Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Umskipti sálarinnar I

Neðangreint bréf er þýtt upp úr 8. kafla bókarinnar Telos 2. hefti eftir Aurelia Louise Jones.

"Þar sem það eru að verða svo miklar breytingar á þessari plánetu, og svo margar sálir hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að að ljúka lífinu á þessum tíma. Þá veit ég að mörg ykkar munu standa frammi fyrir því að einn eða fleiri ástvinir taki líkamlegum umskiptum. Þau hafa valið annað en við höfum valið sjálf á þessum tímamótum í sínum þroska, þess vegna þurfum við að sjá sálarumskiptin sem við köllum „dauða“ út frá öðru sjónarhorni. Við munum öll hitta ástvini okkar aftur, þar sem sálirnar okkar eru eilífar.

Við vitum það öll að það er ekkert til sem heitir „dauði." Auðvitað, eru til umskipti sálarinnar út frá mannlegri reynslu í líkama yfir í annað ástand, skynjað sem dauði, en fyrir sálina eru þetta einungis umskipti. Fyrir sálina, er þetta alltaf gleðilegur tími, frelsi og endurfundir með öðrum þáttum hennar. Þetta er tími frelsis, íhugunar og nýs upphafs, aldrei hörmungar atburðir. Þegar við förum að skilja þetta til fulls, þá leyfum við okkur að fara í gegnum sorgarferlið, vegna þess að það er þannig sem við heiðrum orku þeirra sem hafa farið, en við vorkennum þeim aldrei. Við munum verða fullkomlega sátt með það val sem ástvinir okkar hafa tekið og við tökum tillit til þess. Við þökkum þeim fyrir þann tíma og kærleika sem við deildum saman í þessari endurfæðingu. Við blessum þá á leið sinni inn í nýja reynslu, í þeirri fullvissu hjartans að aðskilnaður okkar er aðeins blekking þriðju víddar huga. Við vitum, án þess að efast að við getum séð þá og verið með þeim aftur hvenær sem er á innri sviðum og að það er aldrei hægt að rjúfa tengsl okkar við ástvini í gegnum eilífðina.

Þeir sem upplifa djúpa ást til hvors annars í lífinu eru yfirleitt þeir sem hafa þekkst, elskað hvort annað og fæðst á svipuðum tíma og deilt saman lífsreynslu árþúsundum saman. Við höfum upplifað líkamlegan missi hvors annars aftur og aftur, og við höfum einnig fundið hvort annað og lifað saman sem vinir eða fjölskylda aftur og aftur.

Stundum virðast umskiptin, eða dauðinn, eiga sér stað vegna slyss, eða vegna glæpa, stríðs eða einhvers sem gerist í náttúrunni sem við köllum harmleiki. Öll breyting, sama í hvaða formi hún er, er skipulögð af sál í annarri vídd. Þetta val er gert af ýmsum ástæðum, í samræmi við leið sálarinnar eða til þess að koma jafnvægi á karma þess sem fer og hefur verið valið af fúsum vilja. Það er yfirleitt mikill spenningur hjá sálinni þegar hún fer. Hann eða hún getur ekki beðið eftir að vera á leiðinni inn í nýja reynslu og ævintýri í hinu frábæra ferðalagi sem kallast "líf."

Hér er sagan af konu sem ég þekki sem missti einkason sinn í bílslysi. Henni fannst hún vera algerlega í rúst og gat ekki komið sér aftur í eðlilegt tilfinningalegt jafnvægi. Á endanum, spurði hún hvort ég gæti miðlað Adama til þess að finna út hvers vegna svona mikill harmur hefði orðið í hennar lífi. Hún sá þessa atburði sem mikið óréttlæti og vildi ásaka þann sem henni fannst vera ábyrgur fyrir dauða einkasonar síns.

Það er Adama sem svaraði henni í gegnum mig. Orð hans léttu mikið á henni og hún fékk heilun í hjartað. Á meðan Adama svaraði henni, var hún fær um að losa út mikinn sársauka og sorg. Henni tókst að horfa á lífið aftur með nýrri gleði og von, vitandi það að sonur hennar var á lífi og hafði það gott hinu megin blæjunnar, að hann elskaði hana meira en nokkru sinni fyrr og var að gera nákvæmlega það sem sálin hans vildi gera.

Ég tel mikilvægt fyrir okkur öll að skilja þetta umskipta ferli sem við köllum „dauðann" á dýpri hátt. Við vitum að mörg okkar munu, fyrr eða síðar, lenda í svipuðum aðstæðum annaðhvort í okkar eigin lífi eða í lífi einhvers sem er nálægur okkur. Þeir sem meðtaka þennan skilning í hjarta sínu og sál munu verða færir um að hugga sjálfa sig þegar þeir standa frammi fyrir þannig aðstæðum. Þeir munu einnig verða færir um að hugga aðra sem eru í kringum þá sem hafa ekki ennþá meðtekið fegurð upplýsts skilnings á líkamlegum umskiptum."

Aurelia Louise Jones

Framhald...........

Bókin "Telos" sem ég tek þennan texta upp úr er miðluð og sú andlega vera sem kemur með skilaboð í gegnum bókarhöfundinn Aurelia, heitir Adama. Mér finnst eins og ég þurfi að koma þessum skilaboðum áfram til ykkar lesendur góðir á þessa vefsíðu þar sem þetta er ein sú besta útskýring sem ég hef fengið á þeim umskiptum sem við köllum "skyndi dauða sem verður vegna slyss, ofbeldis, stríðs eða náttúruhamfara." Þetta bréf er ekki sett inn til þess að vekja ótta hjá fólki heldur til þess að hjálpa fólki að skilja að dauðinn er einungis umbreyting úr einu formi í annað, að sálin er eilíf eins og Adama bendir svo réttilega á í kaflanum. Bókin er gefin út í fyrsta skipti árið 2004 þannig að það sem er verið að tala um að sé að fara að gerast hefur verið að gerast undanfarin ár og er enn í gangi.

Við sem höfum fylgst með vitum að það hafa óvenju margir kosið að yfirgefa jarðlífið undanfarin ár og enn þann dag í dag og þeir sem hafa verið að miðla upplýsingum til mannkyns tengja þessa þróun við þær breytingar sem jörðin er að fara í gegnum um þessar mundir. Sumir ætla sér ekki að taka þátt í þessu ferli og kjósa því að yfirgefa jarðlífið áður en frekari breytingar verða. Allt er þetta ákveðið á sálargrundvelli og þannig verðum við að virða vilja hverrar sálar. Bréfið sjálft þar sem Adama ræðir við hina syrgjandi móður verður vonandi komið inn á vefinn á allra næstu dögum.

JÞG.

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur