Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Heilun - Orkuheilun

 

Hjá flestum hefur áfalla orka hlaðist upp í nokkurs konar skýjaformi í orkulíkömum og orkustöðvum. Þessi ský, eða orkupokar ef við getum kallað það svo hafa myndast í einhverri jarðvist og síðan bætist í þá eftir því sem farið er í gegnum fleiri jarðvistir og sömu tilfinningar eru upplifaðar. Ef áfallið er orðið mjög djúpt og skýið stórt þá spilar hugurinn inn í til þess að minna á tilfinninguna sem er í skýinu.

Orkuskýin eða orkupokarnir eru ekki alveg stöðnuð orka, heldur hreyfist hún um í orkuhjúpnum. Pokarnir eru víðsvegar í orkuhjúpnum og oftast eru þeir margir, stundum eru þeir mjög utarlega í orkuhjúpnum, en tengilínur liggja frá þeim inn í líkamann sjálfan og stundum liggja þær einmitt þar sem líkamleg einkenni eru farin að gera vart við sig.

Í öllum samskiptum við annað fólk erum við minnt á þær tilfinningar sem við geymum innra með okkur í orkunni. Aðrir sérstaklega þeir sem næstir okkur standa eru nokkurs konar speglar, eða potarar í þessar tilfinningar. Þegar það næst að losa þessa orku út í heilun t.d. þá er ekki lengur nein tilfinning fyrir aðra að pota í eða næra. Það verður stundum til þess að verkefni þeirra í samveru er lokið og sambandið rofnar, eða minnkar. Oft er það líka þannig að fólk lýkur sambandi og er þá tilbúið að vinna með tilfinninga skýin sem tengist sambandinu, vegna þess að það er ekki lengur verið að minna á þær tilfinningar. En það getur líka verið að manneskja sé ekki tilbúin að vinna úr þeim og þá komi inn ný manneskja til að minna á þessi sömu tilfinningar.

Best er ef hægt er að uppræta alla orkupokana í heiluninni sem eru komnir upp í yfirborðsorkuna og líka að ná tengilínunum sem liggja inn í líkamann. Þá er gott að vera með góða leiðbeinendur og hjálpendur beggja. Bæði þess sem heilunina þiggur og eins þess sem leiðir orkuna.

Tilfinningar og hugur vinna saman í því að viðhalda tilfinningum og því er mikilvægt að vita að við erum ekki tilfinningar okkar. Við erum ekki sorgin, við erum ekki reiðin, við erum ekki einmanaleikinn, við erum ekki hatrið, við erum ekki þunglyndið, við erum ekki fórnarlambið. Orkan sem veldur er tilfinningaský sem dólar sér í orkulíkömunum og vaknar við áreiti, eða annað sem vekur hana.

Það er þó gott að hugsa til þess að tilfinningar eru ekki óvinur heldur ákveðin áttaviti á það hvaða lífsþroska við höfum valið okkur. Lífsþroskin hefur orðið til í gegnum tilfinningar og þær eru okkar stærsti fjársjóður ef við sjáum í gegnum lærdómin sem þær færðu okkur. Það er líka gott að vera meðvituð um að við erum í grunninn bara ást eða kærleikur, ekki tilfinningarnar.

Í heilunina er það sá sem heilunina þiggur sem stýrir því hvaða ferli fer í gang. Oftast er það æðri þáttur sem leiðbeinir hvert á að fara í heilun og hvað á að heila. Þegar orkan byrjar að losna þá byrjar líkaminn að leiðrétta sig sjálfur, vitund hans hefur meðtekið að breyting hefur orðið og þá kemur léttir og slökun.

Áhugi minn á heilun kviknaði á námskeiði hjá miðli sem kenndi þróun, næmni, skyggnilýsingar og heilun. Það varð til þess að ég ákvað að læra heilun. Fyrsta aðferðin sem ég lærði var reiki. Ég tók reiki I, II og III en áhugi minn var það mikill að ég hélt áfram að læra meira um heilun.


Fyrri líf hafa alltaf verið mér hugleikinn þannig að ég tók heilunarnámskeið þar sem leitað er í undivitundina að erfiðum minningum fyrri jarðvista. Þá er fyrri lífa orkan heiluð, einnig er notuð sama aðferð við innra barns heilun, heilun karl - og kvenorkunnnar, særða trúaða barnið og fleira sem notast er við djúpslökun.

Þá lærði ég líka orkuheilun hjá Karina Becker sem er með kennsluréttindi úr Barbara Brennan skólanum. Einnig hef ég setið bæna - hugleiðslu - og þróunarhringi og býð upp á fjarheilun. Þá tók ég á heilunar, miðlunar og meistara námskeið hjá Margaret McElory transmiðli (miðlaði meistaranum Maitreya).

Þrátt fyrir öll þessi námskeið þá hef ég líka þróað mínar eigin aðferðir sem ég nota í heilun, þá fylgi ég innsæinu og þeim leiðbeiningum sem ég fæ um hvaða aðferð best er að nota.

Tímapantanir í s. 615 5710 eða í netpósti joninath@viskaoggledi.is

 

Ýmislegt

Heim

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is