Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Þokunni er að létta


Aurora miðlað af Karen Downing

10. september 2013

Mörg ykkar eru enn að upplifa að hlutirnir séu að raðast á sinn stað eftir júlí-ágúst spinnið. Ekki er allt komið nákvæmlega þann stað sem það á að vera á ennþá, þó það hafi náðst mikill árangur við að koma á nýjum undirstöðum. Tilgangur þessa spinnings var að hressa upp á og endurnýja allt sem var í lífi þínu.

Héðan í frá mun þér finnast sem þú öðlist stöðugt meiri skýrleika um hvaða skref þú tekur næst í lífinu á þinni andlegu leið. Tækifærin sem þú fannst alltaf að væru á leiðinni eru að verða að veruleika. Ekki gefa upp vonina núna, en mundu að sleppa væntingum um það hvernig þú heldur að þessi tækifæri verði nákvæmlega.

Auðveldasta gildran sem hægt er að falla í er gildra sem er fyllt af væntingum. Vegna þess að þær væntingar munu segja þér, jafnvel þegar hlutirnir eru farnir að koma inn í líf þitt, að þeir séu einhvern veginn ekki réttir eða að þeir séu ekki nákvæmlega eins og þeir hlutir sem þú baðst um.

Þegar þokunni léttir, þarftu að byrja á því að gefa þér tíma til að staldra við og sjá hvað er þarna. Það er ástæða fyrir því að það er svo mikilvægt að sleppa væntingunum. Þegar þú heldur í væntingar, þá stjórna þær væntingar því hvernig þú sérð heiminn í kringum þig.

Þú getur hafa séð það hjá annarri manneskju hvernig væntingar þeirra hafa áhrif á raunverulega upplifun þeirra. Hugsaðu þér að þú sért áhorfandi að miðli á sviðinu, og hann segir að hann hafi skilaboð til einhverrar sem heitir Sarah sem er skapandi og gerir eitthvað með börnum. Vinkona þín Sarah situr við hliðina á þér, hún er kennari og leiðir virkilega yndislega skapandi kennslu fyrir nemendur sína.

En hún réttir ekki upp höndina vegna þess að hún er ekki að sjá hvað hún er að gera til að vera skapandi. Persónulegar væntingar hennar eru á annan hátt en allir aðrir sjá. Þetta er bara eitt dæmi um það hvernig væntingar geta fengið þig til að finnast að eitthvað sé öðruvísi en það raunverulega er. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því af hverju það er svona áhrifamikið að læra að sleppa öllum væntingum.

Nú get ég heyrt næstu spurningu. Hvað er athugavert við það að vilja eða biðja um eitthvað sérstakt? Það er ekkert athugavert við það, en það er hárfín list að læra muninn á að setja áform um hvað þú vilt skapa, og að gera væntingar um það sem þú vilt. Ásetningurinn er skýr og ákveðinn, án þess að setja óþarfa hömlur eða takmarkanir á neitt. Vænting er þegar sérstakar aðstæður eru settar í fyrirætlanir þínar.

Það er svona sem þetta virkar. Þú setur þann ásetning að laða nýja vini inn í líf þitt. Þú gengur jafnvel enn lengra og segir ákveðið að þú viljir frekar andlega þenkjandi vini sem eru góðir hlustendur. Búið, ásetningurinn hefur verið settur fram!

Næst, (og það er hérna sem þetta verður vandasamt), koma væntingar egósins um það hvernig fyrirætlanir þínar eiga að skila sér. Kannski eru væntingar þínar um að vinir þínir muni verða af sama kyn, sama aldurshópi, eða jafnvel búa nógu nálægt til þess að hitta þig í eigin persónu. En þessar væntingar setja takmarkanir á hver, hvað, hvar og hvenær. Því fleiri væntingar sem þú setur á eitthvað, því skýaðari verður linsan sem þú hefur fyrir framan þig. Hver vænting hefur bein áhrif á skýrleika þinn, og þannig áhrif á hvernig eitthvað kemur inn í líf þitt.

Prófaðu að skoða aðferðir þínar við að setja fram það sem þú vilt fá og sjáðu hvort egóið (sjálfið) er að reyna að laumast með einhverjar væntingar einhver staðar (skrifaðar, eða óskrifaðar). Það er mjög gagnlegur eiginleiki að vera fær um að skilja muninn, svo að þú getir verið tilbúin til að sjá það skýrt hvað liggur undir þokunni þegar henni léttir.

Love Aurora

 

Efst á síðu

Skilaboð frá Aurora

Heim