getur verið að þið séuð að spá í, hvernig það er þegar æðra sjálfið er við stjórn?
Í fyrsta lagi, þá eruð þið sátt við ykkur sjálf. Þetta þýðir ekki endilega að þið séuð alltaf ánægð, það þýðir bara að þið eruð eitt með lífi ykkar. Í öðru lagi, æðra sjálfið spyr ekki um sjálft sig, það er aðeins sjálfið sem hefur tilfinningar, efa og vantraust. Æðra sjálfið er ekki heft af svörunum sem það gefur. Það talar sinn sannleika hljóðlega og greiðlega. Það er í friðsæld.
Til þess að geta andað léttar getur maður þurft að fara í gegnum ógnvekjandi leiðir til þess að losa út djúpan ótta og viðhorf úr undirvitundinni. Að fara inn í þessa orku og sleppa henni er ekki auðvelt og þetta er einmitt það sem margir eru enn að fara í gegnum þessa stundina.
Hins vegar, munið þið núna fyrst byrja að sjá hvernig ykkar eigin aðferðir við að sleppa eru að skila sér í ykkar lífi. Þetta getur átt við að áform sem voru löngu plönuð fari að komast á skrið, að ný tækifæri fari að birtast eða þá að þið fáið afgerandi "a-ha" augnablik sem breyta algjörlega lífsleiðinni ykkar enn einu sinni. Þetta eru tákn og boðsendingar frá æðra sjálfinu til að hvetja ykkur til þess að snúa ykkur að tilganginum.
Hin nýja orka sem er að flæða yfir jörðina hefur örugglega valdið því að sumar lífsáætlanir ykkar hafa breyst, ekki tilgangurinn heldur í háttum. Þetta var stór hluti orkunnar sem var hrist upp í síðari hluta ársins 2011. En, núna hafa þessir nýju hættir verið skapaðir og nýjar leiðir eru að mótast. Bráðum munið þið ekki bara finna þann trausta grunn sem er undir fótum ykkur á leið ykkar heldur munið þið einnig sjá hvert það er að leiða ykkur.
Gömlu blæjunni hefur nú endalega verið lyft og nýja orkuvíddin hefur loksins komið í ljós. Treystið því bara að fætur ykkar muni einungis lenda þar sem þeir þurfa og gerið ykkar besta til þess að treysta leiðinni fram undan. Leið æðra sjálfsins mun alltaf fara með ykkur á stað sem endurnærir ykkur hið innra þar sem ykkur finnst þið vera heima.
Love, Aurora
Efst á síðu
Aurora sister
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |