Fyrri lífa heilun
Það geta legið mörg samskonar líf að baki þar sem sama atferli eða hegðun er endurtekin með sömu sálunum sem hafa þá farið í annan líkamlegan búning. Orkan sem einu sinni hefur verið mynduð heldur áfram að vera til staðar á milli lífa þangað til orkan hefur verið leyst út í alheiminn til umbreytingar. Orka sem tengist því að við óttumst eitthvað, okkur líður ekki vel í návist einhvers, við fáum líkamleg einkenni eða viðbrögð á ákveðnum stöðum og þannig mætti lengi telja. Alls staðar þar sem við hittum fólk fara fram orkuskipti. Það er ákveðin tilgangur með því að hitta ákveðna aðila, stundum þarf eitt augnablik til að leysa upp ákveðna orku eða minna okkur á ákveðin tilgang. Við drögumst að ákveðnu fólki á ákveðnum tíma, á ákveðnum stað. Það er tilgangur með öllum samskiptum hvort sem þau vara í stuttan eða langan tíma. Stundum vitum við ekki tilganginn með samskiptunum, en þau hafa samt ákveðin tilgang. Það er mikilvægt að dæma ekki, ekki einu sinni okkar eigin lífsreynslu í núverandi lífi eða reynslu fyrri lífa og þá gildir einu hvaða hlutverk við höfum tekið að okkur. Sérhver reynsla er mikilvæg og er um að þroska sálina vegna þess að hún hefur ákveðið að vaxa við ákveðna reynslu. Best er ef við náum að láta okkur þykja vænt um okkur sjálf fyrir að hafa haft þann kjark og áræði að fara í gegnum mismunandi lífsreynslur og safna þannig þekkingu í reynslubanka sálarinnar. Að uppgötva fyrri líf er eins og að sjá leikrit á sviði sem við erum þó partur af sjálf, líkami (karl eða kona), búningar, umhverfi, aðrar persónur og leikendur, söguþráður leikritsins, tilfinningar, tengingar við annað fólk, ákveðin hegðun, trú, vani, eignarhald, fjölskyldustaða, þjóðfélagsstaða og þannig mætti lengi telja. Fyrri líf upplifun getur líka snúist um að finna styrkinn og kraftinn, gleðina og það sem við lærðum að gaf okkur lífsfyllingu. Fyrri líf eru ekki bara erfiðar minningar og áföll heldur líka það sem hefur mótað og styrkt okkur, jákvæðar minningar. Ef þú vilt vita það þá ertu svo miklu meira en líkami þinn, þú ert yndisleg sál sem fæðist aftur og aftur í dauðlegum líkama. Sálin þín er aftur á móti ódauðleg og í stöðugri þróun, stöðugum vexti. Kjarni þinn sem sál er óendanleg ást/kærleikur sem velur sér allskonar þroskaleiðir sem fá þig til að skilja lífið út frá margskonar sjónarmiðum. Þegar þú sérð sjálfa/n þig í öðrum líkama í öðrum aðstæðum þá kemur þú til með að fá dýpri og viðameiri skilning á lífinu. Það skemmtilega við þetta allt er að líf þitt núna er eins og mörg brot af minningum fyrri lífa og þess vegna er svo mikilvægt að vera meðvitaður um það hvað er í gangi hverju sinni. Ég býð upp á heilun innra barnsins og fyrri lífa ásamt heilun á kven - og karlorkunni en ég útskrifaðist sem innra barns og fyrri lífa meðferðaraðili í The Etherikos International Center for Energy Healing and Spiritual Development hjá Nicholas Demetry árið 2001. Tímapantanir í s. 615 5710 eða í netpósti joninath@viskaoggledi.is
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband |
||||||||||||||||||||||