Hugleiðsla fyrir rótarstöðina
Byrjaðu á því að koma þér vel fyrir þar sem þú getur notið kyrrðar og slökunar í næði. Gott er að kveikja á kerti og koma jafnvel fyrir góðum jarðtengjandi steinum undir stólinn eða fyrir aftan hann.
Jarðtengjandi steinar eru t.d hrafntinna, jaspis og allskyns steinar úr íslenskri náttúru.
Ef þú situr í stól reyndu þá að með bakið beint og fætur á gólfinu. Byrjaðu á því að finna vel fyrir öllum líkamanum, taktu eftir önduninni, fylgdu önduninni eftir djúpt ofan í maga, dragðu síðan andann djúpt nokkrum sinnum, haltu honum niðri í smá stund og slepptu síðan frekar snöggt.
Biddu um að verndarenglarnir sjái um vernd fyrir þig á þessari stundu og biddu um að leiðbeinandi þinn hjálpi þér með það sem gera þarf.
Finndu síðan hvernig líkaminn slakar á við hvern andardrátt, reyndu að kyrra hugann með því að sleppa meðvitað hverri hugsun sem upp kemur.
Sjáðu síðan gullnar ljóskúlur neðan við iljarnar, finndu þessa ljóskúlur færast
inn um iljarnar, upp í ökklana.............
um allan fótinn, .............. áfram upp í kálfana, ..........upp í hnén...................
áfram upp lærin og upp í mjaðmir ........................fylla allt kviðarholið sjáðu þetta heilandi slakandi ljós fara áfram upp í magasvæðið inn í meltinguna og um allt magasvæðið.............
Það er hægt er að sjá ljósið fara um öll líffæri ef þess er óskað og sérstaklega ef eitthvað líffæri eða líkamspartur er veikur,.................
Þú sérð nú ljósið fara áfram upp í brjóstholið fylla allt brjóstholið og líffæri þessi,................
síðan fer það áfram upp í herðarnar fram í hendur upphandleggi, framhandleggi og alveg fram í fingurgóma. ..............
Ljósið fer áfram upp í hálsinn upp í höfuð, ..............
fram í andlit og aftur í hnakka,...............
finndu slökunina í hnakkanum og inn í höfðinu sjá það fara inn í heilann inn í allt höfuðið slaka á eyrunum, augunum og enn betur í öndunina. ................
Finndu þetta heilandi ljós flæða um og fylla hverja frumu líkamans, finndu umvefjandi orku þess flæða utan með líkama þínum.
Sjáðu síðan fyrir þér að þú sért eins og tré sem stendur úti í náttúrunni á fallegum stað sem þú hefur hugsað þér..................
Þú ert þetta tré,..........
þú ert stórt og sterkt tré með ræturnar djúpt, djúpt ofan í jarðveginum....
ræturnar liggja niður frá rótarstöðinni og niður fæturna, út um iljarnar og djúpt niður í moldina ofan í þéttan jarðveginn.
Þessi tenging nær alveg inn að kjarna jarðarinnar.
Þú finnur nú ennþá sterkar fyrir þessum rótum þínum, þú finnur hversu örugg/ur þú ert þar sem þú stendur þarna, ...............
Það getur ekkert haggað þér.
Finndu hvernig styrkur rótanna er gríðarlega öflugur og hvernig næring jarðarinnar flæðir upp þessar rætur.
Þú finnur nú að það er byrjað að rigna það rignir vel og hressilegt það fylgir dálítið rok með rigningunni og enn á ný finnur þú styrk rótanna..........
það er ekkert sem getur haggað þér......................
Þú nýtur þess að finna fyrir regninu, þessu mjúku dropum sem lenda á þér nær viðstöðulaust, regninu sem bleytir í laufunum þínum,
bleytir í trjábolnum og þú finnur hvað það er notalegt að láta vindinn beygja og sveigja greinarnar til og frá.
Þú sérð regndropana glitra á laufinu og greinunum.
Þú finnur og sérð að það er komið myrkur, það er komið kvöld og þú finnur fyrir mýkt og öryggi myrkursins.
þú finnur enn styrkinn í rótum trésins
þú finnur hvernig fætur þínir tengjast rótunum og þú finnur friðinn og kyrrðina þar sem þú sveigist í rokinu með hinum trjánum, þú heyrir skrjáfið í laufunum gnauðið í vindinum og regndropana falla á jörðina.......
þú finnur öryggið, það er ekkert sem getur haggað þér..............
Þú nýtur þessa augnabliks eins lengi og þú óskar þér......
Síðan kemur þú hægt til baka þar sem þú ert hér og nú sitjandi í stólnum og þú sendir ást og þakklæti til móður jarðar fyrir að hjálpa þér að styrkja rótarstöðina þína og fyrir þá nærandi orku sem hún gaf þér í þessari hugleiðslu.
Jafnframt þakkar þú fyrir hina mildu kvenorku sem flæðir til þín með vatninu og myrkrinu, þú þakkar leiðbeinendum þínum og verndarenglum og algóðum Guði fyrir næringu hinnar mildu og mjúku kærleiksorku.
Þegar þú ert tilbúin þá byrjar þú að hreyfa líkama þinn og opna augun.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir
Efst á síðu
Píramída hugleiðslan
Hugleiðsla við tré
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |