Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Skuggahliðin hreinsuð

Aurora Message miðlað af Karen Downing

17. desember 2010

Skuggahliðin er einfaldlega samvitundar egó og þær sálir sem nota hana sem hjálpartæki til þess að stjórna. Það getur dulist í egóinu hið innra hjá sál, ef hún leyfir það. Ef þú hefur einhvern tíman vísvitandi eða óafvitandi villt um fyrir eða afvegaleitt einhvern, þá hefur þú á þeirri stundu tekið þátt í skugga hliðinni.

Já, það er togstreita á milli samvitundar egósins og æðra sjálfsins, en það er ekki eins og það er framreitt í bíómyndum. Það er mikilvægt að muna að þú ert þín eigin hetja og að þú hefur valdið sérhvern dag til þess að velja hvernig þú horfir á  heiminn og hlutverk þitt í honum. Ef þú velur að hugsa það út frá hringrás fórnarlambsins, þá ert þú ómeðvitað að segja að þú sért að gefa vald þitt til þessara ytri afla.

Hins vegar, ef þú kýst að samþykkja að þinn eiginlegi máttur komi innan frá, flæði í gegnum þig eins og í beinu sambandi við Guð, þá ertu að samlaga þig æðra sjálfinu og þínum eigin guðdómi.

Þessi valdabarátta fer fram í hverri einustu mannveru og í samvitund mannkyns. Það eina sem þú þarft að gera er að spyrja hvernig aðrir skilgreina sig og í svörum flestra, munt þú sjá bregða fyrir egó miðaðri hugsun sem hefur verið hluti af mannkyninu í þúsundir ára.

Á næstu 30 dögum, mun verða gríðarlegt orkuinnstreymi sem mun valda meiri aðskilnaði í því að hugsa og vera. Þetta er að gerast til þess að þvinga sálir til þess að öðlast skilning til að byrja með og síðan að velja hvort þær vilja fylgja egóinu, eða æðra sjálfinu.

Vegna opnunar á þessum víddar aðskilnaði, mun mikið af duldum viðhorfum, orku, mynstrum og vel földum leyndarmálum byrja að hreinsast út bæði úr samvitundinni og á einstaklings grundvelli. Þetta þýðir að það sem þú hefur ekki ennþá tekist á við, mun koma upp á yfirborðið svo það sé hægt að hreinsa það út og það sama mun gerast fyrir samvitundina.

Mundu eftir því að sigla í gegnum þessa breytingatíma með því að fylgja sannfæringu þinni, þinni innri leiðsögn. Það er enginn annar sem getur skilgreint þig, eða sagt þér hver þú ert, eða hvað þú hugsar. Þú hefur frelsi til þess að vera meistari eigin lífs á hverjum tíma, það er bara gamalt viðhorf frá skuggahlið mannkyns sem hefur valdið því að sálir halda að þær þurfi að miða sig við gildismat sem byggt er á fjölmiðlum, samferðafólki, eða hverjum þeim sem þær leyfa meðvitað að taka ákvarðanir fyrir sig.

Já, það eru margir sem hafa leyft öðrum að hafa ómeðvituð áhrif á hugsanir sínar og gjörðir. Það er vegna ótta, ótta við að falla ekki inn í, ótta við að vera dæmd/ur, ótta við að vera yfirgefin/n, ótta við að vera ekki viðurkennd/ur. Hver sem sú djúpa fyrri lífa reynsla sálarinnar er, þá hefur skuggahliðin lært inn á hana fyrir löngu síðan til þessa að reyna að halda sálunum frá því að hafa sjálfstæða hugsun.

Hafðu engar áhyggjur, þessu tímabili er nú lokið á jörðinni. Þessar sálir eru ekki lengur færar um að nota aðra með þessum hætti og öllu því sem tengist þessu víddar stigi hefur nú verið aflétt. Það sem eftir verður er fyrir sálirnar sem eru ennþá þátttakendur í þessari hugsun, við að meta óttatengda blekkingu til þess að taka endanlega ákvörðun um það hvoru megin víddar blæjunnar þær vilja eiga heima. Mun það verða leið egósins? Eða mun það verða djúp viska sálarinnar af hinum guðlega arfi sem partur af Guði?

Þar sem hrist verður upp í þessari orku og hún færð upp á yfirborðið hjá sérhverri sál og í samvitundina, þá muntu taka eftir því að það virðist ekki vera neitt vit í sumu, á meðan önnur atriði virðast hafa skýrst í fyrsta skipti í sögunni. Vertu bara meðvitaður um að þú ert leitandi í þessari blekkingu og að þú hefur alltaf val, um það hvernig og hverju þú trúir um sjálfa/n þig. Því meira sem þú losar út af vanmætti, ótta, sektarkennd og skömm, því skýrar munt þú sjá þinn raunverulega innri styrk.

Kærleikur er hið sanna afl alheimsins og fyrir mörgum öldum síðan, valdi mannfólkið að afneita honum. Nú hefur hlutfallið breyst og kærleikurinn er að ná hærra vægi en nokkru sinni áður. En kærleikurinn einn getur ekki breytt heiminum, sálir verða að vilja taka við honum án skilyrða og snúa lyklinum í lás hins nýja víddar veruleika.


Love, Aurora

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur