|
Breytingar á jörðinni
10. febrúar 2011
Það hafa verið dómsdagspár jafn lengi og spámenn hafa verið til. Núna þegar jörðin er að nálgast tímalínuna 2012, þá er svo miklu meiri ótti í gangi. Það sem þessi ótti gerir er að gefa samvitundar egóinu meira færi á að stjórna aðgerðum, hegðun og tilfinningum annarra.
Já, það eru breytingar í gangi, en það getur orðið án þess að það verði heimsendir eða önnur gereyðing. Jörðin getur endurnýjast án þess að til eyðileggingar komi.
Þessar breytingar, eru orka eins og líkami þinn. Allt er orka og til þess að orkulegar breytingar geti átt sér stað, þarf stundum að skapast ókyrrð í efnisheiminum. Eigi að síður ólíkt mörgum ótta tengdum atburðum þá þýðir þetta ekki að stórfelldar breytingar þurfi að verða á jörðinni til þess að breytingarnar geti orðið að veruleika.
Þú ert nú þegar í miðri breytingu. Líttu bara í kringum þig, þú getur séð það á hverjum degi, ef þú veitir því eftirtekt. Taktu eftir að það sem þú sendir út, kemur til baka og hvernig hlutir sem þú telur ekki vera hluta af raunveruleika þínum, virðast svo miklu fjarlægari. Það er vegna þess að þú ert að skapa líf þitt á hverjum degi.
Þú getur búið til þinn eigin raunveruleika. Það verður til í vitundinni og líka með því hafa skilning á óttanum og tilfinningunum sem valda honum. Ef þú trúir því að fólk sé vingjarnlegt, þá verður það þannig. Ef þú trúir því að fólk sé dómhart þá verður það þannig.
Þessi viðhorf koma ekki eingöngu úr vitund hugans, heldur einnig frá undirmeðvitundinni og tilfinninga líkamanum. Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að vita hvernig vitund þín notar þessa orku. Ef þú trúir sorginni í tilfinninga líkamanum, þá endurspeglast það í veruleika þínum. Ef þú trúir á gleðina í hjarta þínu, þá endurspeglast það í veruleika þínum.
Hinn ytri heimur verður æ meiri spegilmynd af þinni innri veröld. Þetta er að gerast vegna orkubreytinganna. Þegar þú sérð ytri heim sem þér líkar ekki, þá getur þú byrjað að breyta honum með að gera þér grein fyrir því að þetta er spegilmynd af einhverju sem er innra með þér. Þegar þú ferð að kannast við að þetta er uppspretta þess sem þú trúir, þá getur þú breytt eða upprætt það og ytri veröld þín mun breytast í samræmi við það.
Fyrir nokkru síðan vó neikvæð hugsun og takmarkanir þungt, en núna hefur það jafnast og breyst í von, ást og ljós. Þessi jafnvægis breyting varð til þess að það var hægt að koma á nýrri tímalínu, þannig að breytingarnar á jörðinni munu ekki verða eins og spáð var, en það mun gerast á þann hátt að það verður varla hægt að greina það frá hefðbundinni orku á jörðinni.
Breytingar á jörðinni eru EKKI nauðsynlegur hluti af þróunarferli jarðar. Jörðin hefur margar aðferðir til þess að hreinsa og losa út orku, rétt eins og menn og dýr. Stundum eru þessar aðferðir óþægilegar og stundum eru þær varla sjáanlegar.
Jörðin er alltaf að breytast og andlegi heimurinn mun alltaf hafa þig á réttum stað á réttum tíma. Mannkynið er ekki dæmt til útrýmingar, það er bara gömul hringrás ótta og reiði sem er að fara núna. Og það þarf ekki að losa þessar tilfinningar út í gegnum efnislegar endurbætur á jörðinni.
Þessar tilfinningar eru hreinsaðar út á hverjum degi hjá öllum sálum á jörðinni og það er í gegnum sameiginlega tengingu við jörðina sem sérhver manneskja á plánetunni leyfir tilfinningunum að hreinsast út fyrir heildina og hver fyrir sig. Það er þetta ferli sem hefur gert það kleift að þessi gamla orka hreinsast út á mildan hátt.
Þannig að þegar þú rekst á einhver sem er að losa út reiði, þakkaðu þeim fyrir að hjálpa til við að hreinsa út sameiginlega reiði á jörðinni! Það er vissulega ótrúlegt hvað mannkyninu hefur tekist að áorka.
Með því að muna eftir þínum hlut í þessum breytingum og vinna að því að hreinsa út orku takmarkanna og reiði, þá ert þú að hjálpa jörðinni að skipta yfir í hærri vitund, kærleika og ljóss fyrir alla.
Efst á síðu
Aurora skilaboð
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|