Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

8.-8. endurskoðun

 

Aurora miðlað af Karen Downing

7. ágúst 2013

Spinn síðasta mánaðar hefur nú loksins stöðvast og mörg ykkar eruð farin að anda léttar. Margt af því sem var kakótískt í síðasta mánuði er nú farið að jafnast, jafnvel þótt endanleg útkoma sé ekki komin í ljós. Þar sem þið vaknið til vitundar um orkuna 8. 8. þá er þetta frábær tími til að skoða líf ykkar, umhverfi og allt sem þið eruð þátttakendur í.

Þar sem hlutirnir eru nú að falla í sinn stað, þá eruð þið í fullkomnu hléi til þess að velta fyrir ykkur hvort að það sem hefur verið skapað er nákvæmlega eins og þið vilduð hafa það. Eruð þið með rétta fólkinu, á réttum stöðum, í réttum aðstæðum og tækifærum fyrir ykkur á þessum tíma? Ef ykkur finnst það ekki notið þá orkuna 8.8. til að uppgötva hvað er ekki lengur í takt og ákveðið hvernig á að breyta því.

Þetta hefur verið ögrandi spuna hringrás, sem hefur sveiflað út tilfinningum, orku, fyrri lífa minningum, ótta og öllu því sem er ekki löngur þörf á hjá ykkur (jafnvel þó að þið vitið það ekki ennþá). Þetta hefur verið harkalegt fyrir marga. Hins vegar, þegar hin orkulega þvottavél hægir á sér og innihaldið skilar sér endurnært og hreint þá er kominn tími til að líta á hvað er eftir og endurskoða hvernig best er að nýta það.

Á lífsleiðinni koma oft tækifæri til að skoða allt í nýju ljósi. Þetta þýðir ekki endilega að það þurfi að breyta, hins vegar ef ykkur finnst þið ekki hafa jákvæða tilfinningu fyrir ákveðnum aðstæðum, eða þegar þið eruð í samskiptum við fólk, þá er vissulega kominn tími til að spyrja sig: "Af hverju líður mér svona?"

Oftast nær, getur svarið við þessari spurningu verið afhjúpað með því að skilja tilfinningar ykkar og skoða hvernig ykkur líður við þessar tilteknu aðstæður. Í öðrum tilfellum, getur svarið fundist í því að kunna að breyta eða endurskoða eitthvað í lífi ykkar. Ef spuna hringrásin hefur ekki endurskipulagt lífið fyrir ykkur, takið þá nokkra daga til þess að skipuleggja og athuga með ykkur og umhverfi ykkar. Ef þið hafið orðið illa fyrir barðinu í þessu spinni eins og flestir, eyði þá nokkrum dögum til þess að skoða og finna aftur innihaldið sem er ennþá í hinni orkulegu þvottavél.

Lærið að sleppa því sem þið þurfið ekki lengur á að halda. Besta leiðin til að halda áfram í lífinu er að sleppa þeim hugsjónum, viðhorfum aðstæðum, fólki, venjum, og ótta sem er ekki lengur að þjóna því æðsta og besta fyrir ykkur. Þið munið einfaldlega vita af því þegar það er ekki lengur þörf á einhverju, þar sem alheimurinn hefur leið til að skapa tækifæri í lífinu ykkar til þess að sýna ykkur það.

Notið það sem eftir er af ágúst og september til þess að byggja upp hið nýja og losa það gamla út. Farið yfir alla þætti lífs ykkar. Hugleiðið, slakið á, endurskoðið. Athugið hvort að allt sem þið þarfnist hafi komist í gegnum spinninginn og ákveðið hvaða skref er best að taka næst í lífinu. Þið eruð óendanlega kröftug/ur og fær um að skapa allt sem þið þarfnist, en ef þið gefið ykkur ekki tíma til að skoða allt sem er að eiga sér stað, þá er auðvelt fyrir hinn óhreina sjálfs-sigur að byggjast upp aftur.


Efst á síðu

Aurora

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur