Engin leyndarmál eða fórnarlömb lengur. 
        
        
      
      21. október 2012 
       
      Jörðin  er að fara inn í tíma þar sem margir hlutir eru að fara að breytast og sumar breytingarnar  verða til þess að gömul leyndarmál verða gerð opinber. Þessi breytinga tími  á sér stað til þess að styðja hina nýju orku jarðar. Í þessari nýju orku, mun  ekki lengur verða staður fyrir leyndarmál, stjórnsemi og lygar. 
      Þetta þýðir ekki að það verði bara einn sannleikur, heldur  þýðir þetta að sérhver sál verður fyrir áhrifum af upplýsingum sem hefur verið leynt í  mjög langan tíma. Það munu koma margar upplýsingar, leyndarmál og yfirhylmingar upp á yfirborðið núna vegna þess að Satúrnus er komin í sporðdrekamerkið. Margir munu verða undrandi á því hvernig það hefur  verið hægt að halda þessum upplýsingum svona lengi leyndum.  
       
      Þessar upplýsingar munu hrista upp í veruleika margra og það  mun valda bæði reiði og uppnámi. En þetta mun verða uppreist æru fyrir aðra, þar  sem heimurinn mun loksins fá staðfestingu á því sem þeim  hefur allan tíman fundist vera  rétt.   
         
      Viðbrögðin við þessu nýja upplýsinga streymi munu verða misjafnt.  Sumir munu gráta, aðrir munu gera uppreisn, sumir vilja dansa og aðrir munu  hörfa inn í einveru. Þessi orka hefur ekki bara áhrif á heildina, heldur líka  á einstaklinga. Í framtíðinni verður hvergi hægt að fela leyndarmál. Allt sem á að fela vegna ótta mun  koma í ljós á endanum. 
       
      Þetta er vegna þess að orka mannslíkamans og jarðarinnar er  að verða gegnsærri, sem þýðir að allt sem er að eiga sér stað í lífi einhvers mun  verða auðlesið í orkulíkama þeirra. Þetta eru frábærar fréttir fyrir suma, en ógnvekjandi  fyrir margar sálir sem líta svo á að leyndarmál séu lykillinn að persónulegu valdi.   
         
      Þegar þessar uppgötvanir koma æ meira í ljós mun stærsti ávinningurinn  verða sá að það mun þjappa fólki saman. Jafnvel þó að fólk  bregðist misjafnlega við þá eigum við eftir að sjá að fleira fólk kýs að safnast í  hópa til þess að styðja hvert annað. 
       
      Sá sannleikur sem mun koma upp á yfirborðið mun að mestu  leiti tengjast þema fórnarlambsins. Fórnarlambið er orðið langvarandi  mynstur á jörðinni, orka sem passar ekki lengur fyrir neinn sem kýs að skapa sitt  eigið líf. 
       
      Þessi samvitundar fórnarlambs orka er farin að hreinsast út. Hér áður fyrr kom það svo oft fyrir að manneskja, fólk, eða hópur  nýtti sér aðstöðumun gagnvart öðrum. Um það verður aldrei deilt. Hins vegar snýst það um það að hve miklu leyti þú leyfir atburðum að hafa áhrif  á það hvernig þú sérð sjálfan þig, hvort þú leyfir þér að vera fórnarlamb þessara  aðstæðna, eða ekki. 
Fórnarlambs mynstrinu er lýst á þann hátt að þú gefir vald  þitt til annarrar persónu eða atburða. Orðið fórnarlamb og fórnarlömb eru  oft misskilin, margir halda að þessi orð vísi til einhvers sem hefur verið  notaður / særður af öðrum. Hins vegar er fórnarlamb sá sem leyfir annarri  manneskju, eða aðstæðum að hafa áhrif á það hvernig hann/hún sér sjálfa/n sig. Þegar þú ákveður  að horfa fram með von og hugrekki fyrir þitt eigið líf, þá er það vísbending um að þú hafir  losað mynstur fórnarlambsins út í þínu eigin lífi. 
       
      Það sem gerðist í fortíðinni er ekki spegilmynd þess sem þú ert. Þú ert manneskja með bjarta og fallega sál, sál sem veit alltaf hvernig  á að skapa stað friðsældar í lífi þínu. Þegar þú dvelur í fórnarlambinu þá er vonlaust að komast á þann friðarstað, en þegar þú styrkir þig af ást, þá  getur þú umbreytt lífinu takmarkalaust. 
       
      Þegar þú velur að halda í fórnarlambs hugsunina, þá ert þú  að segja að manneskja eða atburðir hafi meira vald yfir þér en þú sjálf/sjálfur  og það er einfaldlega ekki satt. Þegar þú kallar sjálfan/sjálfa þig fórnarlamb, þá ert  þú að draga úr eigin getu til þess að koma á jákvæðum breytingum. Þegar þú getur  sagt þinn sannleika um það sem hefur átt sér stað í lífi þínu og notar þá  atburði eða aðstæður sem tækifæri til að skapa jákvæða breytingu (hvort sem það er  í þínu lífi eða annarra), þá ert þú ekki lengur fórnarlamb. Þess í stað,  getur þú orðið guðlegur gullgerðarmaður/guðleg gullgerðarkona, þú getur snúið erfiðum  aðstæðum í eitthvað sem verður til sjálfsstyrkingar. 
         
    Orkan þín getur ekki verið notuð eða misnotuð af öðrum á meðan þú gerir tilkall til þinnar eigin orku. Það er það sem þessi breytingatími er um, að draga gömlu orkuna upp á yfirborðið þannig að það sé hægt að  afhjúpa hana svo hún verði aldrei endurtekin aftur. Þeir sem hafa ætlað sér að halda öðrum  í fórnarlambs hugsuninni munu bráðum sjá niðurrif á því sem hefur  verið byggt að baki þess leynda. Það er máttur  í því að finna þinn sannleika, í fórnarlambinu er bara vanmáttur. 
     
    Love, Aurora 
      Efst á síðu 
      Aurora/sister 
      Heim 
        
    © Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband  |