Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

AÐ VERA Í NÚINU

 

Aurora Message miðlað af Karen Downing

Það er ekki alltaf auðvelt að ferðast á lífsins leið. Hins vegar getur það veitt ykkur mikla gleði, ef þið vitið hvernig á að fara eftir henni. Eins og margir vita, þá er miðillinn minn í Indlandi ásamt samstarfsfólki sínu. Á meðan þau voru í ferðalaginu hafa komið tímabil þar sem þeim finnst byrðarnar sem þau bera í lífinu of þungar. Á meðan þau eru að ganga í gegnum tilfinningaleg augnablik eru þau samt meðvituð um að þau er aðeins tímabundin.

Í hvert skipti sem þið finnið fyrir djúpri tilfinningalegri örvæntingu, eða tilfinningu fyrir því að starf ykkar við að aðstoða aðra sé of stórt verkefni til þess að það muni takast, munið þá að leggja áherslu á það sem er núna. Þegar þið eruð í núinu, þá skiptir ekki máli hvað er að gerast fyrir utan gluggann, eða það sem gerist á morgun. Það eina sem skiptir máli er hvernig þið hegðið ykkur og bregðist við núna. Þegar þið getið náð utan um stóru myndina og litlu upplýsingar samtímis, án þess að setja ykkur í pressu við að ná öllu á sama augnablikinu, þá getið þið fundið fyrir friðsæld í núinu.

Allir upplifa augnablik í lífinu þar sem þið eruð að losa út djúpar tilfinningar eða þar sem þið eruð að gefast upp á því sem lífsins leið hefur sannfært ykkur um að gera. Á meðan það er fullkomlega eðlilegt að spyrja um val ykkar og lífstilgang, sama hvað það er, þá megið þið aldrei gefast upp á ykkur sjálfum.

Það er almennur misskilingur að til þess að ná árangri, þá verðið þið alltaf að vera að gera eitthvað. Það er ekki rétt. Vegna þess að það sem gerist í stanslausu annríki er að sjálfið (egóið) er að halda ykkur annars hugar. Þá er ekki verið að tala um að þið hafið ekki skyldur, þið hafið þær, en reynið að taka ykkur tíma til þess að vera í næði, til að leyfa innsæinu að koma inn.

Oft er það þannig að þið puðið og puðið þegar þið eruð að takast á við vandamál og það virðist vera hvert ergelsið á fætur öðru. En þegar þið takið skref til baka, beinið orkunni í eitthvað annað og gefist upp vegna þess að þið hafið gert allt sem þið getið í bili, þá geta nýjar hugmyndir komið til ykkar. Lífið er bæði um að vera og gera. Þegar þið eruð að gera, þá látið þið verkið leiða ykkur áfram. Þegar þið eruð að vera, þá eruð þið að leyfa næstu leiðsögn að koma inn.

Það er þreytandi að lifa lífi þar sem aldrei er tekinn tími til að vera, það er tilfinning sem margir á jörðinni standa frammi fyrir í dag. Það er ekki erfitt að finna tíma til að vera. Það getur snúist um að taka sér 15 mínútur á dag í kyrrð. Það er hægt að gera um leið og þið eruð að þjálfa, eða á morgnana þegar þið eruð að gera ykkur tilbúinn fyrir daginn í kyrrð og þögulli íhugun. Þegar þið eruð, þá eruð þið að læra að lifa í núinu. Þið lærið að leggja rækt við friðsæld fyrir ykkur og þið lærið hvernig best er að stjórna ykkar eigin ferðalagi.

Lífið er hvorki erfitt né auðvelt, það er nákvæmlega það sem þið setjið í það, meðvitað eða ómeðvitað. Ef þið óttist, gerið þá eitthvað til þess að sigrast á óttanum. Ef þið trúið ekki á ykkur sjálf, finnið þá út hvers vegna það er. Ef þið eruð reið út í hið andlega fyrir eitthvað sem gerðist í fortíðinni, finnið þá út hvaðan sú orka kemur. Sérhver tilfinning er upprunnin í einhverri reynslu, annaðhvort úr þessu lífi, eða fyrri lífum. Þegar þið gefið ykkur tíma til að afhjúpa þá  uppsprettu og fara í gegnum það, þá getur ferðalag lífsins leitt ykkur á stað þar sem er gleði og friður innra með ykkur sjálfum.

Ást, Aurora

 

Skilaboð frá Aurora

Efst á síðu

Heim

 


© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur