Ást er það eina sem er raunverulegt
Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama. ~ "Anita Moorjani"
Hver einasta sál er ást. Lesa meira......
Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.
Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.
Svörin eru hið innra
Það er svo margt í gangi núna sem veldur ruglingi og óvissu. Netið er fullt af misvísandi upplýsingum og það getur verið erfitt að greina hvað er raunverulegt og hvað er uppspuni. Hverju á að trúa og hverju á ekki að trúa. Fólk tekur afstöðu með ákveðnum málum og það verða deilur á milli vina, fjölskyldumeðlima og vinnufélaga. Þar er sagt að hvítt sé svart og svart sé hvítt og það veldur enn meiri ringulreið. Við gætum sogast inn í hyldýpi sýndarveruleika ef við höldum okkur ekki til hlés á meðan við meltum málið. Þar sem það er eiginlega gert ráð fyrir að við lifum í blekkingu og sjáum aldrei í gegnum hana. Lesa meira......
Fyrri líf
ÞIÐ eruð skaparar ykkar eigin lífs. Æðra sjálfið hefur minningar fyrri lífa, EKKI sjálfið og á meðan æðra sjálfinu er ekki gert kleift að komast fram hjá lægra sjálfinu þá er yfirleitt ómögulegt að ná fram fyrri lífum til þess að hreinsa þau út. Þetta er ástæðan fyrir því hversu margar sálir eiga erfitt með að fá aðgang að fyrri lífa minningum. Orku þess er samt sem áður hægt að hreinsa út með nærveru heilara eða manneskju sem er þjálfuð sem fyrri lífa meðferðaraðili. Þegar nægjanleg orka æðra sjálfsins er til staðar, þá og aðeins þá, er hægt að hreinsa út fyrri lífa minningar. Lesa meira.....
Himnaríki á jörðu
Við getum ekki unnið okkar verk á efnissviðinu án ykkar hjálpar. Í fjölda ára hefur mannfólkið verið bundið af sjálfinu. Það er komið að því að mannfólkið sem heild hefur ákveðið að breyta þessu. Margar sálir hafa boðið sig fram (eins og margir myndu orða það „sem ljósberar)„ áður en þær fæddust á jörðinni. Það er komið að því að við erum reiðubúin að aðstoða mannfólkið við breytingar og hækkandi vitundarstig. Lesa meira............
Efst á síðu
Ýmislegt
Síðast uppfært 4. mars 2025
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is |