Umskipti sálarinnar III
Neðangreint bréf er þýtt upp úr 8. kafla bókarinnar Telos, 2. hefti eftir Aurelia Louise Jones.
Á sálargrundvelli var ekki tímabært fyrir son þinn að fara inn í það uppljómunarferli sem hann hefur valið fyrir sig. Ástæðan er sú að hann stóð frammi fyrir of mörgum áskorunum sem hefði reynst afar erfitt að leysa í því lífi sem hann fór úr. Með því að velja að yfirgefa líkama sinn á þessum tímapunkti, gaf hann sjálfum sér tækifæri til þess að undirbúa sig af meiri visku og skilningi fyrir markmið sín og örlög í næsta lífi. Sonur þinn mun koma aftur eftir nokkur ár, sem dásamlegt barn hins „nýja heims“ til þess að heiðra jörðina og aðstoða aðra. Í næsta lífi, mun hann verða miklu betur í stakk búin tilfinningalega til þess að átta sig á eigin löngunum. Hann mun öðlast styrk og getu til að ná markmiðum sínum á miklu auðveldari hátt en hann átti mögulegt var í þessu lífi.
Það gerir honum kleift að uppljómast í næsta lífi án sársauka, erfiðleika og þrenginga vegna þess að hann valdi að fara núna. Þú hefur náð að aðstoða hann í að fá séstaka undanþágu fyrir verðandi líf vegna alls þess kærleika sem þú hefur gefið honum. Hann er þakklátastur fyrir þá ást sem þú sendir honum skilyrðislaust á meðan hann var í líkamlegu formi. Þú mátt vita að sonur þinn virðir þig fyrir allan þennan kærleika. Hann aðstoðar þig nú ástúðlega við að undirbúa jarðveginn fyrir heimkomu þína. Vegna þess að þú elskar son þinn svo skilyrðislaust, taktu þá tillit til þeirrar ákvörðunar sem sonur þinn tók til þess að halda áfram. Út frá okkar sjónarhóli og sjónarhóli hans sálar, var tímabært og jákvætt að yfirgefa lífið. Sonur þinn elskar þig og virðir og þráir vissulega að sjá þig hamingjusama og glaða. Sonur þinn vill ekki að þú afneitir sorginni, en hann vill að þú samþykkir brottför hans sem það besta sem gat gerst fyrir hann á þessum tímapunkti.
Hann segir við þig núna:
„Mamma, ég er enn á lífi og mér líður svo miklu betur. Lífið hér er stórkostlegt, og ég er að undirbúa mig fyrir endurfundi okkar sem verða efnislegir og áþreifanlegi. Það verður ekki langt þar til við hittumst aftur augliti til auglitis, og þú munt skilja að ég fór aldrei. Á meðan ég er ekki líkamlega með þér, gefðu þér þá tíma til að elska sjálfa þig meira, verða sá kærleikur sem þú ert og leyfa þér að lifa í meiri gleði.“ Þetta er verkefni þitt.
Sonur þinn vill að þú hugleiðir meira en nokkru sinni fyrr þær trúar kenningar sem þú hefur um þá lífsreynslu sem kallast „dauði.“ Þessi atburður er líka tækifæri til þess að búa til innan sjálfsins nýtt stökk í vitundinni. Spurðu sjálfa þig, er til eitthvað sem heitir dauði, eða er þetta einfaldlega umskipti úr líkamlegri reynslu yfir í stórfenglegri veruleika? Á ég son minn í raun og veru, eða tilheyrir hann Guði, eins og allar aðrar sálir í þróun hér og alls staðar? Var hlutverk mitt sem móðir hans fyrst og fremst til þess að styrkja og aðstoða þessa sál í endurfæðingu á jörðinni og í gegnum það, höfum við búið til ástarbönd sem munu vara að eilífu? Er sonur minn raunverulega dáinn, eða er hann á öðru vitundarsviði, lifandi og þróttmeiri en nokkru sinni fyrr? Er aðskilnaður okkar varanlegur eða bara tímabundin blekking? Get ég valið að lifa í kærleika og fagna minni guðdómlegu veru og virkilega njóta lífsins aftur án þess að sonur minn sé til staðar í líkama, eða ætla ég að velja að halda áfram að dvelja í sorg?
Elsku systir, ég þekki hjarta þitt og sendi þér ást mína. Meðtaktu friðargjöf mína og taktu gleði þína á ný. Hugsaðu um líkamsdauða sonar þíns sem fiðrildapúpu sem springur út í algjörlega nýtt og hamingjusamt fiðrildi. Vertu fiðrildi sjálf og fljótlega, munið þið tvö leika ykkur, ærslast og hlæja saman í garði Guðs.
Ég er Adama, að hughreysta sál þína.
Fyrri hluti
Efst á síðu
Ýmislegt
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |