|
Biðstofan
26. ágúst 2011
Ó, hversu erfitt það getur verið að bíða í óvissu ... vita ekkert hvað er framundan og gefa upp allar tilraunir til að freistast við að finna það út. Það er í þessu sem frelsi þitt felst, frelsi til þess að vera þú sjálf/ur, laus við væntingar þess sem var, í nýju rými sköpunar. Sköpunar sem hefst í hinu eilífa núi.
Ímyndaðu þér ef þú gætir notað alla þá orku sem þú eyðir í streitu og áhyggjur og umbreytt henni í sköpun og birtingarmyndir. Þú getur það! En, það er ekki alltaf auðvelt að losa sig við gömlu ótta mynstrin og stundum þarftu að sitja í þeirri alþekktu biðstofu og leyfa leiðsögninni að koma til þín eins og þú værir að bíða eftir að vera kölluð/kallaður inn um dyr næsta tækifæris.
Það hafa ekki allir innri styrk til þess að koma á biðstofuna, sumir hafa ekki hugrekki til þess að opna dyrnar, og aðrir hafa ekki þolinmæði til þess að bíða. Það getur meira að segja valdið spennu að sitja í biðstofunni, það geta líka verið þar sem eftirvæntingin og kvíðinn er mestur.
Taktu þér tíma til þess að viðurkenna þinn þátt í því að hafa náð þetta langt á ferðalaginu, þar sem þú situr í biðsal næsta tækifæris. Það er ekki auðvelt að ganga innum dyragætt trausts og tiltrúar, en þú hefur gert það! Núna, þar sem þú bíður eftir að hin efnislega sköpun verði að veruleika, notaðu þá biðtímann til þess að losa út allan ótta og áhyggjur um hvað bíði þín þegar nafnið þitt er kallað.
Sérhver sál á jörðinni hefur verkefni að vinna, sumt er mjög frábrugðið öðru, og þess vegna eru ekki allir að bíða í sömu biðstofunni. Ekki hafa áhyggjur af því hvort þú munir geta það, eða hvort þú sért á réttum stað; bara það að hafa fengið leiðsögn um að lesa þessi skilaboð er staðfesting á því að þú sért hér.
Biðstofan er dásamlegur staður og tími til að leyfa sér að vera á. Að leyfa, er um að gefa eftir alla þörf fyrir að stjórna útkomunni, að sleppa því að þurfa að gera áætlun fyrir alla hugsanlega möguleika og vera bara opinn fyrir leiðsögn. Þessi leiðsögn mun verða það sem hvetur þig áfram næstu skrefin á leiðinni þinni.
Það er í gegnum þetta ferli, að leyfa, sem endursköpunin fer fram: Að leyfa leiðsögninni að leiða til aðgerða sem skapa það í efninu. Mundu, að allt er nú þegar til á andlegu stigi og þú ert bara að koma því í efnislegt form. Það eina sem hindra þetta ferli eru viðhorf sem ekki hafa verið heiluð og þau leiða til þess að þú efast um hlutverk þitt í ferlinu sjálfu.
Slakaðu bara á og njóttu þessarar stundar eins vel og þú getur. Vegna þess að áður en þú veist af ryðst einhver inn um dyrnar með næsta tækifæri fyrir þig. Haltu í tiltrúna á getu þína til að vera skapari þess sem bíður þín, og treystu því að það gerist á guðlegri tímasetningu. Þegar þú nærð því að vera í ró og næði á biðstofunni, verður veröld þín fyllt af tækifærum. (Jafnvel þó að þú hafir ekki ennþá áttað þig á því hvað það er!)
Love, Aurora
Efst á síðu
Aurora
Ýmislegt
Heim
|
|