Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Uppfærsla um upprisuferlið

 

Aurora - miðlað af Karen Downing

21. október 2013

Það hafa komið upp margar spurningar og orðið mikill ruglingur undanfarið um það hvernig upprisu ferlinu miðar, hvað hefur gerst og hvað hefur ekki gerst ennþá. Upprisuferlið (einnig vísað til sem vitundar hækkun, eða tíðni hækkun) er að virkjast með alheims orku, sem er þekkt sem fótónu belta orka. Fótónu/ljóseinda beltið hefur verið nefnt “Dark Matter” af vísindasamfélaginu og eru þeir að rannsaka þetta á stjarnvísinda - og stjarneðlisfræði sviði. Fótónu/ljóseinda beltið virðist vera dökk rönd í geimnum. Innan fótónu/ljóseinda beltisins er hærri orku tíðni og það er í raun nokkur vegin eins og línulegur uppdráttur á milli vídda sviða. Á þessu ári hefur fótónu beltið náð nálægasta punkti sínum við jörðina og verður þar næstu 11 árin. Það er vegna nálægðar fótónu beltisins, sem tíðnin er að hækka á jörðinni og upprisa er að eiga sér stað, ein manneskja, einn staður, eitt samfélag í einu. Þannig að það eru staðir þar sem upprisan hefur nú þegar hafist.

Á þessu 11 ára tímabili, munu þeir sem ákveða að flytja í burtu frá þessari orku (þú myndir verða undrandi á því hversu margir eru hræddir við hana), fara úr jarðvistinni, til að halda áfram lífsferli sínu annars staðar á öðrum hnetti sem er kallaður Stahlen. Eftir að 11 ára tímabilinu líkur, munu allir sem enn eru á jörðinni hafa lokið upprisu ferli sínu.

Upprisan mun ekki verða á sama degi hjá öllum, þetta er miklu meira í líkingu við það að hurð hafi verið opnuð og 11 ára tímaramminn sé sá tími sem öllum einstaklingum er gefin kostur á að fara í gegn eða ekki. Sálin verður þá fær um að hefja ferlið með því að ná því sem er þekkt sem krists vitund (einnig kallað alheims vitund). Því vitundar ástandi er hægt að ná af einstaklingum, þjóðfélagi, menningu eða samfélagi með því að losa út reiði, hatur, ótta og efa. Þegar fólk kemst upp í krists vitund og upplifir upprisu ferlið, munu það ekki hverfa eða yfirgefa jörðina, því jörðin sjálf mun færast að fullu inn í hina nýju víddarhækkun.

Síðan 1987, hafa í raun verið tvær jarðir. Pláneturnar skarast í reynslu, en hafa á að skipa tvö mismunandi tíðni svið. Frá þeim tíma hefur, " Ný jörð" eða 5. víddar jörð eins og margir kalla það, verið að skiptast og færast upp (eða færast upp) í tíðni, en "Gamla jörðin " eða 3. víddar jörðin hefur haldist í sinni sömu tíðni. Þegar þetta bréf er skrifað  eru þessar tvær jarðir enn með þessa skörun, en fjarlægðin á milli tíðnisviða heldur áfram að aukast. Tilvist fótónu beltisins er að aðstoða í þessu ferli, þar sem það er að ýta öllu því gamla í burtu, hugsunum og viðhorfum (bæði hjá einstaklingum og samvitundarlega) sem eru komnar frá egóinu. Á meðan verið er að pressa þessa orku út úr einstaklingum, borgum, löndum, hópum og svo framvegis, þá hefur hvert þeirra möguleika á að ljúka við að fara úr einni vídd yfir í aðra. Annar ávinningur af fótónu beltinu er sá að það hefur myndað brúna á milli þessara tveggja vídda. Þessi víddar brú hefur verið opin síðan í september 2009. Þegar verið er að fara yfir þessa brú fótónu beltisins, þá er allt sem sveiflast á 3. víddar tíðni hreinsað frá þeim sem fara í gegn. Það verður ekki hægt að ná hinum megin við brúna fyrr en allt sem sveiflast á 3. víddinni hefur verið hreinsað út, allt sem er frá egóinu (lægri sjálfinu). Meðan á þessu ferli stendur, mun vitundar stigið hækka einu sinni enn, fara með einstaklinginn úr Cosmic vitund í alheimsvitund (einnig þekkt sem einingar vitund).

Hvernig veistu hvort þú hefur þegar náð þessum umskiptum yfir vídda brúna? Það eru fjórar vísbendingar sem benda til þess að þú sért í 5. víddar heiminum. Sú fyrsta er að þú ert fær um að vera fullkomlega aðskilinn frá því sem er að gerast í heiminum. Þú gætir samt haft áhuga á að horfa á það og taka þátt í breytingum, en þú ferð ekki lengur í uppnám við að horfa á ofbeldi, eða erfiðleika sem aðrir eru að upplifa. Að sleppa tökum er allt um tilfinningalega fjarlægð, ekki um að láta eins og ekkert sé að gerast, hins vegar er það um það að leyfa því sem er að gerast ekki að hafa áhrif á tilfinninga ástand þitt. Margir aðrir sjá þetta sem kulda eða afskiptaleysi, en í raun er það sönnun þín á því að þú deilir ekki lengur lífi þínu í orku 3. víddar heimsins.

Í öðru lagi, að finnast sem aðrir sjái þig ekki. Þetta getur verið líkamlegur ósýnileiki þegar verið er að útrétta, eða í sambandi við samskipti á opinberum stöðum, þar sem fólk nánast hleypur yfir þig. (Ekki hafa áhyggjur leiðbeinendur mun vera til staðar til að koma í veg fyrir raunverulegan árekstur). Þetta er vegna þess að allt líkamskerfið sveiflast á miklu hærra tíðni sviði en þeirri sem eru í rýminu og þess vegna sjá þeir þig ekki fyrr en þú ert komin alveg upp að þeim. Önnur mynd af ósýnileikanum er tilfinningalega fjarlægðin sem getur aukist á milli þín og fólks sem var einu sinni náið þér. Ef þér finnst það stöðugt erfiðara að hafa samband við aðra, vegna þess að þú verður örmagna, þreytt/ur, eða þú finnur einfaldlega að þeir skilja þig ekki lengur, þá er þetta sönnun þín á tilfinningalegum ósýnileika.
 
Í þriðja lagi, sköpunarhæfni þín eykst. Sönnunargögn þín eru að hlutir birtast akkúrat þegar þú þarft á þeim að halda (en ekki endilega áður). Það er um að vera í raun og veru móttækileg/ur, þar sem þér er leiðbeint algjörlega af innsæi þínu við að koma þér á réttan stað til að vera á þegar þú þarft á því að halda. Þetta er þegar fólk í kringum þig mun halda áfram að segja þér hversu heppin og blessuð/blessaður þú ert, en þú veist að allir eru blessaðir, bara ef sérhver maður/kona gæti viðurkennt það innra með sér. Þetta á sér stað vegna þess að þú ert eitt með þörfum þínum og áhrif egósins (sem klúðrar sköpunarferlinu) hefur verið gert hlutlaust.

Á endanum finnur þú frið sem er ofar öllum skilningi, frið sem býr í hverri frumu líkamans, tilfinningu um frið við allt sem er, var og verður. Þú hefur komist yfir áhrif egósins. Það er ennþá til staðar og talar ennþá við þig, en þú hlustar ekki lengur á það! Það hefur verið gert hlutlaust, því þú munt hafa unnið þig í gegnum fyrri lífa mynstrin þín, tilfinningar og skoðanir. Vegna þess að ef þú tekst ekki á við fyrra lífa losunar hlutann af upprisuferlinu, þá ertu að skilja eftir innra með þér grunn skotfæri fyrir egóið til að nota gegn þér. Svo lengi sem þessi skotfæri eru til staðar, þá munt þú ekki vera fær um að komast yfir áhrif egósins. Þegar þú nærð þessum friði, þá ert þú í því sem er þekkt sem alheims vitund, sem er 5. víddar ástand.

Á næstu 11 árum, munu halda áfram að verða til tveir heimar. Þú munt smám saman og maður-á-mann uppgötva, að þú ert að verða sýnilegri og fleiri geti séð þig og geta haft samskipti við þig aftur. Þessi reynsla gefur til kynna að þær sálir muni einnig hafa farið í gegnum víddar hliðið.

Ef þú ert óviss um hvar þú ert, þá ertu eins og margir sem eru að ferðast einhvers staðar á milli tveggja heima, á víddar brúnni, þar sem þeir eru nokkra daga í 5. vídd og aðra daga í 3. vídd. Hugaðu að hugsunum þínum, tilfinningum og skoðunum til að afhjúpa þá vasa innra með þér sem ennþá sveiflast í 3. víddar tíðni. Þegar þú hefur losað úr þeim vösum (og þú hefur nægan tíma til að gera það) þá muntu verða fær um að lifa að fullu í 5. víddar heiminum, án nokkurs möguleika á að fara aftur á lægri tíðni.

Hvað verður um þær sálir sem kjósa að vera í 3. víddinni? Þær vilja einfaldlega vinna út það sem eftir er af karma skyldum sínum í öðrum 3. víddar heimi. Sálar námsferli þeirra mun halda áfram, eins og ferlið fyrir alla þá sem eru núna, eða verða fljótlega í 5. víddinni. Hins vegar munu lexíurnar og reynslan verða mjög frábrugðin. Gamla jörðin mun ekki lengur verða til, þar sem nýja jörðin verður komin inn að fullu.  Þessi breyting mun ekki eiga sér stað í stórfelldum hörmungum, heldur í gegnum yfirborðs tíðni og breytingar. Þær sálir sem velja að halda áfram í 3. víddinni munu fara í gegnum dauðaferlið, til þess að endurfæðast á nýju lærdóms plánetunni sinni.

Hver sál mun draga þær upplýsingar inn í líf sitt sem hún þarf að lesa, horfa á, upplifa, í þeirri röð sem hún þarf til að vera fær um að fara í gegnum þessa tíma glugga upprisurnar. Það verður engin stór breyting sem gerist einn daginn, þetta er ferli til að ljúka. Þegar þú hefur náð í gegn, þá muntu vita það útaf gleðinni í hjartanu, hlutleysi gagnvart "vandamálum" í kringum þig og friði sem er í tilveru þinni.


Love, Aurora


Efst á síðu

Aurora miðlað efni

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur