|
Leiðin til samkenndar
15. janúar 2011
Það getur stundum verið mjög erfitt að skilja hvað samkennd þýðir. Samkennd snýst um að viðurkenna að sérhver sál er einstök og sérstök og hefur ákveðna lífsleið og lífsáætlun sem þarf að ljúka. Þessi lífsleið er mismunandi og þegar þú ferð að skilja hvað það þýðir þá verður þú að láta af þeim dómum sem þú hefur haldið í um aðra á jörðinni.
Það er í gegnum samkennd sem mannkynið getur náð að sameinast. Vegna þess að samkennd leyfir sálum að líta framhjá þeim leiðum sem aðrir myndu flokka sem öðruvísi og hún gerir ráð fyrir því að einstaklingar sjái sérhverja sál sem guðdómlega birtingarmynd almættisins. Allar sálir eru hluti af hinu guðlega og allir eiga rétt á samkennd.
Í hvert sinn sem þú dæmir einhvern, þá verður þú að muna að sá dómur kemur frá þinni eigin reynslu, aðstæðum og fyrri líf orku. Sú reynsla getur verið í samræmi við sannleika annarrar manneskju, eða ekki.
Ef mannfólkið býst við að allir hugsi og bregðist við á sama hátt, hvernig væri þá hægt að læra af reynslunni? Hvernig væri þá hægt að skilja samúð, samkennd, fjölbreytni, jafnrétti og samheldni? Það væri mjög erfitt að skilja þessi hugtök og part þeirrar tjáningar guðlegs kærleika, án þess að upplifa andstæðar skoðanir líka. Það er líka þess virði að viðurkenna tjáningarform ásökunar, reiði, samanburðar, ótta o.s.frv. vegna þess að ef mannfólkið upplifði ekki þessar tilfinningar, þá væru sálir ekki færar um skilja hvað raunveruleg samkennd þýðir.
Í hvert sinn sem þú finnur fyrir reiði gagnvart einhverjum sem hefur aðra sýn á hlutina en þú, eða ef orka einhvers veldur djúpum viðbrögðum innra með þér, þá er komin tími til að kanna hvers vegna það gerist. Það er í þinni blekkingu sem viðbrögðin eiga sér stað en ekki endilega fyrir hina sem málið varða. Spyrðu sjálfa/n þig, hvers vegna er þessi manneskja eða aðstæður að láta mér líða eins og mér líður? Hvaða viðmið notar þú til þess að dæma? Hvaðan kemur þessi orka?
Ef þú leyfir þér að spyrja spurninga sem tengjast aðstæðum og fólki sem hefur áhrif á líf þitt, þá mun það hjálpa þér að komast í gegnum þessar tilfinningar og finna til samkenndar. Oftast eru þessar sálir bestu vinir þínir í andlega heiminum og þær tóku að sér það erfiða hlutverk að hjálpa þér að afhjúpa eitthvað sem þú hefur ekki viljað sjá. Þegar þú kemst á þann stað að hafa raunverulega samúð með þeim og ert algjörlega laus við aðrar tilfinningar, þá munt þú vita að þær hafa uppfyllt hlutverk í þínu lífi sem þær eru komnar til að fullkomna hér.
Samkennd er bara einn hluti af kærleikanum, það er orka sem gerir ráð fyrir að skilyrðislaus ást sé möguleg. Það er samkennd sem gerir sálum mögulegt að skilja reynslu annarra.
Samkennd getur ekki orðið nema persónulegt hlutleysi eigi sér stað og skilningur á því að einstaklingar eru meira en mannlegt útlit þeirra. Rétt eins og þú skiptir um föt á hverjum degi, þá breytist líkami þinn á milli lífa. Þó að þú hafir ákveðinn húðlit í þessu lífi þá þýðir það ekki að það verði alltaf þannig. Og þetta á við um trú, menningu, kynhneigð, kyn, efnahag og alla aðra þætti sem fólk dæmir aðra.
Til þess að upplifa og skilja samúð Guðs, þá þurfa allar sálir að hafa mismunandi reynslu aðstæðna og mannlífs. Svo að það sem þú dæmir í öðrum er í raun hluti af þér sem þú vilt ekki viðurkenna. Sérhver sál er hluti af öllu og þín ytri veröld er alltaf spegilmynd af þinni innri veröld.
Hvað er það í lífi þínu sem þú þarft að hafa samkennd með? Hvað er alheimurinn að reyna að sýna þér með því sem er að gerast hjá þér? Með því að skilja og hafa samúð með öðrum þá verður þú fær um að losa út þína eigin sjálfássökun og vera einu skrefi nær því að taka opnum örmum fegurð þess guðlega sem ert ÞÚ.
Love Aurora
Efst á síðu
Ýmislegt
Aurora skilaboð
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|