|
Ást er það eina sem er raunverulegt
Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama. ~ "Anita Moorjani"
Hver einasta sál er ást. Lesa meira......
Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.
Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.
Fallega sálin
Þegar Guð sendi fallegu sálina út í heiminn, var hún neisti af honum sjálfum – neisti af hreinum kærleika. Sálin var full af ást, með það markmið að upplifa lífið í jarðneskum líkama. Hrein og tær sálin leit á ferðalagið til jarðar sem tækifæri til að læra, vaxa og njóta þess að lifa í líkama í hinum efnislega heimi... lesa meira....
Fyrri lífa heilun
Ef þú vilt vita það þá ertu svo miklu meira en líkami þinn, þú ert yndisleg sál sem fæðist aftur og aftur í dauðlegum líkama. Sálin þín er aftur á móti ódauðleg og í stöðugri þróun, stöðugum vexti. Kjarni þinn sem sál er óendanleg ást sem velur sér allskonar þroskaleiðir sem fá þig til að skilja lífið út frá margskonar sjónarmiðum. Lesa meira.......
Innra barns heilun fer fram í gegnum djúpslökun þar sem dregnar eru fram gamlar áfalla minningar sem hafa legið djúpt í undirvitundinni. Þegar þær eru komnar upp á yfirborðið eru þær heilaðar, barnið er tekið í sátt og í staðinn er fundinn sá styrkur og lærdómur sem áföllin hafa gefið. Lesa meira......
Orkuheilun, í jarðlífinu erum við að upplifa orku, tilfinninga orku á mjög breiðum skala. Tilfinningar eru allavega, sumar jákvæðar sem okkur líður vel með, en svo eru aðrar tilfinningar sem okkur líður ekki vel með. Það eru tilfinningarnar sem við sækjumst eftir að leysa upp og umbreyta t.d. í orkuheilun. Tilfinningar sem valda vanlíðan verða til vegna þess að einhver hluti okkar verður t.d. sár, reiður, stoltur vegna atburða eða samskipta við aðra. Sumir segja að sá hluti sem verður sár og heldur í sárar minningar í gegnum huga sé egóið og þannig myndist svo kallað áfall, eða áfallaorka. Oft er um að ræða endurtekin áföll og þannig bætist á neikvæðar tilfinningar og sársaukinn eykst. Lesa meira......
Efst á síðu
Ýmislegt
Síðast uppfært 20. nóvember 2024
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is |
Miðlað efni
Maitreya
Eitt og annað
Viska og gleði á
|